Lagið Fuego í flutningi Eleni Foureira hreppti 2. sætið í keppninni í Lissabon í fyrra. Lagið hefur notið mikilla vinsælda hér á landi og var mest spilaða Eurovision-lagið á Íslandi í fyrra.
Viðburðirnir verða fjórir.
9. febrúar í Háskólabíói – Fyrri lögin fimm í undankeppninni.
16. febrúar í Háskólabíói – Seinni lögin fimm í undankeppninni.
2. mars í Laugardalshöll – Fjölskyldurennsli kl. 14.30 – Aðalæfing á úrslitakeppninni sem fer fram um kvöldið. Eleni Foureira kemur fram.
2. mars í Laugardalshöll – Fjögur eða fimm lög keppa til úrslita og þar kemur í ljós hvaða lag verður framlag Íslendinga í Eurovision 2019 í Tel Aviv í maí. Eleni Foureira kemur fram, Ari Ólafsson flytur sigurlagið Our Choice frá því í fyrra í nýrri útgáfu auk þess sem boðið verður upp á önnur frábær skemmtiatriði.
Miðasala á Söngvakeppnina 2019 hefst miðvikudaginn 30. janúar kl. 12.00 á Tix.is.
Miðaverð:
Fyrri undanúrslit 10. febrúar kl. 19.30 – Háskólabíó: 2.990 kr.
Seinni undanúrslit 16. febrúar kl. 19.30 - Háskólabíó: 2.990 kr.
Fjölskyldurennsli – Aðalæfing 3. mars kl. 14.30 – Laugardalshöll: 1.990 kr.
Úrslit Söngvakeppninnar 2019 3. mars kl. 19.30 – Laugardalshöll: 3.990/4.990 kr.kr.