Endalaust raus Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 12. janúar 2019 10:30 Samfélagsumræðan væri frjórri ef sum nettröllin og einstaka stjórnmálamenn temdu sér meiri auðmýkt og segðu oftar: Ég bara veit það ekki. Fólk sem dag hvern tjáir einarða afstöðu og þykist hafa allt á hreinu, er sjaldan trúverðugt. Enda fellur það æ ofan í æ á prófinu ef rýnt er í málflutninginn. Karl Th. Birgisson, blaðamaður og rithöfundur, fjallaði nýlega um einstaklinga sem fylla þennan flokk. Hann segir á Facebook: „Kominn heim að loknum löngum degi og skrolla yfir facebook. Að vanda skammta Gunnar Smári og Hannes Hólmsteinn okkur hæfilegt skrum og staðreyndavillur, annar æstari en hinn, sem hefur áratugalanga þjálfun í orðskrúði á kostnað skattgreiðenda. Svartsýni púkinn á hægri öxlinni segir: „Svaraðu þeim með meitlaðri grein.“ Jákvæði púkinn á vinstri öxlinni segir: „Þetta líður hjá. Eins og Trump. Og flensan.“ – Reynslan segir að hyggilegast sé að sofa á þessu, en Smári og Hannes eru samt eins og fjölónæmar bakteríur. Þeir hætta aldrei að valda okkur óumbeðinni vitsmunalegri kvefpest.” Oft tekst afkastamiklum oflátungum að eigna sér prýðisgóðan málstað, gerast sjálfskipuð brjóstvörn hans og vinna honum tjón frekar en gagn. Stundum eina hugsjón í dag og aðra á morgun. Ekki ber að lasta fólk fyrir að skipta um skoðun. En þá þarf að kannast við fyrri skoðanir. Ekki síst þegar sjálfsagðar gjörðir fyrra lífs verða ljótar misgjörðir eftir skoðanaskiptin. Furðu sætir að fjöldahreyfingar, sem lúta reglum lýðræðis og kjósa sér forystu, hirða lítið um að hrista af sér slíka talsmenn. Einstaklingar eru misvel í stakk búnir til að messa yfir fólki. Fortíðin skiptir máli. Ef marga snögga bletti er að finna á viðkomandi miðað við það sem hann boðar getur verið betra, málstaðarins vegna, að hafa hægt um sig. Frjálshyggjumaður sem gerir út á kerfið í skjóli ráðamanna, sem útdeila skattfé, er skotmark. Með líku lagi liggur stóryrtur sósíalistaforingi, sem altalað er að hafi stundum snuðað starfsfólk sitt í fyrra lífi – lífi atvinnurekandans, vel við höggi. Þeir eru á báti með þingmanninum sem ekur hring eftir hring á okkar kostnað án þess að takast að sannfæra nokkurn mann um lögmætt erindi bíltúrsins. Hann varð sjálfkrafa skotspónn sem drepur heilbrigðri stjórnmálaumræðu á dreif. Sexmenningarnir á barnum Klaustri eru sama marki brenndir. Þetta snýst um réttmætar tilfinningar fólks. Í nálægum löndum er virðing borin fyrir slíku. Fólk í trúnaðarstörfum dregur sig í hlé þegar það verður of umdeilt fyrir annað en málefnin sem tekist er á um. Sé starfsfriði ógnað af þeirra völdum finnur það á eigin skinni að það þjóni málstaðnum best að hverfa á braut í von um að endalaust rausið fjari út. Þau skynja að þau sjálf eru tilefnið. Með slíku raunsæi má endurvinna traust. Regla hópíþróttanna – enginn einstaklingur er stærri en liðið – er góð viðmiðun. Svo má leitast við að gera hreint fyrir sínum dyrum og stíga inn á völlinn á ný. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Sjá meira
Samfélagsumræðan væri frjórri ef sum nettröllin og einstaka stjórnmálamenn temdu sér meiri auðmýkt og segðu oftar: Ég bara veit það ekki. Fólk sem dag hvern tjáir einarða afstöðu og þykist hafa allt á hreinu, er sjaldan trúverðugt. Enda fellur það æ ofan í æ á prófinu ef rýnt er í málflutninginn. Karl Th. Birgisson, blaðamaður og rithöfundur, fjallaði nýlega um einstaklinga sem fylla þennan flokk. Hann segir á Facebook: „Kominn heim að loknum löngum degi og skrolla yfir facebook. Að vanda skammta Gunnar Smári og Hannes Hólmsteinn okkur hæfilegt skrum og staðreyndavillur, annar æstari en hinn, sem hefur áratugalanga þjálfun í orðskrúði á kostnað skattgreiðenda. Svartsýni púkinn á hægri öxlinni segir: „Svaraðu þeim með meitlaðri grein.“ Jákvæði púkinn á vinstri öxlinni segir: „Þetta líður hjá. Eins og Trump. Og flensan.“ – Reynslan segir að hyggilegast sé að sofa á þessu, en Smári og Hannes eru samt eins og fjölónæmar bakteríur. Þeir hætta aldrei að valda okkur óumbeðinni vitsmunalegri kvefpest.” Oft tekst afkastamiklum oflátungum að eigna sér prýðisgóðan málstað, gerast sjálfskipuð brjóstvörn hans og vinna honum tjón frekar en gagn. Stundum eina hugsjón í dag og aðra á morgun. Ekki ber að lasta fólk fyrir að skipta um skoðun. En þá þarf að kannast við fyrri skoðanir. Ekki síst þegar sjálfsagðar gjörðir fyrra lífs verða ljótar misgjörðir eftir skoðanaskiptin. Furðu sætir að fjöldahreyfingar, sem lúta reglum lýðræðis og kjósa sér forystu, hirða lítið um að hrista af sér slíka talsmenn. Einstaklingar eru misvel í stakk búnir til að messa yfir fólki. Fortíðin skiptir máli. Ef marga snögga bletti er að finna á viðkomandi miðað við það sem hann boðar getur verið betra, málstaðarins vegna, að hafa hægt um sig. Frjálshyggjumaður sem gerir út á kerfið í skjóli ráðamanna, sem útdeila skattfé, er skotmark. Með líku lagi liggur stóryrtur sósíalistaforingi, sem altalað er að hafi stundum snuðað starfsfólk sitt í fyrra lífi – lífi atvinnurekandans, vel við höggi. Þeir eru á báti með þingmanninum sem ekur hring eftir hring á okkar kostnað án þess að takast að sannfæra nokkurn mann um lögmætt erindi bíltúrsins. Hann varð sjálfkrafa skotspónn sem drepur heilbrigðri stjórnmálaumræðu á dreif. Sexmenningarnir á barnum Klaustri eru sama marki brenndir. Þetta snýst um réttmætar tilfinningar fólks. Í nálægum löndum er virðing borin fyrir slíku. Fólk í trúnaðarstörfum dregur sig í hlé þegar það verður of umdeilt fyrir annað en málefnin sem tekist er á um. Sé starfsfriði ógnað af þeirra völdum finnur það á eigin skinni að það þjóni málstaðnum best að hverfa á braut í von um að endalaust rausið fjari út. Þau skynja að þau sjálf eru tilefnið. Með slíku raunsæi má endurvinna traust. Regla hópíþróttanna – enginn einstaklingur er stærri en liðið – er góð viðmiðun. Svo má leitast við að gera hreint fyrir sínum dyrum og stíga inn á völlinn á ný.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun