Stunduðu líkamsrækt í 40 stiga hita í neyðarrými Vaðlaheiðarganga Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. janúar 2019 19:00 Vaðlaheiðargöng voru formlega vígð í dag. Lokað var fyrir umferð bíla um göngin á meðan gangandi vegfarendur, hjólreiðamenn og þeim sem stunda líkamsrækt var gert hátt undir höfði. Dagurinn var tekinn snemma og hófst með tímatöku í hjólreiðum, áður en að hjólaskíðamenn og skokkarar tóku við. Á annað hundrað hlaupara mættu í göngin og hlupu í gegn. „Þetta var bara virkilega skemmtilegt og skemmtilegt að finna þennan gríðarlega hitamun sem var eins og sést þá er komin strax móða á gleraugun. Það var mjög heitt um miðbikið en svo kólnaði þetta mjög segir Sonja Sif. Sem íbúi á svæðinu fagnar Sonja göngunum ákaft. „Ég er mjög feginn að þurfa ekki að fara Víkurskarðið í brjáluðu veðri. Ég held að þetta verði mikil lyftistöng fyrir svæðið, hvort sem er á Norðurlandi eða Austurlandi.Sonja var kamkapát með hlaupið í gegnum göngin.Vísir/Tryggvi PállMeiri jarðgangastemmning en venjulega Og það var fleira á döfinni. Hátt í 30 konur stunduðu líkamsrækt af miklum móð í einu af neyðarrými ganganna. Um 40 stiga hiti var í rýminu og var vel tekið á því. Ekki er þó svo mikill munur á neyðarrýminu og hefðbundnum æfingarsal að sögn þjálfaranna. „Við erum í steinhelli en við erum reyndar að vanar að æfa í svona hita alla daga vikunnar í World Class þannig að hitinn var, hann var aðeins hærri, loftslagið kannski aðeins annað en basicly það sem er í kringum okkur,“ segir Auðbjörg María Kristinsdóttir sem stýrði æfingunni. Það eru hrjúfari gólf, hrjúfari veggir, hærra til lofts og meiri svona jarðgangastemming,“ sagði Kristín Hanna Bjarnadóttir sem aðstoðu Auðbjörgu.Kristján L. Möller, fyrrverandi Alþingismaður, Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra og Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis voru afar ánægðir með að fá að aðstoða við vígsluathöfnina.Vísir/Tryggvi PállHin hefðbundna vígsla fór svo fram síðdegis þegar Hólmfríður Ásgeirsdóttir og Friðrik Glúmsson, íbúar í sveitarfélögunum beggja vegna við Vaðlaheiði klipptu á borðann. Þar með voru hin rúmlega sjö kílómetra göng formlega vígð. Það voru svo félagsmenn í fornbíladeild Bílaklúbbs Akureyrar sem fóru fyrstu ferðina í gegnum göngin eftir vígsluna. Samgöngur Vaðlaheiðargöng Tengdar fréttir Opnað fyrir umferð í Vaðlaheiðargöngum Vaðlaheiðargöng eru nú opin. 21. desember 2018 18:46 Byrjað að rukka í Vaðlaheiðargöng: „Þetta er nútíminn“ Formleg gjaldtaka í Vaðlaheiðargöng hófst á miðnætti. Búið er að selja 55 þúsund ferðir í gegnum göngin frá því að sala á áskriftum og ferðum hófst. 2. janúar 2019 21:00 Óvenjuleg sjón í Vaðlaheiðargöngum Formleg vígsla Vaðlaheiðarganga fer fram í dag og er meðal annars keppt í hjólreiðum. 12. janúar 2019 10:34 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Sjá meira
Vaðlaheiðargöng voru formlega vígð í dag. Lokað var fyrir umferð bíla um göngin á meðan gangandi vegfarendur, hjólreiðamenn og þeim sem stunda líkamsrækt var gert hátt undir höfði. Dagurinn var tekinn snemma og hófst með tímatöku í hjólreiðum, áður en að hjólaskíðamenn og skokkarar tóku við. Á annað hundrað hlaupara mættu í göngin og hlupu í gegn. „Þetta var bara virkilega skemmtilegt og skemmtilegt að finna þennan gríðarlega hitamun sem var eins og sést þá er komin strax móða á gleraugun. Það var mjög heitt um miðbikið en svo kólnaði þetta mjög segir Sonja Sif. Sem íbúi á svæðinu fagnar Sonja göngunum ákaft. „Ég er mjög feginn að þurfa ekki að fara Víkurskarðið í brjáluðu veðri. Ég held að þetta verði mikil lyftistöng fyrir svæðið, hvort sem er á Norðurlandi eða Austurlandi.Sonja var kamkapát með hlaupið í gegnum göngin.Vísir/Tryggvi PállMeiri jarðgangastemmning en venjulega Og það var fleira á döfinni. Hátt í 30 konur stunduðu líkamsrækt af miklum móð í einu af neyðarrými ganganna. Um 40 stiga hiti var í rýminu og var vel tekið á því. Ekki er þó svo mikill munur á neyðarrýminu og hefðbundnum æfingarsal að sögn þjálfaranna. „Við erum í steinhelli en við erum reyndar að vanar að æfa í svona hita alla daga vikunnar í World Class þannig að hitinn var, hann var aðeins hærri, loftslagið kannski aðeins annað en basicly það sem er í kringum okkur,“ segir Auðbjörg María Kristinsdóttir sem stýrði æfingunni. Það eru hrjúfari gólf, hrjúfari veggir, hærra til lofts og meiri svona jarðgangastemming,“ sagði Kristín Hanna Bjarnadóttir sem aðstoðu Auðbjörgu.Kristján L. Möller, fyrrverandi Alþingismaður, Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra og Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis voru afar ánægðir með að fá að aðstoða við vígsluathöfnina.Vísir/Tryggvi PállHin hefðbundna vígsla fór svo fram síðdegis þegar Hólmfríður Ásgeirsdóttir og Friðrik Glúmsson, íbúar í sveitarfélögunum beggja vegna við Vaðlaheiði klipptu á borðann. Þar með voru hin rúmlega sjö kílómetra göng formlega vígð. Það voru svo félagsmenn í fornbíladeild Bílaklúbbs Akureyrar sem fóru fyrstu ferðina í gegnum göngin eftir vígsluna.
Samgöngur Vaðlaheiðargöng Tengdar fréttir Opnað fyrir umferð í Vaðlaheiðargöngum Vaðlaheiðargöng eru nú opin. 21. desember 2018 18:46 Byrjað að rukka í Vaðlaheiðargöng: „Þetta er nútíminn“ Formleg gjaldtaka í Vaðlaheiðargöng hófst á miðnætti. Búið er að selja 55 þúsund ferðir í gegnum göngin frá því að sala á áskriftum og ferðum hófst. 2. janúar 2019 21:00 Óvenjuleg sjón í Vaðlaheiðargöngum Formleg vígsla Vaðlaheiðarganga fer fram í dag og er meðal annars keppt í hjólreiðum. 12. janúar 2019 10:34 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Sjá meira
Byrjað að rukka í Vaðlaheiðargöng: „Þetta er nútíminn“ Formleg gjaldtaka í Vaðlaheiðargöng hófst á miðnætti. Búið er að selja 55 þúsund ferðir í gegnum göngin frá því að sala á áskriftum og ferðum hófst. 2. janúar 2019 21:00
Óvenjuleg sjón í Vaðlaheiðargöngum Formleg vígsla Vaðlaheiðarganga fer fram í dag og er meðal annars keppt í hjólreiðum. 12. janúar 2019 10:34