Borgin bauð 18 þúsund manns á leiksýningar mikael@frettabladid.is skrifar 12. janúar 2019 08:15 Gjafakort í leikhús er vinsæl gjöf og hefur mælst vel fyrir. FBL/GVA Reykjavíkurborg greiddi 43,5 milljónir króna fyrir jólagjafir starfsfólks borgarinnar að þessu sinni en um var að ræða gjafakort fyrir tvo á sýningu að eigin vali í Borgarleikhúsinu. Trúnaði af gjöfinni og kostnaði var aflétt á síðasta borgarráðsfundi. 43,5 milljónir í heildarkostnað fyrir borgina verður að teljast nokkuð vel sloppið í ljósi þess að hjá borginni starfa ríflega 9 þúsund manns og leikhúsmiðar fjarri því ódýrir. Þar sem gjöfin er fyrir tvo jafngildir hún því að borgin hafi boðið átján þúsund manns í leikhús á næsta ári og greitt um 2.400 krónur fyrir miðann. Algengt miðaverð á sýningar í Borgarleikhúsinu fyrir almenning er á bilinu 6.500-7.500 krónur. Reykjavíkurborg er sem kunnugt er eigandi Borgarleikhússins sjálfs en Leikfélag Reykjavíkur er sjálfseignarstofnun. Í gildi er rekstrarsamningur borgar og leikfélagsins sem framlengdur var til þriggja ára í september síðastliðnum. Þar er kveðið á um að borgin styrki leikhúsið um rúman milljarð á ári til ársins 2021. Þar að auki hefur undanfarin ár komið til þess að borgin hafi þurft að leggja leikhúsinu til viðbótarfjármagn til að styrkja reksturinn, árið 2017 nam það framlag 21 milljón. Jólagjöfin er því ágæt búbót fyrir rekstur Borgarleikhússins. Til að setja miðafjöldann sem jólagjöf borgarinnar felur í sér í samhengi þá fengust þær upplýsingar hjá Borgarleikhúsinu að Elly hafi verið aðsóknarmesta sýningin leikárið 2017-2018 með 45.300 gesti. Þá duga 18 þúsund gestir til að fylla stóra sal leikhússins ríflega 32 sinnum. Í greinargerð borgarstjóra vegna málsins segir að sambærileg leikhúsmiðagjöf árið 2017 hafi vakið mikla ánægju starfsfólks og að borgin vilji sýna starfsfólki sínu þakklæti í verki. Slíkt sé mikilvægt á tímum þegar skortur er á starfsfólki í ýmis störf og hörð samkeppni um hæft starfsfólk. Athygli vekur að Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, vék af fundi borgarráðs við afgreiðslu málsins en hann situr í leikhúsráði Þjóðleikhússins og hefur því metið sig vanhæfan. Hinir borgarráðsfulltrúar flokksins, Hildur Björnsdóttir og Marta Guðjónsdóttir, sátu hjá við afgreiðslu málsins en lögðu fram bókun. Sögðu þær að þó sjálfsagt og eðlilegt væri að gefa starfsfólki borgarinnar jólagjafir hefði verið eðlilegt að leita tilboða. „Þar sem fleiri en einn aðili geta veitt þessa þjónustu. Reynslan sýnir að með því móti fæst meira fyrir peningana,“ segir í bókuninni. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Jól Jólagjafir fyrirtækja Leikhús Tengdar fréttir Jólagjafir fyrirtækjanna: Bose hátalarar, gjafakort og 200 þúsund króna jólabónus Sum fyrirtæki borguðu starfsmönnum sínum jólabónus og önnur gáfu matarkörfur en ljóst er að gjafirnar voru afar fjölbreyttar. 25. desember 2018 15:12 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira
Reykjavíkurborg greiddi 43,5 milljónir króna fyrir jólagjafir starfsfólks borgarinnar að þessu sinni en um var að ræða gjafakort fyrir tvo á sýningu að eigin vali í Borgarleikhúsinu. Trúnaði af gjöfinni og kostnaði var aflétt á síðasta borgarráðsfundi. 43,5 milljónir í heildarkostnað fyrir borgina verður að teljast nokkuð vel sloppið í ljósi þess að hjá borginni starfa ríflega 9 þúsund manns og leikhúsmiðar fjarri því ódýrir. Þar sem gjöfin er fyrir tvo jafngildir hún því að borgin hafi boðið átján þúsund manns í leikhús á næsta ári og greitt um 2.400 krónur fyrir miðann. Algengt miðaverð á sýningar í Borgarleikhúsinu fyrir almenning er á bilinu 6.500-7.500 krónur. Reykjavíkurborg er sem kunnugt er eigandi Borgarleikhússins sjálfs en Leikfélag Reykjavíkur er sjálfseignarstofnun. Í gildi er rekstrarsamningur borgar og leikfélagsins sem framlengdur var til þriggja ára í september síðastliðnum. Þar er kveðið á um að borgin styrki leikhúsið um rúman milljarð á ári til ársins 2021. Þar að auki hefur undanfarin ár komið til þess að borgin hafi þurft að leggja leikhúsinu til viðbótarfjármagn til að styrkja reksturinn, árið 2017 nam það framlag 21 milljón. Jólagjöfin er því ágæt búbót fyrir rekstur Borgarleikhússins. Til að setja miðafjöldann sem jólagjöf borgarinnar felur í sér í samhengi þá fengust þær upplýsingar hjá Borgarleikhúsinu að Elly hafi verið aðsóknarmesta sýningin leikárið 2017-2018 með 45.300 gesti. Þá duga 18 þúsund gestir til að fylla stóra sal leikhússins ríflega 32 sinnum. Í greinargerð borgarstjóra vegna málsins segir að sambærileg leikhúsmiðagjöf árið 2017 hafi vakið mikla ánægju starfsfólks og að borgin vilji sýna starfsfólki sínu þakklæti í verki. Slíkt sé mikilvægt á tímum þegar skortur er á starfsfólki í ýmis störf og hörð samkeppni um hæft starfsfólk. Athygli vekur að Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, vék af fundi borgarráðs við afgreiðslu málsins en hann situr í leikhúsráði Þjóðleikhússins og hefur því metið sig vanhæfan. Hinir borgarráðsfulltrúar flokksins, Hildur Björnsdóttir og Marta Guðjónsdóttir, sátu hjá við afgreiðslu málsins en lögðu fram bókun. Sögðu þær að þó sjálfsagt og eðlilegt væri að gefa starfsfólki borgarinnar jólagjafir hefði verið eðlilegt að leita tilboða. „Þar sem fleiri en einn aðili geta veitt þessa þjónustu. Reynslan sýnir að með því móti fæst meira fyrir peningana,“ segir í bókuninni.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Jól Jólagjafir fyrirtækja Leikhús Tengdar fréttir Jólagjafir fyrirtækjanna: Bose hátalarar, gjafakort og 200 þúsund króna jólabónus Sum fyrirtæki borguðu starfsmönnum sínum jólabónus og önnur gáfu matarkörfur en ljóst er að gjafirnar voru afar fjölbreyttar. 25. desember 2018 15:12 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira
Jólagjafir fyrirtækjanna: Bose hátalarar, gjafakort og 200 þúsund króna jólabónus Sum fyrirtæki borguðu starfsmönnum sínum jólabónus og önnur gáfu matarkörfur en ljóst er að gjafirnar voru afar fjölbreyttar. 25. desember 2018 15:12