Rósalind rektor vísað daglega á dyr Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. janúar 2019 20:00 Kötturinn Rósalind gengur undir nafninu Rósalind rektor í Háskóla Íslands. Þangað hefur hún vanið komur sínar enda getur hún alltaf treyst á matarbita og klapp frá nemendum og starfsfólki. Ekki eru þó allir sáttir og þurfa umsjónarmenn fasteigna skólans að kasta henni daglega á dyr. „Hún er bara eins og einn af nemendum skólans. Við misjafnan fögnuð. Hún læðir sér inn í kennslustofur og situr bara eða liggur við hliðina á kennaranum sem er að kenna. Hún gengur til dæmis bara inn um þessar hringdyr eins og ekkert sé. Hringar sig í stólum hjá hinum og þessum og bíður eftir að einhver gefi henni að borða," segir Laufey Sigurðardóttir, rekstrarstjóri fasteigna Háskóla Íslands.Laufey Sigurðardóttir, rekstrarstjóri fasteigna Háskóla Íslands.Nemendur svara kallinu og mynda hana gjarnan í leiðinni en Rósalind er nokkuð áberandi á samfélagsmiðlum. Kisa hefur líklega skoðað hvern krók og kima í skólanum og jafnvel heimsótt rektor. Þrátt fyrir að greiða ekki skólagjöld nýtir hún sér aðstöðuna til hins ítrasta. Þrátt fyrir að Rósalind veki kátínu hjá mörgum eru ekki allir sáttir. „Hér eru nemendur og ýmsir sem eru með ofnæmi og kvarta. Og hafa ekki skilning fyrir því að kötturinn sé inni. Kötturinn á sér náttúrulega heimili en þetta eru dýr sem fara sínar leiðir og það er ekkert hægt að binda köttinn heima, svona útikött," segir Laufey.Starfsmenn þurfa jafnvel oft á dag að reka köttinn út.Umsjónarmenn fasteigna eru því með viðbragðsáætlun í gildi. „Það er í rauninni bara að ná henni og koma henni út fyrir en stundum er hún sneggri en við. Ég hef það stundum á tilfinningunni að hún sé farin að þekkja mann, af því hún hleypur bara þegar sér mann," segir Laufey glettin.Er Rósalind svona námsfús köttur? „Það virðist allavega vera. Hún hefur mikinn áhuga á því að vera hér," segir Laufey.Rósalind dvelur við gott yfirlæti í Háskóla Íslands. Dýr Skóla - og menntamál Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Kötturinn Rósalind gengur undir nafninu Rósalind rektor í Háskóla Íslands. Þangað hefur hún vanið komur sínar enda getur hún alltaf treyst á matarbita og klapp frá nemendum og starfsfólki. Ekki eru þó allir sáttir og þurfa umsjónarmenn fasteigna skólans að kasta henni daglega á dyr. „Hún er bara eins og einn af nemendum skólans. Við misjafnan fögnuð. Hún læðir sér inn í kennslustofur og situr bara eða liggur við hliðina á kennaranum sem er að kenna. Hún gengur til dæmis bara inn um þessar hringdyr eins og ekkert sé. Hringar sig í stólum hjá hinum og þessum og bíður eftir að einhver gefi henni að borða," segir Laufey Sigurðardóttir, rekstrarstjóri fasteigna Háskóla Íslands.Laufey Sigurðardóttir, rekstrarstjóri fasteigna Háskóla Íslands.Nemendur svara kallinu og mynda hana gjarnan í leiðinni en Rósalind er nokkuð áberandi á samfélagsmiðlum. Kisa hefur líklega skoðað hvern krók og kima í skólanum og jafnvel heimsótt rektor. Þrátt fyrir að greiða ekki skólagjöld nýtir hún sér aðstöðuna til hins ítrasta. Þrátt fyrir að Rósalind veki kátínu hjá mörgum eru ekki allir sáttir. „Hér eru nemendur og ýmsir sem eru með ofnæmi og kvarta. Og hafa ekki skilning fyrir því að kötturinn sé inni. Kötturinn á sér náttúrulega heimili en þetta eru dýr sem fara sínar leiðir og það er ekkert hægt að binda köttinn heima, svona útikött," segir Laufey.Starfsmenn þurfa jafnvel oft á dag að reka köttinn út.Umsjónarmenn fasteigna eru því með viðbragðsáætlun í gildi. „Það er í rauninni bara að ná henni og koma henni út fyrir en stundum er hún sneggri en við. Ég hef það stundum á tilfinningunni að hún sé farin að þekkja mann, af því hún hleypur bara þegar sér mann," segir Laufey glettin.Er Rósalind svona námsfús köttur? „Það virðist allavega vera. Hún hefur mikinn áhuga á því að vera hér," segir Laufey.Rósalind dvelur við gott yfirlæti í Háskóla Íslands.
Dýr Skóla - og menntamál Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira