Gáfu framtíðarstjörnu Norðmanna vaxtarhormón í þrjú ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2019 10:30 Helene Marie Fossesholm Mynd/Skíðasamband Noregs Norðmenn binda miklar væntingar til hinnar sautján ára gömlu Helene Marie Fossesholm og margir hafa gengið svo langt að kalla hana næstu Marit Björgen í skíðagöngu kvenna. Marit Björgen hefur unnið flest verðlaun allra á vetrarólympíuleikum eða fimmtán en hún bætti þeim fimm síðustu við á Ólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður-Kóreu í fyrra. Marit Björgen hefur nú lagt keppnisskíðin á hilluna og nú horfa margir Norðmenn til Helenu Marie Fossesholm til að taka við af henni sem framtíðardrottning skíðagönguheimsins.Helene Marie Fossesholm har fått dopingklassat preparat Dette her er ein familiesak for og hjelpe ein liten pike til og vokse. Sett dere inn i saken før dere før dere prøver og anngripe Norge https://t.co/UmY61NKWh1 — Åge Sem-Johansen (@geSemJohansen) January 14, 2019Sérfræðingurinn Petter Skinstad talaði um það við norska fjölmiðla í lok síðasta árs að Helene Marie Fossesholm væri mesta efnið sem hann hefði séð í tíu ár. Helena á sér aftur á móti umdeilda forsögu og lyfjagjöf hennar á unglingsaldri kallaði á sérstaka fréttatilkynningu frá norska skíðasambandinu. Norska skíðasambandið hefur nú sent frá sér slíka yfirlýsingu þar sem sem kemur fram að þessu næsta mögulega súperstjarna Norðmanna hafi fengið vaxtarhormón í tæp þrjú ár. „Frá desember 2014 til september 2017 þá fékk Helene Marie Fossesholm vaxtarhormón. Helena hefur gengið í gegnum rannsóknir á spítölum frá því að hún var 8 til 9 ára gömul af því hún var svo lágvaxin. Þegar hún var þrettán og hálfs árs þá var hún aðeins 137,5 sentimetrar á hæð. Henni voru þá gefin vaxtarhormón og Helena er nú 151 sentimetrar á hæð,“ segir í yfirlýsingu frá norska sambandinu.Fossesholm om ryktene: – Alltid noen som ikke ønsker alle godt https://t.co/Xmhtmq4MeE#2vinter — TV 2 Sporten (@2sporten) January 14, 2019Það kemur einnig fram í tilkynningunni að Helene Marie Fossesholm hafi þarna fengið vaxtarhormón sem eru á bannlista Alþjóðalyfjaeftirlitsins, WADA. Það eru hinsvegar gefnar undirtekningar ef viðkomandi íþróttamaður þurfu heilsu sinnar vegna að fá slík lyf og norska sambandið segir að Fossesholm hafi fengið slíkt leyfi hjá WADA. Hennar kringumstæður féllu undir slíka undanþágu. Helene Marie Fossesholm er nú á leiðinni á HM unglinga í Lahti í Finnlandi sem fer fram 20. til 27. janúar næstkomandi. Hennar fyrstu Ólympíuleikar gætu síðan orðið í Peking árið 2022. Ólympíuleikar Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira
Norðmenn binda miklar væntingar til hinnar sautján ára gömlu Helene Marie Fossesholm og margir hafa gengið svo langt að kalla hana næstu Marit Björgen í skíðagöngu kvenna. Marit Björgen hefur unnið flest verðlaun allra á vetrarólympíuleikum eða fimmtán en hún bætti þeim fimm síðustu við á Ólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður-Kóreu í fyrra. Marit Björgen hefur nú lagt keppnisskíðin á hilluna og nú horfa margir Norðmenn til Helenu Marie Fossesholm til að taka við af henni sem framtíðardrottning skíðagönguheimsins.Helene Marie Fossesholm har fått dopingklassat preparat Dette her er ein familiesak for og hjelpe ein liten pike til og vokse. Sett dere inn i saken før dere før dere prøver og anngripe Norge https://t.co/UmY61NKWh1 — Åge Sem-Johansen (@geSemJohansen) January 14, 2019Sérfræðingurinn Petter Skinstad talaði um það við norska fjölmiðla í lok síðasta árs að Helene Marie Fossesholm væri mesta efnið sem hann hefði séð í tíu ár. Helena á sér aftur á móti umdeilda forsögu og lyfjagjöf hennar á unglingsaldri kallaði á sérstaka fréttatilkynningu frá norska skíðasambandinu. Norska skíðasambandið hefur nú sent frá sér slíka yfirlýsingu þar sem sem kemur fram að þessu næsta mögulega súperstjarna Norðmanna hafi fengið vaxtarhormón í tæp þrjú ár. „Frá desember 2014 til september 2017 þá fékk Helene Marie Fossesholm vaxtarhormón. Helena hefur gengið í gegnum rannsóknir á spítölum frá því að hún var 8 til 9 ára gömul af því hún var svo lágvaxin. Þegar hún var þrettán og hálfs árs þá var hún aðeins 137,5 sentimetrar á hæð. Henni voru þá gefin vaxtarhormón og Helena er nú 151 sentimetrar á hæð,“ segir í yfirlýsingu frá norska sambandinu.Fossesholm om ryktene: – Alltid noen som ikke ønsker alle godt https://t.co/Xmhtmq4MeE#2vinter — TV 2 Sporten (@2sporten) January 14, 2019Það kemur einnig fram í tilkynningunni að Helene Marie Fossesholm hafi þarna fengið vaxtarhormón sem eru á bannlista Alþjóðalyfjaeftirlitsins, WADA. Það eru hinsvegar gefnar undirtekningar ef viðkomandi íþróttamaður þurfu heilsu sinnar vegna að fá slík lyf og norska sambandið segir að Fossesholm hafi fengið slíkt leyfi hjá WADA. Hennar kringumstæður féllu undir slíka undanþágu. Helene Marie Fossesholm er nú á leiðinni á HM unglinga í Lahti í Finnlandi sem fer fram 20. til 27. janúar næstkomandi. Hennar fyrstu Ólympíuleikar gætu síðan orðið í Peking árið 2022.
Ólympíuleikar Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira