Franskur þýðandi Hugleiks virðist telja hann of grófan Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. janúar 2019 16:00 Hugleikur er nokkuð hissa vegna málsins. Fréttablaðið/Ernir - Hugleikur Háðfuglinn Hugleikur Dagsson er nokkuð hissa á þýðandanum sem þýddi frönsku útgáfuna af skopmyndabók hans Elskið okkur. Í einni myndasögunni í frönsku útgáfunni má sjá að texta hennar hefur verið breitt á ansi þýðingarmikinn hátt. Hugleikur veltir því fyrir sér hvort að breytingar hafi verið gerðar á fleiri myndasögum hans í frönsku útgáfunni.Hugleikur vakti athygli á þessu á Facebook-síðu sinni fyrr í dag en í samtali við Vísi segist hann hafa uppgötvað breytinguna eftir að hafa beðið frönskumælandi fylgjendur hans á Instagram. að þýða frönsku útgáfuna yfir á ensku.„Ég var að komast að því að þessum brandara var gjörbreytt í frönsku þýðingunni. „Eigum við að ríða honum?“ var breytt í „Ég held að hann þurfi að faðmlagi að halda“. Nú er ég forvitinn að læra hvað annað breyttist í þessari þýðingu,“ skrifar Hugleikur á Facebook. „Ég held að ég hafi verið þýddur þrisvar yfir á frönsku og ég bara spyr mig hvort það sé eitthvað fleira sem breyttist í þessari bók. Mér finnst þetta voða skrýtið vegna þess að ég vil ekkert að fólk sé að lesa eitthvað sem ég samdi ekki í talblöðru sem ég teiknaði,“ segir Hugleikur.Efnið líklega of gróft fyrir þýðandann eða útgefandann Þýðendur standa gjarnan frammi fyrir erfiðri stöðu að þurfa að túlka brandara og annað efni sem svínvirkar á einu tungumáli yfir á annað tungumál. Miðað við þá töluverðu breytingu sem varð á myndasögunni við þýðinguna má segja að þýðandinn hafi líklega gengið of langt í þetta skiptið.Hugleikur Dagsson.Fréttablaðið/Stefán„Þegar að kemur að svona lítilli sögu eins og þessari er þessi eina setning öll sagan. Ef að þú breytir setningunni þá breytirðu sögunni,“ segir Hugleikur sem þýðir sjálfur efnið sitt yfir á ensku. Á öðrum tungumálum taka þýðendur við. Aðspurður um hvað hann telji að hafi valdið þessari breytingu á textanum er Hugleikur ekki í miklum vafa. „Ég held að hann hafi augljóslega breytt þessu vegna þess að honum þótti þetta of gróft en þá ætti hann ekki að gefa mig út,“ segir Hugleikur. Þá segist hann til að mynda eiga í góðu samstarfi við aðra þýðendur og útgendur sem gefið hafi út bækur hans. Í Finnlandi gæti útgefandinn þess að gera allar breytingar í samvinnu við Hugleik. Það sé samstarf sem hann kunni vel að meta. Hugleikur segir þó að eins og staðan sé núna ætli hann ekki að gera mikið veður út af þessu. „Ég bara má ekki vera að því. Þannig að ég ákvað bara að klaga í internetið eins og mér einum er lagið og láta fylgjendur sjá um réttlátu reiðina. Þetta ratar örugglega á sinn stað.“ Frakkland Menning Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Clooney orðinn franskur Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Fleiri fréttir Króli og Birta eignuðust lítinn prins Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Sjá meira
Háðfuglinn Hugleikur Dagsson er nokkuð hissa á þýðandanum sem þýddi frönsku útgáfuna af skopmyndabók hans Elskið okkur. Í einni myndasögunni í frönsku útgáfunni má sjá að texta hennar hefur verið breitt á ansi þýðingarmikinn hátt. Hugleikur veltir því fyrir sér hvort að breytingar hafi verið gerðar á fleiri myndasögum hans í frönsku útgáfunni.Hugleikur vakti athygli á þessu á Facebook-síðu sinni fyrr í dag en í samtali við Vísi segist hann hafa uppgötvað breytinguna eftir að hafa beðið frönskumælandi fylgjendur hans á Instagram. að þýða frönsku útgáfuna yfir á ensku.„Ég var að komast að því að þessum brandara var gjörbreytt í frönsku þýðingunni. „Eigum við að ríða honum?“ var breytt í „Ég held að hann þurfi að faðmlagi að halda“. Nú er ég forvitinn að læra hvað annað breyttist í þessari þýðingu,“ skrifar Hugleikur á Facebook. „Ég held að ég hafi verið þýddur þrisvar yfir á frönsku og ég bara spyr mig hvort það sé eitthvað fleira sem breyttist í þessari bók. Mér finnst þetta voða skrýtið vegna þess að ég vil ekkert að fólk sé að lesa eitthvað sem ég samdi ekki í talblöðru sem ég teiknaði,“ segir Hugleikur.Efnið líklega of gróft fyrir þýðandann eða útgefandann Þýðendur standa gjarnan frammi fyrir erfiðri stöðu að þurfa að túlka brandara og annað efni sem svínvirkar á einu tungumáli yfir á annað tungumál. Miðað við þá töluverðu breytingu sem varð á myndasögunni við þýðinguna má segja að þýðandinn hafi líklega gengið of langt í þetta skiptið.Hugleikur Dagsson.Fréttablaðið/Stefán„Þegar að kemur að svona lítilli sögu eins og þessari er þessi eina setning öll sagan. Ef að þú breytir setningunni þá breytirðu sögunni,“ segir Hugleikur sem þýðir sjálfur efnið sitt yfir á ensku. Á öðrum tungumálum taka þýðendur við. Aðspurður um hvað hann telji að hafi valdið þessari breytingu á textanum er Hugleikur ekki í miklum vafa. „Ég held að hann hafi augljóslega breytt þessu vegna þess að honum þótti þetta of gróft en þá ætti hann ekki að gefa mig út,“ segir Hugleikur. Þá segist hann til að mynda eiga í góðu samstarfi við aðra þýðendur og útgendur sem gefið hafi út bækur hans. Í Finnlandi gæti útgefandinn þess að gera allar breytingar í samvinnu við Hugleik. Það sé samstarf sem hann kunni vel að meta. Hugleikur segir þó að eins og staðan sé núna ætli hann ekki að gera mikið veður út af þessu. „Ég bara má ekki vera að því. Þannig að ég ákvað bara að klaga í internetið eins og mér einum er lagið og láta fylgjendur sjá um réttlátu reiðina. Þetta ratar örugglega á sinn stað.“
Frakkland Menning Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Clooney orðinn franskur Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Fleiri fréttir Króli og Birta eignuðust lítinn prins Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Sjá meira