Gervigreind til bjargar tungumálum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. janúar 2019 19:00 Byrjað er að nota talgreini til að rita ræður alþingismanna í rauntíma en um er að ræða tilraunaverkefni sem Háskólinn í Reykjavík heldur utan um. Þá verður í náinni framtíð hægt að tala íslensku við forrit eins og Siri hjá Apple og Alexu hjá Amazon að sögn forstöðumanns Gervigreindarseturs Háskólans í Reykjavík. Miklar framfarir eiga sér stað í máltækni þar sem gervigreind er notuð. Á gervigreindarhátíð í Háskóla Reykjavíkur í dag var kynnt margt af því helsta sem er í gangi. Alþingi er meðal þeirra stofnanna sem er byrjað að nýta sér talgreini fyrir ræður alþingismanna. Jón Guðnason forstöðumaður Gervigreindarseturs Háskólans í Reykjavík og dósent við tækni-og verkfræðideild skólans segir að verkefnið hafi farið vel af stað. „Við erum hjálpa Alþingi að setja ræðurnar á textaform þannig að það þarf ekki að hamra þær inn. Alþingi er þegar farið að innleiða þetta,“ segir Jón. Á hátíðinni komu sérfræðingar í máltækni frá Google, Amazon og Microsoft en fyrirtækin nota gervigreind í máltækni og eru mörg hver að safna gögnum um tungumál um allan heim. „Þegar þessi gögn eru komin þá er hægt að þróa þessa máltækni fyrir hvert og eitt tungumál sem þýðir það að tölvur eru farnar að geta unnið með tungumálið. Það er hægt að búa til gervigreind eða sýndarverur sem geta þá skilið fólk tungumáli hvers og eins. Við getum þá vonandi talað íslensku við Siri hjá Apple, Alexu hjá Amazon og Google Home,“ segir Jón. Jón segir að þetta geti haft mikla þýðingu fyrir varðveislu og þróun tungumála en í framtíðinni verði hægt að nota sitt eigið tungumál í heimi tækninnar. „Tungumál á ekki að vera fyrirstaða í heimi tækninnar í framtíðinni. Þú ættir t.d. að geta spurt Google á íslensku og fengið svör alls staðar að úr heiminum sem verða þýdd á rauntíma á íslensku. Þetta er tækni sem mun hafa verulega jákvæð áhrif á varðveislu tungumála um allan heim,“ segir Jón að lokum. Íslenska á tækniöld Tækni Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Fleiri fréttir Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Sjá meira
Byrjað er að nota talgreini til að rita ræður alþingismanna í rauntíma en um er að ræða tilraunaverkefni sem Háskólinn í Reykjavík heldur utan um. Þá verður í náinni framtíð hægt að tala íslensku við forrit eins og Siri hjá Apple og Alexu hjá Amazon að sögn forstöðumanns Gervigreindarseturs Háskólans í Reykjavík. Miklar framfarir eiga sér stað í máltækni þar sem gervigreind er notuð. Á gervigreindarhátíð í Háskóla Reykjavíkur í dag var kynnt margt af því helsta sem er í gangi. Alþingi er meðal þeirra stofnanna sem er byrjað að nýta sér talgreini fyrir ræður alþingismanna. Jón Guðnason forstöðumaður Gervigreindarseturs Háskólans í Reykjavík og dósent við tækni-og verkfræðideild skólans segir að verkefnið hafi farið vel af stað. „Við erum hjálpa Alþingi að setja ræðurnar á textaform þannig að það þarf ekki að hamra þær inn. Alþingi er þegar farið að innleiða þetta,“ segir Jón. Á hátíðinni komu sérfræðingar í máltækni frá Google, Amazon og Microsoft en fyrirtækin nota gervigreind í máltækni og eru mörg hver að safna gögnum um tungumál um allan heim. „Þegar þessi gögn eru komin þá er hægt að þróa þessa máltækni fyrir hvert og eitt tungumál sem þýðir það að tölvur eru farnar að geta unnið með tungumálið. Það er hægt að búa til gervigreind eða sýndarverur sem geta þá skilið fólk tungumáli hvers og eins. Við getum þá vonandi talað íslensku við Siri hjá Apple, Alexu hjá Amazon og Google Home,“ segir Jón. Jón segir að þetta geti haft mikla þýðingu fyrir varðveislu og þróun tungumála en í framtíðinni verði hægt að nota sitt eigið tungumál í heimi tækninnar. „Tungumál á ekki að vera fyrirstaða í heimi tækninnar í framtíðinni. Þú ættir t.d. að geta spurt Google á íslensku og fengið svör alls staðar að úr heiminum sem verða þýdd á rauntíma á íslensku. Þetta er tækni sem mun hafa verulega jákvæð áhrif á varðveislu tungumála um allan heim,“ segir Jón að lokum.
Íslenska á tækniöld Tækni Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Fleiri fréttir Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Sjá meira