Gervigreind til bjargar tungumálum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. janúar 2019 19:00 Byrjað er að nota talgreini til að rita ræður alþingismanna í rauntíma en um er að ræða tilraunaverkefni sem Háskólinn í Reykjavík heldur utan um. Þá verður í náinni framtíð hægt að tala íslensku við forrit eins og Siri hjá Apple og Alexu hjá Amazon að sögn forstöðumanns Gervigreindarseturs Háskólans í Reykjavík. Miklar framfarir eiga sér stað í máltækni þar sem gervigreind er notuð. Á gervigreindarhátíð í Háskóla Reykjavíkur í dag var kynnt margt af því helsta sem er í gangi. Alþingi er meðal þeirra stofnanna sem er byrjað að nýta sér talgreini fyrir ræður alþingismanna. Jón Guðnason forstöðumaður Gervigreindarseturs Háskólans í Reykjavík og dósent við tækni-og verkfræðideild skólans segir að verkefnið hafi farið vel af stað. „Við erum hjálpa Alþingi að setja ræðurnar á textaform þannig að það þarf ekki að hamra þær inn. Alþingi er þegar farið að innleiða þetta,“ segir Jón. Á hátíðinni komu sérfræðingar í máltækni frá Google, Amazon og Microsoft en fyrirtækin nota gervigreind í máltækni og eru mörg hver að safna gögnum um tungumál um allan heim. „Þegar þessi gögn eru komin þá er hægt að þróa þessa máltækni fyrir hvert og eitt tungumál sem þýðir það að tölvur eru farnar að geta unnið með tungumálið. Það er hægt að búa til gervigreind eða sýndarverur sem geta þá skilið fólk tungumáli hvers og eins. Við getum þá vonandi talað íslensku við Siri hjá Apple, Alexu hjá Amazon og Google Home,“ segir Jón. Jón segir að þetta geti haft mikla þýðingu fyrir varðveislu og þróun tungumála en í framtíðinni verði hægt að nota sitt eigið tungumál í heimi tækninnar. „Tungumál á ekki að vera fyrirstaða í heimi tækninnar í framtíðinni. Þú ættir t.d. að geta spurt Google á íslensku og fengið svör alls staðar að úr heiminum sem verða þýdd á rauntíma á íslensku. Þetta er tækni sem mun hafa verulega jákvæð áhrif á varðveislu tungumála um allan heim,“ segir Jón að lokum. Íslenska á tækniöld Tækni Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira
Byrjað er að nota talgreini til að rita ræður alþingismanna í rauntíma en um er að ræða tilraunaverkefni sem Háskólinn í Reykjavík heldur utan um. Þá verður í náinni framtíð hægt að tala íslensku við forrit eins og Siri hjá Apple og Alexu hjá Amazon að sögn forstöðumanns Gervigreindarseturs Háskólans í Reykjavík. Miklar framfarir eiga sér stað í máltækni þar sem gervigreind er notuð. Á gervigreindarhátíð í Háskóla Reykjavíkur í dag var kynnt margt af því helsta sem er í gangi. Alþingi er meðal þeirra stofnanna sem er byrjað að nýta sér talgreini fyrir ræður alþingismanna. Jón Guðnason forstöðumaður Gervigreindarseturs Háskólans í Reykjavík og dósent við tækni-og verkfræðideild skólans segir að verkefnið hafi farið vel af stað. „Við erum hjálpa Alþingi að setja ræðurnar á textaform þannig að það þarf ekki að hamra þær inn. Alþingi er þegar farið að innleiða þetta,“ segir Jón. Á hátíðinni komu sérfræðingar í máltækni frá Google, Amazon og Microsoft en fyrirtækin nota gervigreind í máltækni og eru mörg hver að safna gögnum um tungumál um allan heim. „Þegar þessi gögn eru komin þá er hægt að þróa þessa máltækni fyrir hvert og eitt tungumál sem þýðir það að tölvur eru farnar að geta unnið með tungumálið. Það er hægt að búa til gervigreind eða sýndarverur sem geta þá skilið fólk tungumáli hvers og eins. Við getum þá vonandi talað íslensku við Siri hjá Apple, Alexu hjá Amazon og Google Home,“ segir Jón. Jón segir að þetta geti haft mikla þýðingu fyrir varðveislu og þróun tungumála en í framtíðinni verði hægt að nota sitt eigið tungumál í heimi tækninnar. „Tungumál á ekki að vera fyrirstaða í heimi tækninnar í framtíðinni. Þú ættir t.d. að geta spurt Google á íslensku og fengið svör alls staðar að úr heiminum sem verða þýdd á rauntíma á íslensku. Þetta er tækni sem mun hafa verulega jákvæð áhrif á varðveislu tungumála um allan heim,“ segir Jón að lokum.
Íslenska á tækniöld Tækni Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira