Bragðgóðir og hollir réttir Elín Albertsdóttir skrifar 20. janúar 2019 16:00 Bulgur er brotið hveiti sem líkist kúskús. Bulgur eru brotið hveiti sem er lagt í bleyti í sjóðandi vatn líkt og kúskús. Bulgur eru mjög gott með fiski eða kjúklingi. Hér eru frábærir léttir réttir sem öllum ætti að líka við á janúarkvöldi. Bulgursalat með kjúklingabringum Rétturinn er miðaður við fjóra.200 g bulgur4 kjúklingabringur1 msk. smjör til steikingar1 fennel6 vorlaukar5 sólþurrkaðir tómatar í olíu3 msk. smátt söxuð steinselja10 svartar ólífur2 msk. jómfrúarolía30 g heslihnetur Setjið bulgur í sjóðandi vatn eins og stendur á umbúðum. Kælið. Kryddið kjúklingabringurnar með salti og pipar. Steikið á pönnu á meðalhita í tvær mínútur á hvorri hlið. Leggið þá lok á pönnuna og eldið áfram í 6-8 mínútur. Skerið fennel og vorlauk smátt og saxið sólþurrkaða tómata. Setjið í skál ásamt bulgur, steinselju og blandið öllu saman. Skerið kjúklingabringurnar í sneiðar og raðið fallega ofan á salatið. Það er hægt að sleppa kjúklingnum í þessum rétti og vera með soðin egg í helmingum í staðinn. Kjúkling er hægt að matbúa á ótal vegu og alltaf verða til nýir réttir. Spænskur kjúklingur Þessi réttur er með kjúklingabaunum og ólífum. Hann er súper einfaldur og er góður með hrísgrjónum, kúskús eða bulgur.8-12 kjúklingalæri2 rauðlaukar6 hvítlauksrif200 g hakkaðir tómatar200 g kjúklingabaunir án vatnsGrænar ólífurÓlífuolíaPaprikuduft, salt og pipar Hitið ofninn í 200°C. Dreifið ólífuolíu í stórt eldfast form. Leggið kjúklingabitana í formið og vætið þá aðeins í olíunni á báðum hliðum. Látið skinnhliðina snúa upp. Skerið laukinn smátt niður og raðið í kringum kjúklingabitana. Kryddið yfir með paprikudufti og bragðbætið með salti og pipar. Setjið í heitan ofn og eldið í 30 mínútur. Takið þá formið út og takið kjúklinginn upp úr. Setjið tómatana út í kjötsafann ásamt pressuðum hvítlauk og hrærið saman. Bætið við salti og pipar ef þarf. Raðið kjúklingnum aftur í formið og deilið kjúklingabaunum og ólífum yfir. Formið er sett aftur inn í ofninn. Eldið áfram í 15 mínútur eða þar til kjúklingurinn er fulleldaður. Kjúklingur í rjómasósu er vinsæll hjá allri fjölskyldunni. Bæði er hægt að hluta niður heilan kjúkling í slíkan rétt eða nota kjúklingabringur eða úrbeinuð læri. Franskur kjúklingaréttur Uppskriftin miðast við fjóra. Æðislegur kjúklingaréttur þar sem gott dijon-sinnepsbragðið fær að njóta sín. Þetta er afar einfaldur réttur og auðvelt að laga. 500 g úrbeinuð kjúklingalæri200 g perlulaukarSmjör til steikingar½ tsk. þurrkað timían1 tsk. þurrkað estragon½ tsk. múskat2 msk. dijon sinnep2 dl bjór3 dl rjómiSaltNýmalaður piparFerskt estragon til skreytingar í lokin Kjúklingurinn er bragðbættur með salti og pipar. Brúnið kjúklinginn með lauk í smjöri og olíu á pönnu. Bætið við kryddi sem er talið upp og sinnepi. Þá er bjórinn settur saman við og suðan látin koma upp. Loks er rjóminn látinn út í og allt látið malla í um það bil 15 mínútur eða þar til sósan hefur þykknað örlítið. Kjúklinginn má bera fram með kartöflum, bulgur eða hrísgrjónum eftir smekk. Uppskriftir Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Fleiri fréttir Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira
Bulgur eru brotið hveiti sem er lagt í bleyti í sjóðandi vatn líkt og kúskús. Bulgur eru mjög gott með fiski eða kjúklingi. Hér eru frábærir léttir réttir sem öllum ætti að líka við á janúarkvöldi. Bulgursalat með kjúklingabringum Rétturinn er miðaður við fjóra.200 g bulgur4 kjúklingabringur1 msk. smjör til steikingar1 fennel6 vorlaukar5 sólþurrkaðir tómatar í olíu3 msk. smátt söxuð steinselja10 svartar ólífur2 msk. jómfrúarolía30 g heslihnetur Setjið bulgur í sjóðandi vatn eins og stendur á umbúðum. Kælið. Kryddið kjúklingabringurnar með salti og pipar. Steikið á pönnu á meðalhita í tvær mínútur á hvorri hlið. Leggið þá lok á pönnuna og eldið áfram í 6-8 mínútur. Skerið fennel og vorlauk smátt og saxið sólþurrkaða tómata. Setjið í skál ásamt bulgur, steinselju og blandið öllu saman. Skerið kjúklingabringurnar í sneiðar og raðið fallega ofan á salatið. Það er hægt að sleppa kjúklingnum í þessum rétti og vera með soðin egg í helmingum í staðinn. Kjúkling er hægt að matbúa á ótal vegu og alltaf verða til nýir réttir. Spænskur kjúklingur Þessi réttur er með kjúklingabaunum og ólífum. Hann er súper einfaldur og er góður með hrísgrjónum, kúskús eða bulgur.8-12 kjúklingalæri2 rauðlaukar6 hvítlauksrif200 g hakkaðir tómatar200 g kjúklingabaunir án vatnsGrænar ólífurÓlífuolíaPaprikuduft, salt og pipar Hitið ofninn í 200°C. Dreifið ólífuolíu í stórt eldfast form. Leggið kjúklingabitana í formið og vætið þá aðeins í olíunni á báðum hliðum. Látið skinnhliðina snúa upp. Skerið laukinn smátt niður og raðið í kringum kjúklingabitana. Kryddið yfir með paprikudufti og bragðbætið með salti og pipar. Setjið í heitan ofn og eldið í 30 mínútur. Takið þá formið út og takið kjúklinginn upp úr. Setjið tómatana út í kjötsafann ásamt pressuðum hvítlauk og hrærið saman. Bætið við salti og pipar ef þarf. Raðið kjúklingnum aftur í formið og deilið kjúklingabaunum og ólífum yfir. Formið er sett aftur inn í ofninn. Eldið áfram í 15 mínútur eða þar til kjúklingurinn er fulleldaður. Kjúklingur í rjómasósu er vinsæll hjá allri fjölskyldunni. Bæði er hægt að hluta niður heilan kjúkling í slíkan rétt eða nota kjúklingabringur eða úrbeinuð læri. Franskur kjúklingaréttur Uppskriftin miðast við fjóra. Æðislegur kjúklingaréttur þar sem gott dijon-sinnepsbragðið fær að njóta sín. Þetta er afar einfaldur réttur og auðvelt að laga. 500 g úrbeinuð kjúklingalæri200 g perlulaukarSmjör til steikingar½ tsk. þurrkað timían1 tsk. þurrkað estragon½ tsk. múskat2 msk. dijon sinnep2 dl bjór3 dl rjómiSaltNýmalaður piparFerskt estragon til skreytingar í lokin Kjúklingurinn er bragðbættur með salti og pipar. Brúnið kjúklinginn með lauk í smjöri og olíu á pönnu. Bætið við kryddi sem er talið upp og sinnepi. Þá er bjórinn settur saman við og suðan látin koma upp. Loks er rjóminn látinn út í og allt látið malla í um það bil 15 mínútur eða þar til sósan hefur þykknað örlítið. Kjúklinginn má bera fram með kartöflum, bulgur eða hrísgrjónum eftir smekk.
Uppskriftir Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Fleiri fréttir Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira