„Á ögurstundu með að grípa til aðgerða“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 24. janúar 2019 19:00 Ritstjórar og eigendur Kjarnans og Stundarinnar segja frumvarp mennta- og menningarmálaráðherra um bætt rekstrarumhverfi fjölmiðla mikið framfaraskref. Ritstjóri Kjarnans segir komið að ákveðinni ögurstundu í rekstri einkarekinna miðla og því sé nauðsynlegt að grípa til aðgerða til að hlúa að rekstrarumhverfi þeirra. Hinn 30. desember 2016 skipaði Illugi Gunnarsson, þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra, nefnd til að fjalla um tillögur til að bæta rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla hér á landi. Nefndin skilaði af sér skýrslu í fyrra og hafa tillögur hennar þegar ratað í lagafrumvörp. Til dæmis er ákvæði um samræmingu í skattlagningu virðisaukaskatts vegna sölu og áskrifta dagblaða og tímarita, hvort sem þær eru á prentuðu eða í rafrænu formi, í frumvarpi til breytinga á lögum um virðisaukaskatt sem lagt var fram í desember. Á meðal annarra tillagna nefndarinnar var tillaga um að heimila að endurgreiða úr ríkissjóðir 25 prósent af kostnaði einkarekinna fjölmiðla sem fellur til við framleiðslu á fréttum og fréttatengdu efni. Nefndin taldi nauðsynlegt að tiltekin skilyrði væru uppfyllt svo fjölmiðill gæti notið endurgreiðslu. Slík skilyrði gætu að mati nefndarinnar falið í sér staðfestingu Fjölmiðlanefndar á að fjölmiðillinn falli undir gildissvið fjölmiðlalaga og miðli fréttum og fréttatengdu efni. Í nýju lagafrumvarpi Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um bætt rekstrarumhverfi fjölmiðla er ákvæði sem heimilar endurgreiðslu á 25 prósent af kostnaði einkarekinna fjölmiðla sem fellur til við framleiðslu á fréttum og fréttatengdu efni. Lilja upplýsti um þetta í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Þak verður á endurgreiðslunni en frumvarpið byggir á norskri og danskri löggjöf um sama efni. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, segir frumvarpið framfaraskref og tillaga um endurgreiðslu á hluta kostnaðar sé til þess fallin að hlúa að rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla. „Ég held að tillagan geti verið mjög gagnleg til að stuðla að fjölbreytni í íslensku fjölmiðlaumhverfi. Ef ekkert verður að gert mun sú fjölbreytni minnka og maður er ansi hræddur um að margir einkareknir fjölmiðlar muni heltast úr lestinni,“ segir Þórður. Jón Trausti Reynisson og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ritstjórar Stundarinnar.Vísir/Egill AðalsteinssonÝtir undir sjálfstæði einkarekinna miðla Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar, tekur í sama streng. „Þetta er mjög jákvætt skref og vonandi er þá að aukast skilningur á því hversu mikilvægir fjölmiðlar eru fyrir lýðræðisríki,“ segir Ingibjörg. Jón Trausti Reynisson, ritstjóri og framkvæmdastjóri Stundarinnar, segir að sér lítist ágætlega á útfærsluna. „Vandamálið í kjarnanum er það að fjölmiðlar þrífast illa í núverandi rekstrarumhverfi. Við sjáum að fjölmiðlar á Íslandi hafa sumir hverjir þurft að treysta á hagsmunablokkir til þess að viðhalda rekstri sínum. Ég held að þetta geri fjölmiðla frekar óháða og gerir þeim kleift að vera sjálfstæðir. Fjárhagslegt sjálfstæði er grunnurinn að ritstjórnarlegu sjálfstæði til lengri tíma.“ Þórður Snær Júlíusson bendir á að rekstrarumhverfi fjölmiðla hafi verið brothætt í meira en áratug. Þess vegna sé frumvarp mennta- og menningarmálaráðherra tímabært. „Það má segja að við séum á ögurstundu með að grípa til einhverra aðgerða til þess að viðhalda frjálsri fjölmiðlun á Íslandi. Ef það er einhver vilji til þess að viðhalda því,“ segir Þórður. Frumvarp um bætt rekstrarumhverfi fjölmiðla hefur ekki verið birt á vef Alþingis eða í samráðsgáttinni. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hyggst leggja frumvarpið fram á ríkisstjórnarfundi í næstu viku. Fjölmiðlar Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Ritstjórar og eigendur Kjarnans og Stundarinnar segja frumvarp mennta- og menningarmálaráðherra um bætt rekstrarumhverfi fjölmiðla mikið framfaraskref. Ritstjóri Kjarnans segir komið að ákveðinni ögurstundu í rekstri einkarekinna miðla og því sé nauðsynlegt að grípa til aðgerða til að hlúa að rekstrarumhverfi þeirra. Hinn 30. desember 2016 skipaði Illugi Gunnarsson, þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra, nefnd til að fjalla um tillögur til að bæta rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla hér á landi. Nefndin skilaði af sér skýrslu í fyrra og hafa tillögur hennar þegar ratað í lagafrumvörp. Til dæmis er ákvæði um samræmingu í skattlagningu virðisaukaskatts vegna sölu og áskrifta dagblaða og tímarita, hvort sem þær eru á prentuðu eða í rafrænu formi, í frumvarpi til breytinga á lögum um virðisaukaskatt sem lagt var fram í desember. Á meðal annarra tillagna nefndarinnar var tillaga um að heimila að endurgreiða úr ríkissjóðir 25 prósent af kostnaði einkarekinna fjölmiðla sem fellur til við framleiðslu á fréttum og fréttatengdu efni. Nefndin taldi nauðsynlegt að tiltekin skilyrði væru uppfyllt svo fjölmiðill gæti notið endurgreiðslu. Slík skilyrði gætu að mati nefndarinnar falið í sér staðfestingu Fjölmiðlanefndar á að fjölmiðillinn falli undir gildissvið fjölmiðlalaga og miðli fréttum og fréttatengdu efni. Í nýju lagafrumvarpi Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um bætt rekstrarumhverfi fjölmiðla er ákvæði sem heimilar endurgreiðslu á 25 prósent af kostnaði einkarekinna fjölmiðla sem fellur til við framleiðslu á fréttum og fréttatengdu efni. Lilja upplýsti um þetta í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Þak verður á endurgreiðslunni en frumvarpið byggir á norskri og danskri löggjöf um sama efni. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, segir frumvarpið framfaraskref og tillaga um endurgreiðslu á hluta kostnaðar sé til þess fallin að hlúa að rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla. „Ég held að tillagan geti verið mjög gagnleg til að stuðla að fjölbreytni í íslensku fjölmiðlaumhverfi. Ef ekkert verður að gert mun sú fjölbreytni minnka og maður er ansi hræddur um að margir einkareknir fjölmiðlar muni heltast úr lestinni,“ segir Þórður. Jón Trausti Reynisson og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ritstjórar Stundarinnar.Vísir/Egill AðalsteinssonÝtir undir sjálfstæði einkarekinna miðla Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar, tekur í sama streng. „Þetta er mjög jákvætt skref og vonandi er þá að aukast skilningur á því hversu mikilvægir fjölmiðlar eru fyrir lýðræðisríki,“ segir Ingibjörg. Jón Trausti Reynisson, ritstjóri og framkvæmdastjóri Stundarinnar, segir að sér lítist ágætlega á útfærsluna. „Vandamálið í kjarnanum er það að fjölmiðlar þrífast illa í núverandi rekstrarumhverfi. Við sjáum að fjölmiðlar á Íslandi hafa sumir hverjir þurft að treysta á hagsmunablokkir til þess að viðhalda rekstri sínum. Ég held að þetta geri fjölmiðla frekar óháða og gerir þeim kleift að vera sjálfstæðir. Fjárhagslegt sjálfstæði er grunnurinn að ritstjórnarlegu sjálfstæði til lengri tíma.“ Þórður Snær Júlíusson bendir á að rekstrarumhverfi fjölmiðla hafi verið brothætt í meira en áratug. Þess vegna sé frumvarp mennta- og menningarmálaráðherra tímabært. „Það má segja að við séum á ögurstundu með að grípa til einhverra aðgerða til þess að viðhalda frjálsri fjölmiðlun á Íslandi. Ef það er einhver vilji til þess að viðhalda því,“ segir Þórður. Frumvarp um bætt rekstrarumhverfi fjölmiðla hefur ekki verið birt á vef Alþingis eða í samráðsgáttinni. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hyggst leggja frumvarpið fram á ríkisstjórnarfundi í næstu viku.
Fjölmiðlar Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira