Inga Sæland: „Þetta virkar á mig sem særindi og hefndargirni“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. janúar 2019 13:38 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins gefur ekki mikið fyrir ásakanir Karls Gauta, nú óháðs þingmanns. Vísir/Vilhelm Inga Sæland formaður Flokks fólksins gefur ekki mikið fyrir ásakanir Karls Gauta Hjaltasonar fyrrverandi flokksfélaga hennar um óeðlilega fjármálastjórn Flokks fólksins. Karl Gauti, nú óháður þingmaður, sakar Ingu Sæland um óeðlilega fjármálastjórn í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag undir yfirskriftinni „Erilsamt ár að baki“. Í samtali við fréttastofu segir Karl Gauti: „Það er auðvitað mjög óeðlilegt að stjórnmálaleiðtogi í flokki sem hefur yfir að ráða verulegum fjármunum úr almannasjóðum og er alls ráðandi þarna innanborðs sem prófkúruhafi, gjaldkeri og formaður sé að ráða þarna inn í flokkinn sína nánustu fjölskyldumeðlimi á launaskrá á skrifstofu flokksins“. Í samtali við mbl.is segir Inga að ásakanirnar lýsi Karli Gauta sjálfum best og hugsjónum hans gagnvart Flokki fólksins. „Þetta virkar á mig sem særindi og hefndargirni,“ segir Inga. Hún segist hafa hætt sem gjaldkeri flokksins fyrir mánuði síðan. Er varðar aðkomu fjölskyldu hennar að flokksstarfinu segir Inga að sonur sinn hafi unnið síðasta vor fyrir flokkinn í sjálfboðavinnu. Í dag sé hann þó orðinn fastráðinn starfsmaður. Hún tekur fram að það hafi ekki verið hún sjálf sem hafi ráðið hann til starfa heldur hafi kjördæmaráð og stjórn flokksins haft aðkomu að ráðingunni. Hún hafi ekki greitt atkvæði um málið. Alþingi Tengdar fréttir Sakar Flokk fólksins um óeðlilega fjármálastjórn Karl Gauti Hjaltason óháður þingmaður sakar Ingu Sæland formann Flokks fólksins um óeðlilega fjármálastjórn í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun undir yfirskriftinni "Erilsamt ár að baki“. 12. janúar 2019 09:23 Segir Ólaf og Karl Gauta hafa átt frumkvæðið að fundinum á Klaustri Tilefni fundarins hafi verið áhugi tvímenninganna á að ganga til liðs við Miðflokkinn. 7. desember 2018 18:45 Karl Gauti sakar Ingu Sæland um stjórnunarhætti sem tíðkist ekki Þingmaður sem var rekinn úr Flokki fólksins sakar formann flokksins um óeðlilega fjármálastjórn og að hafa ráðið náinn fjölskyldumeðlim á skrifstofu flokksins. Slík viðgangist ekki í félagastarfi. 12. janúar 2019 12:11 Karl Gauti: Inga sjálf haft á orði að hún hafi grenjað sig á þing Ólafur og Karl Gauti segjast hafa setið of lengi að sumbli en í sjálfir ekki sagt neitt sem ámælisvert má heita. 3. desember 2018 13:50 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Sjá meira
Inga Sæland formaður Flokks fólksins gefur ekki mikið fyrir ásakanir Karls Gauta Hjaltasonar fyrrverandi flokksfélaga hennar um óeðlilega fjármálastjórn Flokks fólksins. Karl Gauti, nú óháður þingmaður, sakar Ingu Sæland um óeðlilega fjármálastjórn í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag undir yfirskriftinni „Erilsamt ár að baki“. Í samtali við fréttastofu segir Karl Gauti: „Það er auðvitað mjög óeðlilegt að stjórnmálaleiðtogi í flokki sem hefur yfir að ráða verulegum fjármunum úr almannasjóðum og er alls ráðandi þarna innanborðs sem prófkúruhafi, gjaldkeri og formaður sé að ráða þarna inn í flokkinn sína nánustu fjölskyldumeðlimi á launaskrá á skrifstofu flokksins“. Í samtali við mbl.is segir Inga að ásakanirnar lýsi Karli Gauta sjálfum best og hugsjónum hans gagnvart Flokki fólksins. „Þetta virkar á mig sem særindi og hefndargirni,“ segir Inga. Hún segist hafa hætt sem gjaldkeri flokksins fyrir mánuði síðan. Er varðar aðkomu fjölskyldu hennar að flokksstarfinu segir Inga að sonur sinn hafi unnið síðasta vor fyrir flokkinn í sjálfboðavinnu. Í dag sé hann þó orðinn fastráðinn starfsmaður. Hún tekur fram að það hafi ekki verið hún sjálf sem hafi ráðið hann til starfa heldur hafi kjördæmaráð og stjórn flokksins haft aðkomu að ráðingunni. Hún hafi ekki greitt atkvæði um málið.
Alþingi Tengdar fréttir Sakar Flokk fólksins um óeðlilega fjármálastjórn Karl Gauti Hjaltason óháður þingmaður sakar Ingu Sæland formann Flokks fólksins um óeðlilega fjármálastjórn í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun undir yfirskriftinni "Erilsamt ár að baki“. 12. janúar 2019 09:23 Segir Ólaf og Karl Gauta hafa átt frumkvæðið að fundinum á Klaustri Tilefni fundarins hafi verið áhugi tvímenninganna á að ganga til liðs við Miðflokkinn. 7. desember 2018 18:45 Karl Gauti sakar Ingu Sæland um stjórnunarhætti sem tíðkist ekki Þingmaður sem var rekinn úr Flokki fólksins sakar formann flokksins um óeðlilega fjármálastjórn og að hafa ráðið náinn fjölskyldumeðlim á skrifstofu flokksins. Slík viðgangist ekki í félagastarfi. 12. janúar 2019 12:11 Karl Gauti: Inga sjálf haft á orði að hún hafi grenjað sig á þing Ólafur og Karl Gauti segjast hafa setið of lengi að sumbli en í sjálfir ekki sagt neitt sem ámælisvert má heita. 3. desember 2018 13:50 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Sjá meira
Sakar Flokk fólksins um óeðlilega fjármálastjórn Karl Gauti Hjaltason óháður þingmaður sakar Ingu Sæland formann Flokks fólksins um óeðlilega fjármálastjórn í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun undir yfirskriftinni "Erilsamt ár að baki“. 12. janúar 2019 09:23
Segir Ólaf og Karl Gauta hafa átt frumkvæðið að fundinum á Klaustri Tilefni fundarins hafi verið áhugi tvímenninganna á að ganga til liðs við Miðflokkinn. 7. desember 2018 18:45
Karl Gauti sakar Ingu Sæland um stjórnunarhætti sem tíðkist ekki Þingmaður sem var rekinn úr Flokki fólksins sakar formann flokksins um óeðlilega fjármálastjórn og að hafa ráðið náinn fjölskyldumeðlim á skrifstofu flokksins. Slík viðgangist ekki í félagastarfi. 12. janúar 2019 12:11
Karl Gauti: Inga sjálf haft á orði að hún hafi grenjað sig á þing Ólafur og Karl Gauti segjast hafa setið of lengi að sumbli en í sjálfir ekki sagt neitt sem ámælisvert má heita. 3. desember 2018 13:50