Sími sprakk með látum um miðja nótt: „Fegin að hann var ekki inni í herbergi hjá stelpunni“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. janúar 2019 11:31 Díana Dögg Víglundsdóttir og síminn, sem er gjöreyðilagður eftir sprenginguna. Mynd/Díana Dögg Sími níu ára dóttur Díönu Daggar Víglundsdóttur sprakk með látum í nótt er hann var skilinn eftir í hleðslu. Fjölskyldan vaknaði við sprenginguna á neðri hæðinni og fljótlega fylltist húsið af reyk og sóti. Díana segist þakklát fyrir að síminn hafi ekki verið í hleðslu inni í herbergi níu ára dóttur sinnar, sem á símann. Díana vakti athygli á málinu á Facebook í dag og birti myndir af símanum með færslunni. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum er síminn afar illa farinn og sótugur. „Við vöknuðum við sprengingu og heyrum síðan þrusk á neðri hæðinni. Ég hélt fyrst að einhver hefði brotist inn en þá er það síminn sem er að gefa frá sér þessi hljóð þar sem hann er að bráðna,“ segir Díana í samtali við Vísi. Hún segir að þegar niður var komið hafi hæðin þegar verið orðin full af reyk og gólfið þakið sóti. „Við þurftum að skúra gólfið þrisvar og þurrka af öllu, það er svart sót yfir öllu hérna,“ segir Díana. Síminn er af gerðinni Samsung og í eigu níu ára dóttur Díönu. Díana segist ekki vita hvað síminn er gamall eða hvar hann er keyptur, en hann sé þó kominn til ára sinna. Hún segir það mikla mildi að ekki hafi farið verr. „Ég var að tala við tryggingafélagið og þau ætla að koma aftur og skoða þetta,“ segir Díana. „Ég er bara ógeðslega fegin að hann var ekki inni í herbergi hjá stelpunni.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fréttir eru fluttar af símasprengingum sem þessum. Árið 2017 sprakk rafhlaða í Samsung-síma Ásgerðar Pálsdóttur þegar hún var nýbúin að leggja hann frá sér. Þá hefur ítrekað verið fjallað um bilanir í Samsung-símum, einkum af gerðinni Galaxy Note 7, síðustu ár en fjölmörg dæmi eru um að kviknað hafi í þeim vegna ofhitnunar. Samsung Tækni Tengdar fréttir Rafhlöðurnar ráða ekki við snjallsímana Kristján Leósson, sérfræðingur hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, ræddi við Reykjavík síðdegis í dag um rafhlöður í farsímum og hvað geri það að verkum að þær springi stundum fyrirvaralaust. 30. maí 2017 00:15 Vonandi öðrum víti til varnaðar: Rafhlaðan sprakk í síma Ásgerðar með látum Ásgerður Pálsdóttir var nýbúinn að leggja símann sinn frá sér þegar rafhlaðan í honum sprakk með þeim afleiðingum að gólf hennar stórskemmdist. 27. maí 2017 17:05 Samsung lofar því að Galaxy S7 muni ekki springa Bilanir í fyrrnefndum Note 7 urðu til mikils tekjutaps Samsung. 22. nóvember 2016 08:00 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Sjá meira
Sími níu ára dóttur Díönu Daggar Víglundsdóttur sprakk með látum í nótt er hann var skilinn eftir í hleðslu. Fjölskyldan vaknaði við sprenginguna á neðri hæðinni og fljótlega fylltist húsið af reyk og sóti. Díana segist þakklát fyrir að síminn hafi ekki verið í hleðslu inni í herbergi níu ára dóttur sinnar, sem á símann. Díana vakti athygli á málinu á Facebook í dag og birti myndir af símanum með færslunni. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum er síminn afar illa farinn og sótugur. „Við vöknuðum við sprengingu og heyrum síðan þrusk á neðri hæðinni. Ég hélt fyrst að einhver hefði brotist inn en þá er það síminn sem er að gefa frá sér þessi hljóð þar sem hann er að bráðna,“ segir Díana í samtali við Vísi. Hún segir að þegar niður var komið hafi hæðin þegar verið orðin full af reyk og gólfið þakið sóti. „Við þurftum að skúra gólfið þrisvar og þurrka af öllu, það er svart sót yfir öllu hérna,“ segir Díana. Síminn er af gerðinni Samsung og í eigu níu ára dóttur Díönu. Díana segist ekki vita hvað síminn er gamall eða hvar hann er keyptur, en hann sé þó kominn til ára sinna. Hún segir það mikla mildi að ekki hafi farið verr. „Ég var að tala við tryggingafélagið og þau ætla að koma aftur og skoða þetta,“ segir Díana. „Ég er bara ógeðslega fegin að hann var ekki inni í herbergi hjá stelpunni.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fréttir eru fluttar af símasprengingum sem þessum. Árið 2017 sprakk rafhlaða í Samsung-síma Ásgerðar Pálsdóttur þegar hún var nýbúin að leggja hann frá sér. Þá hefur ítrekað verið fjallað um bilanir í Samsung-símum, einkum af gerðinni Galaxy Note 7, síðustu ár en fjölmörg dæmi eru um að kviknað hafi í þeim vegna ofhitnunar.
Samsung Tækni Tengdar fréttir Rafhlöðurnar ráða ekki við snjallsímana Kristján Leósson, sérfræðingur hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, ræddi við Reykjavík síðdegis í dag um rafhlöður í farsímum og hvað geri það að verkum að þær springi stundum fyrirvaralaust. 30. maí 2017 00:15 Vonandi öðrum víti til varnaðar: Rafhlaðan sprakk í síma Ásgerðar með látum Ásgerður Pálsdóttir var nýbúinn að leggja símann sinn frá sér þegar rafhlaðan í honum sprakk með þeim afleiðingum að gólf hennar stórskemmdist. 27. maí 2017 17:05 Samsung lofar því að Galaxy S7 muni ekki springa Bilanir í fyrrnefndum Note 7 urðu til mikils tekjutaps Samsung. 22. nóvember 2016 08:00 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Sjá meira
Rafhlöðurnar ráða ekki við snjallsímana Kristján Leósson, sérfræðingur hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, ræddi við Reykjavík síðdegis í dag um rafhlöður í farsímum og hvað geri það að verkum að þær springi stundum fyrirvaralaust. 30. maí 2017 00:15
Vonandi öðrum víti til varnaðar: Rafhlaðan sprakk í síma Ásgerðar með látum Ásgerður Pálsdóttir var nýbúinn að leggja símann sinn frá sér þegar rafhlaðan í honum sprakk með þeim afleiðingum að gólf hennar stórskemmdist. 27. maí 2017 17:05
Samsung lofar því að Galaxy S7 muni ekki springa Bilanir í fyrrnefndum Note 7 urðu til mikils tekjutaps Samsung. 22. nóvember 2016 08:00
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum