Boðar sérstaka styrki til kennaranema Ólöf Skaftadóttir skrifar 14. janúar 2019 06:15 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir róttækra aðgerða þörf til að auka aðsókn í kennaranám og bæta starfsumhverfi kennara. Ráðherrann ætlar að breyta námsfyrirkomulaginu þannig að starfsnám kennara á fimmta ári verði launað og búa þannig um hnútana að Lánasjóður íslenskra námsmanna greiði sértæka styrki til kennaranema. „Hugmyndin er að það verði fjárhagslegur hvati úr Lánasjóðnum í afmarkaðan tíma til þess að auka aðsóknina í námið.“ Aðspurð segir hún aðgerðina ekki endilega þurfa að fela í sér mismunun gagnvart nemendum í öðrum greinum. Norðmenn hafi svipað fyrirkomulag um kennaranámið sem hafi mælst vel fyrir. Lilja stefnir á að lagafrumvarp um efnið verði klárt næsta haust. Þá vinni aðgerðahópur sem Lilja skipaði á dögunum að því að bæta starfsumhverfið, almennt. „Það er alveg ljóst að þróunin undanfarin ár er ískyggileg. Aðsókn í kennaranám hefur verið að minnka og þótt við höfum séð vísbendingar um smávægilega aukningu í námið á vorönn í fyrra þá er ljóst að fjöldi brautskráðra kennara er ekki nægur til þess að mæta nýliðun á öllum skólastigum. Auk þess er brottfall úr náminu mikið og námsframvinda kennaranema hæg. Við erum að horfa fram á kennaraskort og það er grafalvarlegt mál,“ segir Lilja. Nýlegar tölur Hagstofunnar um hækkandi hlutfall leiðbeinenda í grunnskólum eru vísbending um að kennaraskortur sé þegar farinn að segja til sín. Samkvæmt ársskýrslu undanþágunefndar grunnskóla skólaárið 2017 til 2018 voru 434 umsóknir um undanþágu til þess að kenna í grunnskólum án tilskilinna leyfa teknar til afgreiðslu nefndarinnar. Þá er meðalaldur starfandi kennara hár og útlit fyrir að margir reynslumiklir kennarar muni brátt hverfa frá kennslu vegna aldurs. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir róttækra aðgerða þörf til að auka aðsókn í kennaranám og bæta starfsumhverfi kennara. Ráðherrann ætlar að breyta námsfyrirkomulaginu þannig að starfsnám kennara á fimmta ári verði launað og búa þannig um hnútana að Lánasjóður íslenskra námsmanna greiði sértæka styrki til kennaranema. „Hugmyndin er að það verði fjárhagslegur hvati úr Lánasjóðnum í afmarkaðan tíma til þess að auka aðsóknina í námið.“ Aðspurð segir hún aðgerðina ekki endilega þurfa að fela í sér mismunun gagnvart nemendum í öðrum greinum. Norðmenn hafi svipað fyrirkomulag um kennaranámið sem hafi mælst vel fyrir. Lilja stefnir á að lagafrumvarp um efnið verði klárt næsta haust. Þá vinni aðgerðahópur sem Lilja skipaði á dögunum að því að bæta starfsumhverfið, almennt. „Það er alveg ljóst að þróunin undanfarin ár er ískyggileg. Aðsókn í kennaranám hefur verið að minnka og þótt við höfum séð vísbendingar um smávægilega aukningu í námið á vorönn í fyrra þá er ljóst að fjöldi brautskráðra kennara er ekki nægur til þess að mæta nýliðun á öllum skólastigum. Auk þess er brottfall úr náminu mikið og námsframvinda kennaranema hæg. Við erum að horfa fram á kennaraskort og það er grafalvarlegt mál,“ segir Lilja. Nýlegar tölur Hagstofunnar um hækkandi hlutfall leiðbeinenda í grunnskólum eru vísbending um að kennaraskortur sé þegar farinn að segja til sín. Samkvæmt ársskýrslu undanþágunefndar grunnskóla skólaárið 2017 til 2018 voru 434 umsóknir um undanþágu til þess að kenna í grunnskólum án tilskilinna leyfa teknar til afgreiðslu nefndarinnar. Þá er meðalaldur starfandi kennara hár og útlit fyrir að margir reynslumiklir kennarar muni brátt hverfa frá kennslu vegna aldurs.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira