Tuttugu slösuðust í umferðarslysum í borginni í síðustu viku Birgir Olgeirsson skrifar 29. janúar 2019 15:35 Snjóruðningstæki komu við sögu í tveimur slysanna. Vísir/Vilhelm Tuttugu vegfarendur slösuðust í ellefu umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku, eða frá 20. – 26. janúar að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. Þrjú umferðarslys voru tilkynnt sunnudaginn 20. janúar. Klukkan 18.37 fauk rúta með 30 manns út af Vesturlandsvegi við Hofsland. Sjö farþegar voru fluttir á slysadeild. Klukkan 18.39 skullu tvær bifreiðar saman á Korpúlfsstaðavegi. Báðir ökumennirnir voru fluttir á slysadeild. Og kl. 19.13 varð aftanákeyrsla á Breiðholtsbraut austan Stekkjabakka á leið til vesturs. Ökumaður og farþegi leituðu sér aðhlynningar á slysadeild. Mánudaginn 21. janúar kl. 15.16 varð árekstur með bifreið, sem var ekið norður Kringlumýrarbraut, og bifreið, sem var ekið suður Kringlumýrarbraut og beygt austur Suðurlandsbraut. Ökumaður fyrrnefndu bifreiðarinnar var fluttur á slysadeild. Þrjú umferðarslys voru tilkynnt þriðjudaginn 22. janúar. Klukkan 10.34 varð tólf ára drengur á göngustíg við horn Fróðaþings og Elliðahvammsvegar fyrir snjóruðningstæki. Hann var fluttur á slysadeild. Klukkan 12.23 varð árekstur með bifreið, sem var ekið suður Lyngháls, og bifreið, sem var ekið vestur Stuðlaháls. Ökumaður fyrrnefndu bifreiðarinnar ætlaði að leita sér læknisaðstoðar í framhaldinu. Og kl. 17.15 varð árekstur með bifreið, sem var ekið vestur Norðurströnd, og bifreið, sem var ekið austur Norðurströnd og yfir á rangan vegarhelming gegnt Bollagörðum. Ökumaður síðarnefndu bifreiðarinnar, sem grunaður er um akstur undir áhrifum fíkniefna, var fluttur á slysadeild. Hjólbarðar bifreiðarinnar voru án alls mynsturs, þrátt fyrir snjóalög og hálku. Miðvikudaginn 23. janúar klukkan 13.25 var bifreið ekið austur Suðurhellu og aftan á snjóruðningstæki gegnt ÓB. Ökumaðurinn bifreiðarinnar var fluttur á slysadeild. Tvö umferðarslys voru tilkynnt fimmtudaginn 24. janúar. Klukkan 14.24 valt snjóruðningstæki þegar verið var að skafa snjó af gangstétt við gatnamót Miklubrautar og Stakkahlíðar. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild. Og klukkan 15.29 varð árekstur með bifreið, sem var ekið suður Vatnsmýrarveg, og bifreið, sem var ekið vestur Hringbraut. Við áreksturinn snerist fyrrnefnda bifreiðin og lenti á bifreið, sem var ekið norður Vatnsmýrarveg. Tveir ökumannanna voru fluttir á slysadeild. Föstudaginn 25. janúar klukkan 8.22 varð aftanákeyrsla á Digranesvegi gegnt MK. Við áreksturinn kastaðist fremri bifreiðin á gangandi vegfaranda, sem var á leið yfir götuna. Hann ætlaði sjálfur að leita sér aðhlynningar á slysadeild. Lögreglan segir ástæðu til að vekja enn eina ferðina athygli allra vegfaranda á mikilvægi þess að fara ávallt varlega í umferðinni. Það eigi ekki síst við um ökumenn – hvort sem um er að ræða bifreiða eða reiðhjóla. Samgöngur Samgönguslys Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Tuttugu vegfarendur slösuðust í ellefu umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku, eða frá 20. – 26. janúar að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. Þrjú umferðarslys voru tilkynnt sunnudaginn 20. janúar. Klukkan 18.37 fauk rúta með 30 manns út af Vesturlandsvegi við Hofsland. Sjö farþegar voru fluttir á slysadeild. Klukkan 18.39 skullu tvær bifreiðar saman á Korpúlfsstaðavegi. Báðir ökumennirnir voru fluttir á slysadeild. Og kl. 19.13 varð aftanákeyrsla á Breiðholtsbraut austan Stekkjabakka á leið til vesturs. Ökumaður og farþegi leituðu sér aðhlynningar á slysadeild. Mánudaginn 21. janúar kl. 15.16 varð árekstur með bifreið, sem var ekið norður Kringlumýrarbraut, og bifreið, sem var ekið suður Kringlumýrarbraut og beygt austur Suðurlandsbraut. Ökumaður fyrrnefndu bifreiðarinnar var fluttur á slysadeild. Þrjú umferðarslys voru tilkynnt þriðjudaginn 22. janúar. Klukkan 10.34 varð tólf ára drengur á göngustíg við horn Fróðaþings og Elliðahvammsvegar fyrir snjóruðningstæki. Hann var fluttur á slysadeild. Klukkan 12.23 varð árekstur með bifreið, sem var ekið suður Lyngháls, og bifreið, sem var ekið vestur Stuðlaháls. Ökumaður fyrrnefndu bifreiðarinnar ætlaði að leita sér læknisaðstoðar í framhaldinu. Og kl. 17.15 varð árekstur með bifreið, sem var ekið vestur Norðurströnd, og bifreið, sem var ekið austur Norðurströnd og yfir á rangan vegarhelming gegnt Bollagörðum. Ökumaður síðarnefndu bifreiðarinnar, sem grunaður er um akstur undir áhrifum fíkniefna, var fluttur á slysadeild. Hjólbarðar bifreiðarinnar voru án alls mynsturs, þrátt fyrir snjóalög og hálku. Miðvikudaginn 23. janúar klukkan 13.25 var bifreið ekið austur Suðurhellu og aftan á snjóruðningstæki gegnt ÓB. Ökumaðurinn bifreiðarinnar var fluttur á slysadeild. Tvö umferðarslys voru tilkynnt fimmtudaginn 24. janúar. Klukkan 14.24 valt snjóruðningstæki þegar verið var að skafa snjó af gangstétt við gatnamót Miklubrautar og Stakkahlíðar. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild. Og klukkan 15.29 varð árekstur með bifreið, sem var ekið suður Vatnsmýrarveg, og bifreið, sem var ekið vestur Hringbraut. Við áreksturinn snerist fyrrnefnda bifreiðin og lenti á bifreið, sem var ekið norður Vatnsmýrarveg. Tveir ökumannanna voru fluttir á slysadeild. Föstudaginn 25. janúar klukkan 8.22 varð aftanákeyrsla á Digranesvegi gegnt MK. Við áreksturinn kastaðist fremri bifreiðin á gangandi vegfaranda, sem var á leið yfir götuna. Hann ætlaði sjálfur að leita sér aðhlynningar á slysadeild. Lögreglan segir ástæðu til að vekja enn eina ferðina athygli allra vegfaranda á mikilvægi þess að fara ávallt varlega í umferðinni. Það eigi ekki síst við um ökumenn – hvort sem um er að ræða bifreiða eða reiðhjóla.
Samgöngur Samgönguslys Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent