Sport

Hafa horft 60 milljón sinnum á gólfæfingu Katelyn á aðeins fjórum dögum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Katelyn Ohashi.
Katelyn Ohashi. Skjámynd/Youtube/UCLA Athletics
Það eru aðeins liðnir sextán dagar á árinu en við erum líklega búin að finna fimleikaæfingu ársins 2019.

Eitt vinsælasta myndbandið á netinu í þessari viku eru fullkomnar gólfæfingar hinnar bandarísku Katelyn Ohashi.

Vísir sýndi æfingarnar á mánudaginn og sú frétt var mikið lesin. Það er líka skiljanlegt enda fara allir í gott skap að sjá þessa stórkostlegu fimleikakonu negla æfinguna sína upp á tíu plús.

BBC segir frá því að það hafi verið horft á gólfæfingu Katelyn Ohashi meira en 60 milljón sinnum á netinu á aðeins fjórum dögum.





Katelyn Ohashi fékk tíu fyrir þessa stórkostlegu sýningu þar sem glæsileg tilþrif eru í sett í einstakt samband við tónlist og dans.

Ohashi heillar líka alla í salnum og keyrir heldur betur upp stemmninguna með mögnuðu tilþrifum.

Það þarf heldur ekki að koma mörgum á óvart að Katelyn var valin íþróttamaður vikunnar hjá hinum mikla íþróttaskóla UCLA í Los Angeles.





En af hverju sló Katelyn Ohashi í gegn. Hér fyrir neðan er ein kenning. Með öllu því slæma sem herjar á heiminn í dag þá þurftum við bara á einhverju súper skemmtilegu og lifandi að halda. Gólfæfingar Katelyn voru mikil og skemmtileg tilbreyting og netheimurinn var svo sannarlega tilbúinn að drekka þær í sig.





Hún hefur auðvitað öðlast mikla frægð við allar þessar vinsældir og var meira að segja tekin í viðtal hjá hinum vinsæla útvarpsmanni og American Idol kynni Ryan Seacrest eins og sjá má hér fyrir neðan.  

Hann er líka búinn að koma henni í Dancing with the Stars sem var mikill draumur hjá þessari snjöllu fimleikakonu.





Hér fyrir neðan má líka sjá myndband af Katelyn Ohashi á göngunum í UCLA skólanum því þrátt fyrir allar þessar vinsældir á netinu þá þarf hún auðvitað að mæta áfram í tímana sína.

Katelyn Ohashi er hinsvegar mikill stuðbolti og hún er alltaf tilbúin í að skella í nokkur skemmtileg danspor.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×