Alfreð: Aron verður að skjóta mikið á markið Tómas Þór Þórðarson í München skrifar 11. janúar 2019 14:03 Alfreð Gíslason fer aftur heim eftir daginn í dag. vísir/sigurður már Alfreð Gíslason, þjálfari þýska stórliðsins Kiel og fyrrverandi landsliðsmaður og þjálfari, er mættur til München í Ólympíuhöllina til að fylgjast með Íslandi spila á móti Króatíu í dag. Alfreð stýrði landsliðinu sjálfur síðast þegar að mótið fór fram í Þýskalandi árið 2007 en hann fagnar því að vera í fríi alltaf í janúar og geta horft á smá handbolta. „Það er mjög fínt. Ég er bara með fjóra heima sem ég get þjálfað þannig að það er bara fínt að geta skroppið hingað niður eftir og horft á Ísland,“ segir Alfreð við Vísi. Kynslóðaskiptin eru komin hjá íslenska landsliðinu en hvernig líst Alfreð, sem hefur allt unnið í félagsliðabransanum, á þessa nýju kynslóð og verkefnið sem Guðmundur Guðmundsson félagi hans er að vinna í. „Fyrr eða seinna þarf að breyta til og yngja upp mannskapinn þó alltaf sé best að spila á því sterkasta sem við eigum,“ segir Alfreð. „Það virðist vera komið að því þessir ungu menn þurfa að spila og þeir eru í þessum hópi manna sem eru taldir sterkastir. Það var mikil blóðtaka að missa Gauja í meiðsli en Aron er reyndur. Það er gaman að sjá hann í fyrirliðastöðunni og axla mikla ábyrgð. Þessir yngri verða nú að sýna sig.“ Aron Pálmarsson á að fara í gamla hlutverkið sitt sem stórskytta og skjóta markið og skora mikið af mörkum en hann viðurkenndi í gær að það hefur reynst erfitt að fara aftur í það hlutverk. „Það er rökrétt að maður eins og Aron verður að skjóta mikið á markið í þessari uppstillingu sem að við eigum í dag,“ segir Alfreð. „Hann er heimsklassa leikmaður hvort sem að hann tekur skotin eða spilar fyrir hina. Hann er frábær leikstjórnandi en eins og staðan er í dag þurfum við á honum að halda hættulegum fyrir framan markið,“ segir Alfreð Gíslason.Klippa: Alfreð Gíslason - Þessir ungu verða að sýna sig HM 2019 í Frakklandi Tengdar fréttir Utan vallar: Dúkurinn spyr ekki um aldur Íslenska landsliðið er ungt en enginn spyr um aldur á meðan leikur er í gangi. 11. janúar 2019 12:00 Arnar Freyr hæstur og þyngstur hjá Íslandi en er langt frá stærsta Króatanum á vigtinni Ísland og Króatía eru með sömu meðalhæðina á opinberum leikmannalistum HM 2019. 11. janúar 2019 12:52 Guðmundur þarf að ýta á rauða hnappinn til að fá leikhlé Ekki þarf að leggja niður spjald lengur til að fá leikhlé. 11. janúar 2019 11:51 Elvar Örn: Setti mér markmið að komast núna á HM og það tókst Elvar Örn Jónsson ætlaði sér á HM og þangað er hann mættur. 11. janúar 2019 08:30 Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira
Alfreð Gíslason, þjálfari þýska stórliðsins Kiel og fyrrverandi landsliðsmaður og þjálfari, er mættur til München í Ólympíuhöllina til að fylgjast með Íslandi spila á móti Króatíu í dag. Alfreð stýrði landsliðinu sjálfur síðast þegar að mótið fór fram í Þýskalandi árið 2007 en hann fagnar því að vera í fríi alltaf í janúar og geta horft á smá handbolta. „Það er mjög fínt. Ég er bara með fjóra heima sem ég get þjálfað þannig að það er bara fínt að geta skroppið hingað niður eftir og horft á Ísland,“ segir Alfreð við Vísi. Kynslóðaskiptin eru komin hjá íslenska landsliðinu en hvernig líst Alfreð, sem hefur allt unnið í félagsliðabransanum, á þessa nýju kynslóð og verkefnið sem Guðmundur Guðmundsson félagi hans er að vinna í. „Fyrr eða seinna þarf að breyta til og yngja upp mannskapinn þó alltaf sé best að spila á því sterkasta sem við eigum,“ segir Alfreð. „Það virðist vera komið að því þessir ungu menn þurfa að spila og þeir eru í þessum hópi manna sem eru taldir sterkastir. Það var mikil blóðtaka að missa Gauja í meiðsli en Aron er reyndur. Það er gaman að sjá hann í fyrirliðastöðunni og axla mikla ábyrgð. Þessir yngri verða nú að sýna sig.“ Aron Pálmarsson á að fara í gamla hlutverkið sitt sem stórskytta og skjóta markið og skora mikið af mörkum en hann viðurkenndi í gær að það hefur reynst erfitt að fara aftur í það hlutverk. „Það er rökrétt að maður eins og Aron verður að skjóta mikið á markið í þessari uppstillingu sem að við eigum í dag,“ segir Alfreð. „Hann er heimsklassa leikmaður hvort sem að hann tekur skotin eða spilar fyrir hina. Hann er frábær leikstjórnandi en eins og staðan er í dag þurfum við á honum að halda hættulegum fyrir framan markið,“ segir Alfreð Gíslason.Klippa: Alfreð Gíslason - Þessir ungu verða að sýna sig
HM 2019 í Frakklandi Tengdar fréttir Utan vallar: Dúkurinn spyr ekki um aldur Íslenska landsliðið er ungt en enginn spyr um aldur á meðan leikur er í gangi. 11. janúar 2019 12:00 Arnar Freyr hæstur og þyngstur hjá Íslandi en er langt frá stærsta Króatanum á vigtinni Ísland og Króatía eru með sömu meðalhæðina á opinberum leikmannalistum HM 2019. 11. janúar 2019 12:52 Guðmundur þarf að ýta á rauða hnappinn til að fá leikhlé Ekki þarf að leggja niður spjald lengur til að fá leikhlé. 11. janúar 2019 11:51 Elvar Örn: Setti mér markmið að komast núna á HM og það tókst Elvar Örn Jónsson ætlaði sér á HM og þangað er hann mættur. 11. janúar 2019 08:30 Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira
Utan vallar: Dúkurinn spyr ekki um aldur Íslenska landsliðið er ungt en enginn spyr um aldur á meðan leikur er í gangi. 11. janúar 2019 12:00
Arnar Freyr hæstur og þyngstur hjá Íslandi en er langt frá stærsta Króatanum á vigtinni Ísland og Króatía eru með sömu meðalhæðina á opinberum leikmannalistum HM 2019. 11. janúar 2019 12:52
Guðmundur þarf að ýta á rauða hnappinn til að fá leikhlé Ekki þarf að leggja niður spjald lengur til að fá leikhlé. 11. janúar 2019 11:51
Elvar Örn: Setti mér markmið að komast núna á HM og það tókst Elvar Örn Jónsson ætlaði sér á HM og þangað er hann mættur. 11. janúar 2019 08:30