Inga Sæland: „Þetta virkar á mig sem særindi og hefndargirni“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. janúar 2019 13:38 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins gefur ekki mikið fyrir ásakanir Karls Gauta, nú óháðs þingmanns. Vísir/Vilhelm Inga Sæland formaður Flokks fólksins gefur ekki mikið fyrir ásakanir Karls Gauta Hjaltasonar fyrrverandi flokksfélaga hennar um óeðlilega fjármálastjórn Flokks fólksins. Karl Gauti, nú óháður þingmaður, sakar Ingu Sæland um óeðlilega fjármálastjórn í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag undir yfirskriftinni „Erilsamt ár að baki“. Í samtali við fréttastofu segir Karl Gauti: „Það er auðvitað mjög óeðlilegt að stjórnmálaleiðtogi í flokki sem hefur yfir að ráða verulegum fjármunum úr almannasjóðum og er alls ráðandi þarna innanborðs sem prófkúruhafi, gjaldkeri og formaður sé að ráða þarna inn í flokkinn sína nánustu fjölskyldumeðlimi á launaskrá á skrifstofu flokksins“. Í samtali við mbl.is segir Inga að ásakanirnar lýsi Karli Gauta sjálfum best og hugsjónum hans gagnvart Flokki fólksins. „Þetta virkar á mig sem særindi og hefndargirni,“ segir Inga. Hún segist hafa hætt sem gjaldkeri flokksins fyrir mánuði síðan. Er varðar aðkomu fjölskyldu hennar að flokksstarfinu segir Inga að sonur sinn hafi unnið síðasta vor fyrir flokkinn í sjálfboðavinnu. Í dag sé hann þó orðinn fastráðinn starfsmaður. Hún tekur fram að það hafi ekki verið hún sjálf sem hafi ráðið hann til starfa heldur hafi kjördæmaráð og stjórn flokksins haft aðkomu að ráðingunni. Hún hafi ekki greitt atkvæði um málið. Alþingi Tengdar fréttir Sakar Flokk fólksins um óeðlilega fjármálastjórn Karl Gauti Hjaltason óháður þingmaður sakar Ingu Sæland formann Flokks fólksins um óeðlilega fjármálastjórn í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun undir yfirskriftinni "Erilsamt ár að baki“. 12. janúar 2019 09:23 Segir Ólaf og Karl Gauta hafa átt frumkvæðið að fundinum á Klaustri Tilefni fundarins hafi verið áhugi tvímenninganna á að ganga til liðs við Miðflokkinn. 7. desember 2018 18:45 Karl Gauti sakar Ingu Sæland um stjórnunarhætti sem tíðkist ekki Þingmaður sem var rekinn úr Flokki fólksins sakar formann flokksins um óeðlilega fjármálastjórn og að hafa ráðið náinn fjölskyldumeðlim á skrifstofu flokksins. Slík viðgangist ekki í félagastarfi. 12. janúar 2019 12:11 Karl Gauti: Inga sjálf haft á orði að hún hafi grenjað sig á þing Ólafur og Karl Gauti segjast hafa setið of lengi að sumbli en í sjálfir ekki sagt neitt sem ámælisvert má heita. 3. desember 2018 13:50 Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Fleiri fréttir „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Sjá meira
Inga Sæland formaður Flokks fólksins gefur ekki mikið fyrir ásakanir Karls Gauta Hjaltasonar fyrrverandi flokksfélaga hennar um óeðlilega fjármálastjórn Flokks fólksins. Karl Gauti, nú óháður þingmaður, sakar Ingu Sæland um óeðlilega fjármálastjórn í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag undir yfirskriftinni „Erilsamt ár að baki“. Í samtali við fréttastofu segir Karl Gauti: „Það er auðvitað mjög óeðlilegt að stjórnmálaleiðtogi í flokki sem hefur yfir að ráða verulegum fjármunum úr almannasjóðum og er alls ráðandi þarna innanborðs sem prófkúruhafi, gjaldkeri og formaður sé að ráða þarna inn í flokkinn sína nánustu fjölskyldumeðlimi á launaskrá á skrifstofu flokksins“. Í samtali við mbl.is segir Inga að ásakanirnar lýsi Karli Gauta sjálfum best og hugsjónum hans gagnvart Flokki fólksins. „Þetta virkar á mig sem særindi og hefndargirni,“ segir Inga. Hún segist hafa hætt sem gjaldkeri flokksins fyrir mánuði síðan. Er varðar aðkomu fjölskyldu hennar að flokksstarfinu segir Inga að sonur sinn hafi unnið síðasta vor fyrir flokkinn í sjálfboðavinnu. Í dag sé hann þó orðinn fastráðinn starfsmaður. Hún tekur fram að það hafi ekki verið hún sjálf sem hafi ráðið hann til starfa heldur hafi kjördæmaráð og stjórn flokksins haft aðkomu að ráðingunni. Hún hafi ekki greitt atkvæði um málið.
Alþingi Tengdar fréttir Sakar Flokk fólksins um óeðlilega fjármálastjórn Karl Gauti Hjaltason óháður þingmaður sakar Ingu Sæland formann Flokks fólksins um óeðlilega fjármálastjórn í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun undir yfirskriftinni "Erilsamt ár að baki“. 12. janúar 2019 09:23 Segir Ólaf og Karl Gauta hafa átt frumkvæðið að fundinum á Klaustri Tilefni fundarins hafi verið áhugi tvímenninganna á að ganga til liðs við Miðflokkinn. 7. desember 2018 18:45 Karl Gauti sakar Ingu Sæland um stjórnunarhætti sem tíðkist ekki Þingmaður sem var rekinn úr Flokki fólksins sakar formann flokksins um óeðlilega fjármálastjórn og að hafa ráðið náinn fjölskyldumeðlim á skrifstofu flokksins. Slík viðgangist ekki í félagastarfi. 12. janúar 2019 12:11 Karl Gauti: Inga sjálf haft á orði að hún hafi grenjað sig á þing Ólafur og Karl Gauti segjast hafa setið of lengi að sumbli en í sjálfir ekki sagt neitt sem ámælisvert má heita. 3. desember 2018 13:50 Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Fleiri fréttir „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Sjá meira
Sakar Flokk fólksins um óeðlilega fjármálastjórn Karl Gauti Hjaltason óháður þingmaður sakar Ingu Sæland formann Flokks fólksins um óeðlilega fjármálastjórn í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun undir yfirskriftinni "Erilsamt ár að baki“. 12. janúar 2019 09:23
Segir Ólaf og Karl Gauta hafa átt frumkvæðið að fundinum á Klaustri Tilefni fundarins hafi verið áhugi tvímenninganna á að ganga til liðs við Miðflokkinn. 7. desember 2018 18:45
Karl Gauti sakar Ingu Sæland um stjórnunarhætti sem tíðkist ekki Þingmaður sem var rekinn úr Flokki fólksins sakar formann flokksins um óeðlilega fjármálastjórn og að hafa ráðið náinn fjölskyldumeðlim á skrifstofu flokksins. Slík viðgangist ekki í félagastarfi. 12. janúar 2019 12:11
Karl Gauti: Inga sjálf haft á orði að hún hafi grenjað sig á þing Ólafur og Karl Gauti segjast hafa setið of lengi að sumbli en í sjálfir ekki sagt neitt sem ámælisvert má heita. 3. desember 2018 13:50