Stunduðu líkamsrækt í 40 stiga hita í neyðarrými Vaðlaheiðarganga Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. janúar 2019 19:00 Vaðlaheiðargöng voru formlega vígð í dag. Lokað var fyrir umferð bíla um göngin á meðan gangandi vegfarendur, hjólreiðamenn og þeim sem stunda líkamsrækt var gert hátt undir höfði. Dagurinn var tekinn snemma og hófst með tímatöku í hjólreiðum, áður en að hjólaskíðamenn og skokkarar tóku við. Á annað hundrað hlaupara mættu í göngin og hlupu í gegn. „Þetta var bara virkilega skemmtilegt og skemmtilegt að finna þennan gríðarlega hitamun sem var eins og sést þá er komin strax móða á gleraugun. Það var mjög heitt um miðbikið en svo kólnaði þetta mjög segir Sonja Sif. Sem íbúi á svæðinu fagnar Sonja göngunum ákaft. „Ég er mjög feginn að þurfa ekki að fara Víkurskarðið í brjáluðu veðri. Ég held að þetta verði mikil lyftistöng fyrir svæðið, hvort sem er á Norðurlandi eða Austurlandi.Sonja var kamkapát með hlaupið í gegnum göngin.Vísir/Tryggvi PállMeiri jarðgangastemmning en venjulega Og það var fleira á döfinni. Hátt í 30 konur stunduðu líkamsrækt af miklum móð í einu af neyðarrými ganganna. Um 40 stiga hiti var í rýminu og var vel tekið á því. Ekki er þó svo mikill munur á neyðarrýminu og hefðbundnum æfingarsal að sögn þjálfaranna. „Við erum í steinhelli en við erum reyndar að vanar að æfa í svona hita alla daga vikunnar í World Class þannig að hitinn var, hann var aðeins hærri, loftslagið kannski aðeins annað en basicly það sem er í kringum okkur,“ segir Auðbjörg María Kristinsdóttir sem stýrði æfingunni. Það eru hrjúfari gólf, hrjúfari veggir, hærra til lofts og meiri svona jarðgangastemming,“ sagði Kristín Hanna Bjarnadóttir sem aðstoðu Auðbjörgu.Kristján L. Möller, fyrrverandi Alþingismaður, Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra og Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis voru afar ánægðir með að fá að aðstoða við vígsluathöfnina.Vísir/Tryggvi PállHin hefðbundna vígsla fór svo fram síðdegis þegar Hólmfríður Ásgeirsdóttir og Friðrik Glúmsson, íbúar í sveitarfélögunum beggja vegna við Vaðlaheiði klipptu á borðann. Þar með voru hin rúmlega sjö kílómetra göng formlega vígð. Það voru svo félagsmenn í fornbíladeild Bílaklúbbs Akureyrar sem fóru fyrstu ferðina í gegnum göngin eftir vígsluna. Samgöngur Vaðlaheiðargöng Tengdar fréttir Opnað fyrir umferð í Vaðlaheiðargöngum Vaðlaheiðargöng eru nú opin. 21. desember 2018 18:46 Byrjað að rukka í Vaðlaheiðargöng: „Þetta er nútíminn“ Formleg gjaldtaka í Vaðlaheiðargöng hófst á miðnætti. Búið er að selja 55 þúsund ferðir í gegnum göngin frá því að sala á áskriftum og ferðum hófst. 2. janúar 2019 21:00 Óvenjuleg sjón í Vaðlaheiðargöngum Formleg vígsla Vaðlaheiðarganga fer fram í dag og er meðal annars keppt í hjólreiðum. 12. janúar 2019 10:34 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Sjá meira
Vaðlaheiðargöng voru formlega vígð í dag. Lokað var fyrir umferð bíla um göngin á meðan gangandi vegfarendur, hjólreiðamenn og þeim sem stunda líkamsrækt var gert hátt undir höfði. Dagurinn var tekinn snemma og hófst með tímatöku í hjólreiðum, áður en að hjólaskíðamenn og skokkarar tóku við. Á annað hundrað hlaupara mættu í göngin og hlupu í gegn. „Þetta var bara virkilega skemmtilegt og skemmtilegt að finna þennan gríðarlega hitamun sem var eins og sést þá er komin strax móða á gleraugun. Það var mjög heitt um miðbikið en svo kólnaði þetta mjög segir Sonja Sif. Sem íbúi á svæðinu fagnar Sonja göngunum ákaft. „Ég er mjög feginn að þurfa ekki að fara Víkurskarðið í brjáluðu veðri. Ég held að þetta verði mikil lyftistöng fyrir svæðið, hvort sem er á Norðurlandi eða Austurlandi.Sonja var kamkapát með hlaupið í gegnum göngin.Vísir/Tryggvi PállMeiri jarðgangastemmning en venjulega Og það var fleira á döfinni. Hátt í 30 konur stunduðu líkamsrækt af miklum móð í einu af neyðarrými ganganna. Um 40 stiga hiti var í rýminu og var vel tekið á því. Ekki er þó svo mikill munur á neyðarrýminu og hefðbundnum æfingarsal að sögn þjálfaranna. „Við erum í steinhelli en við erum reyndar að vanar að æfa í svona hita alla daga vikunnar í World Class þannig að hitinn var, hann var aðeins hærri, loftslagið kannski aðeins annað en basicly það sem er í kringum okkur,“ segir Auðbjörg María Kristinsdóttir sem stýrði æfingunni. Það eru hrjúfari gólf, hrjúfari veggir, hærra til lofts og meiri svona jarðgangastemming,“ sagði Kristín Hanna Bjarnadóttir sem aðstoðu Auðbjörgu.Kristján L. Möller, fyrrverandi Alþingismaður, Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra og Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis voru afar ánægðir með að fá að aðstoða við vígsluathöfnina.Vísir/Tryggvi PállHin hefðbundna vígsla fór svo fram síðdegis þegar Hólmfríður Ásgeirsdóttir og Friðrik Glúmsson, íbúar í sveitarfélögunum beggja vegna við Vaðlaheiði klipptu á borðann. Þar með voru hin rúmlega sjö kílómetra göng formlega vígð. Það voru svo félagsmenn í fornbíladeild Bílaklúbbs Akureyrar sem fóru fyrstu ferðina í gegnum göngin eftir vígsluna.
Samgöngur Vaðlaheiðargöng Tengdar fréttir Opnað fyrir umferð í Vaðlaheiðargöngum Vaðlaheiðargöng eru nú opin. 21. desember 2018 18:46 Byrjað að rukka í Vaðlaheiðargöng: „Þetta er nútíminn“ Formleg gjaldtaka í Vaðlaheiðargöng hófst á miðnætti. Búið er að selja 55 þúsund ferðir í gegnum göngin frá því að sala á áskriftum og ferðum hófst. 2. janúar 2019 21:00 Óvenjuleg sjón í Vaðlaheiðargöngum Formleg vígsla Vaðlaheiðarganga fer fram í dag og er meðal annars keppt í hjólreiðum. 12. janúar 2019 10:34 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Sjá meira
Byrjað að rukka í Vaðlaheiðargöng: „Þetta er nútíminn“ Formleg gjaldtaka í Vaðlaheiðargöng hófst á miðnætti. Búið er að selja 55 þúsund ferðir í gegnum göngin frá því að sala á áskriftum og ferðum hófst. 2. janúar 2019 21:00
Óvenjuleg sjón í Vaðlaheiðargöngum Formleg vígsla Vaðlaheiðarganga fer fram í dag og er meðal annars keppt í hjólreiðum. 12. janúar 2019 10:34