Svarar fyrir líkamsárás á Shooters sem leiddi til lömunar dyravarðar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. janúar 2019 09:00 Artur Pawel Wisocki í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Vísir/Vilhelm Aðalmeðferð fer fram í Shooters-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Artur Pawel Wisocki er sakaður um að hafa ráðist með grófum hætti á dyravörð. Árásin vakti mikla athygli síðastliðið sumar þegar ráðist var á dyravörð við fyrrnefndan næturklúbb í Austurstræti. Dyravörðurinn slasaðist alvarlega. Artur er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás aðfaranótt sunnudagsins 26. ágúst síðastliðinn fyrir utan næturklúbbinn Shooters í Austurstræti sem leiddi til þess að dyravörður á staðnum lamaðist fyrir neðan háls. Hann hefur verið í gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn eftir árásina.Árásin var á Shooters í Austurstræti.Fréttablaðið/Anton BrinkJátar hnefahögg en neitar öðru Artur hefur játað að hafa reitt dyraverðinum hnefahögg en neitar annars sök er varðar líkamsárásina og afleiðingar hennar. Hann er sakaður um að hafa eftir hnefahöggið í andlitið elt dyravörðinn þegar hann reyndi að komast undan. Hrinti hann honum þannig að dyravörðurinn féll fram fyrir sig, niður tvö þrep, höfuð hans skall á hurð og hann féll á magann á gólfið. Þar á Artur að hafa veitt honum fleiri hnefahögg og spörk bæði í andlit og höfuð. Afleiðingarnar voru meðal annars margþætt brot á fimmta hálshryggjarlið, mænuáverkar og meðfylgjandi lömun fyrir neðan háls.Dyraverðir sýndu mikla samstöðu í kjölfar árásarinnar og komu meðal annars saman fyrir utan Shooters og lögðu hanska sína á tröppurnar fyrir framan næturklúbbinn.VísirÖnnur árás á sama stað sama kvöld Þá er Artur ásamt öðrum manni, Dawid Kornacki, ákærður fyrir aðra sérstaklega hættulega líkamsárás sömu nótt á sama stað. Tveir aðrir menn eru taldir hafa verið aðilar að árásinni en þeir eru óþekktir. Artur og Dawid eru báðir ákærðir fyrir endurtekin hnefahögg í andlit, höfuð og líkama auk þess að hafa sparkað í hann, þar á meðal þrjú hnéspörk í andlit í tilfelli Arturs. Héldu þeir honum, samkvæmt því sem segir í ákæru, svo hann kæmist ekki undan. Karlmaðurinn sem lamaðist fyrir neðan háls fer fram á 123 milljónir króna í miskabætur af hendi Arturs. Hinn karlinn krefst 2,5 milljóna króna í miskabætur frá þeim Artur og Dawid. Líkamsárás á Shooters Tengdar fréttir Rúmlega 100 milljóna króna bótakrafa í Shooters-málinu Réttargæslumaður dyravarðarins sem er lamaður fyrir neðan háls eftir líkamsárás fyrir utan skemmtistaðinn Shooters þann 26. ágúst fer fram á rúmlega 100 milljónir króna í miskabætur frá árásarmanninum. 25. nóvember 2018 07:00 Shooters-málið: Játar árás en ekki þá sem lýst er í ákæru Dyravörður á Shooters lamaðist fyrir neðan háls eftir árásina. 11. desember 2018 14:36 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Aðalmeðferð fer fram í Shooters-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Artur Pawel Wisocki er sakaður um að hafa ráðist með grófum hætti á dyravörð. Árásin vakti mikla athygli síðastliðið sumar þegar ráðist var á dyravörð við fyrrnefndan næturklúbb í Austurstræti. Dyravörðurinn slasaðist alvarlega. Artur er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás aðfaranótt sunnudagsins 26. ágúst síðastliðinn fyrir utan næturklúbbinn Shooters í Austurstræti sem leiddi til þess að dyravörður á staðnum lamaðist fyrir neðan háls. Hann hefur verið í gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn eftir árásina.Árásin var á Shooters í Austurstræti.Fréttablaðið/Anton BrinkJátar hnefahögg en neitar öðru Artur hefur játað að hafa reitt dyraverðinum hnefahögg en neitar annars sök er varðar líkamsárásina og afleiðingar hennar. Hann er sakaður um að hafa eftir hnefahöggið í andlitið elt dyravörðinn þegar hann reyndi að komast undan. Hrinti hann honum þannig að dyravörðurinn féll fram fyrir sig, niður tvö þrep, höfuð hans skall á hurð og hann féll á magann á gólfið. Þar á Artur að hafa veitt honum fleiri hnefahögg og spörk bæði í andlit og höfuð. Afleiðingarnar voru meðal annars margþætt brot á fimmta hálshryggjarlið, mænuáverkar og meðfylgjandi lömun fyrir neðan háls.Dyraverðir sýndu mikla samstöðu í kjölfar árásarinnar og komu meðal annars saman fyrir utan Shooters og lögðu hanska sína á tröppurnar fyrir framan næturklúbbinn.VísirÖnnur árás á sama stað sama kvöld Þá er Artur ásamt öðrum manni, Dawid Kornacki, ákærður fyrir aðra sérstaklega hættulega líkamsárás sömu nótt á sama stað. Tveir aðrir menn eru taldir hafa verið aðilar að árásinni en þeir eru óþekktir. Artur og Dawid eru báðir ákærðir fyrir endurtekin hnefahögg í andlit, höfuð og líkama auk þess að hafa sparkað í hann, þar á meðal þrjú hnéspörk í andlit í tilfelli Arturs. Héldu þeir honum, samkvæmt því sem segir í ákæru, svo hann kæmist ekki undan. Karlmaðurinn sem lamaðist fyrir neðan háls fer fram á 123 milljónir króna í miskabætur af hendi Arturs. Hinn karlinn krefst 2,5 milljóna króna í miskabætur frá þeim Artur og Dawid.
Líkamsárás á Shooters Tengdar fréttir Rúmlega 100 milljóna króna bótakrafa í Shooters-málinu Réttargæslumaður dyravarðarins sem er lamaður fyrir neðan háls eftir líkamsárás fyrir utan skemmtistaðinn Shooters þann 26. ágúst fer fram á rúmlega 100 milljónir króna í miskabætur frá árásarmanninum. 25. nóvember 2018 07:00 Shooters-málið: Játar árás en ekki þá sem lýst er í ákæru Dyravörður á Shooters lamaðist fyrir neðan háls eftir árásina. 11. desember 2018 14:36 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Rúmlega 100 milljóna króna bótakrafa í Shooters-málinu Réttargæslumaður dyravarðarins sem er lamaður fyrir neðan háls eftir líkamsárás fyrir utan skemmtistaðinn Shooters þann 26. ágúst fer fram á rúmlega 100 milljónir króna í miskabætur frá árásarmanninum. 25. nóvember 2018 07:00
Shooters-málið: Játar árás en ekki þá sem lýst er í ákæru Dyravörður á Shooters lamaðist fyrir neðan háls eftir árásina. 11. desember 2018 14:36