„Á ögurstundu með að grípa til aðgerða“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 24. janúar 2019 19:00 Ritstjórar og eigendur Kjarnans og Stundarinnar segja frumvarp mennta- og menningarmálaráðherra um bætt rekstrarumhverfi fjölmiðla mikið framfaraskref. Ritstjóri Kjarnans segir komið að ákveðinni ögurstundu í rekstri einkarekinna miðla og því sé nauðsynlegt að grípa til aðgerða til að hlúa að rekstrarumhverfi þeirra. Hinn 30. desember 2016 skipaði Illugi Gunnarsson, þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra, nefnd til að fjalla um tillögur til að bæta rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla hér á landi. Nefndin skilaði af sér skýrslu í fyrra og hafa tillögur hennar þegar ratað í lagafrumvörp. Til dæmis er ákvæði um samræmingu í skattlagningu virðisaukaskatts vegna sölu og áskrifta dagblaða og tímarita, hvort sem þær eru á prentuðu eða í rafrænu formi, í frumvarpi til breytinga á lögum um virðisaukaskatt sem lagt var fram í desember. Á meðal annarra tillagna nefndarinnar var tillaga um að heimila að endurgreiða úr ríkissjóðir 25 prósent af kostnaði einkarekinna fjölmiðla sem fellur til við framleiðslu á fréttum og fréttatengdu efni. Nefndin taldi nauðsynlegt að tiltekin skilyrði væru uppfyllt svo fjölmiðill gæti notið endurgreiðslu. Slík skilyrði gætu að mati nefndarinnar falið í sér staðfestingu Fjölmiðlanefndar á að fjölmiðillinn falli undir gildissvið fjölmiðlalaga og miðli fréttum og fréttatengdu efni. Í nýju lagafrumvarpi Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um bætt rekstrarumhverfi fjölmiðla er ákvæði sem heimilar endurgreiðslu á 25 prósent af kostnaði einkarekinna fjölmiðla sem fellur til við framleiðslu á fréttum og fréttatengdu efni. Lilja upplýsti um þetta í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Þak verður á endurgreiðslunni en frumvarpið byggir á norskri og danskri löggjöf um sama efni. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, segir frumvarpið framfaraskref og tillaga um endurgreiðslu á hluta kostnaðar sé til þess fallin að hlúa að rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla. „Ég held að tillagan geti verið mjög gagnleg til að stuðla að fjölbreytni í íslensku fjölmiðlaumhverfi. Ef ekkert verður að gert mun sú fjölbreytni minnka og maður er ansi hræddur um að margir einkareknir fjölmiðlar muni heltast úr lestinni,“ segir Þórður. Jón Trausti Reynisson og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ritstjórar Stundarinnar.Vísir/Egill AðalsteinssonÝtir undir sjálfstæði einkarekinna miðla Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar, tekur í sama streng. „Þetta er mjög jákvætt skref og vonandi er þá að aukast skilningur á því hversu mikilvægir fjölmiðlar eru fyrir lýðræðisríki,“ segir Ingibjörg. Jón Trausti Reynisson, ritstjóri og framkvæmdastjóri Stundarinnar, segir að sér lítist ágætlega á útfærsluna. „Vandamálið í kjarnanum er það að fjölmiðlar þrífast illa í núverandi rekstrarumhverfi. Við sjáum að fjölmiðlar á Íslandi hafa sumir hverjir þurft að treysta á hagsmunablokkir til þess að viðhalda rekstri sínum. Ég held að þetta geri fjölmiðla frekar óháða og gerir þeim kleift að vera sjálfstæðir. Fjárhagslegt sjálfstæði er grunnurinn að ritstjórnarlegu sjálfstæði til lengri tíma.“ Þórður Snær Júlíusson bendir á að rekstrarumhverfi fjölmiðla hafi verið brothætt í meira en áratug. Þess vegna sé frumvarp mennta- og menningarmálaráðherra tímabært. „Það má segja að við séum á ögurstundu með að grípa til einhverra aðgerða til þess að viðhalda frjálsri fjölmiðlun á Íslandi. Ef það er einhver vilji til þess að viðhalda því,“ segir Þórður. Frumvarp um bætt rekstrarumhverfi fjölmiðla hefur ekki verið birt á vef Alþingis eða í samráðsgáttinni. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hyggst leggja frumvarpið fram á ríkisstjórnarfundi í næstu viku. Fjölmiðlar Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Ritstjórar og eigendur Kjarnans og Stundarinnar segja frumvarp mennta- og menningarmálaráðherra um bætt rekstrarumhverfi fjölmiðla mikið framfaraskref. Ritstjóri Kjarnans segir komið að ákveðinni ögurstundu í rekstri einkarekinna miðla og því sé nauðsynlegt að grípa til aðgerða til að hlúa að rekstrarumhverfi þeirra. Hinn 30. desember 2016 skipaði Illugi Gunnarsson, þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra, nefnd til að fjalla um tillögur til að bæta rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla hér á landi. Nefndin skilaði af sér skýrslu í fyrra og hafa tillögur hennar þegar ratað í lagafrumvörp. Til dæmis er ákvæði um samræmingu í skattlagningu virðisaukaskatts vegna sölu og áskrifta dagblaða og tímarita, hvort sem þær eru á prentuðu eða í rafrænu formi, í frumvarpi til breytinga á lögum um virðisaukaskatt sem lagt var fram í desember. Á meðal annarra tillagna nefndarinnar var tillaga um að heimila að endurgreiða úr ríkissjóðir 25 prósent af kostnaði einkarekinna fjölmiðla sem fellur til við framleiðslu á fréttum og fréttatengdu efni. Nefndin taldi nauðsynlegt að tiltekin skilyrði væru uppfyllt svo fjölmiðill gæti notið endurgreiðslu. Slík skilyrði gætu að mati nefndarinnar falið í sér staðfestingu Fjölmiðlanefndar á að fjölmiðillinn falli undir gildissvið fjölmiðlalaga og miðli fréttum og fréttatengdu efni. Í nýju lagafrumvarpi Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um bætt rekstrarumhverfi fjölmiðla er ákvæði sem heimilar endurgreiðslu á 25 prósent af kostnaði einkarekinna fjölmiðla sem fellur til við framleiðslu á fréttum og fréttatengdu efni. Lilja upplýsti um þetta í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Þak verður á endurgreiðslunni en frumvarpið byggir á norskri og danskri löggjöf um sama efni. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, segir frumvarpið framfaraskref og tillaga um endurgreiðslu á hluta kostnaðar sé til þess fallin að hlúa að rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla. „Ég held að tillagan geti verið mjög gagnleg til að stuðla að fjölbreytni í íslensku fjölmiðlaumhverfi. Ef ekkert verður að gert mun sú fjölbreytni minnka og maður er ansi hræddur um að margir einkareknir fjölmiðlar muni heltast úr lestinni,“ segir Þórður. Jón Trausti Reynisson og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ritstjórar Stundarinnar.Vísir/Egill AðalsteinssonÝtir undir sjálfstæði einkarekinna miðla Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar, tekur í sama streng. „Þetta er mjög jákvætt skref og vonandi er þá að aukast skilningur á því hversu mikilvægir fjölmiðlar eru fyrir lýðræðisríki,“ segir Ingibjörg. Jón Trausti Reynisson, ritstjóri og framkvæmdastjóri Stundarinnar, segir að sér lítist ágætlega á útfærsluna. „Vandamálið í kjarnanum er það að fjölmiðlar þrífast illa í núverandi rekstrarumhverfi. Við sjáum að fjölmiðlar á Íslandi hafa sumir hverjir þurft að treysta á hagsmunablokkir til þess að viðhalda rekstri sínum. Ég held að þetta geri fjölmiðla frekar óháða og gerir þeim kleift að vera sjálfstæðir. Fjárhagslegt sjálfstæði er grunnurinn að ritstjórnarlegu sjálfstæði til lengri tíma.“ Þórður Snær Júlíusson bendir á að rekstrarumhverfi fjölmiðla hafi verið brothætt í meira en áratug. Þess vegna sé frumvarp mennta- og menningarmálaráðherra tímabært. „Það má segja að við séum á ögurstundu með að grípa til einhverra aðgerða til þess að viðhalda frjálsri fjölmiðlun á Íslandi. Ef það er einhver vilji til þess að viðhalda því,“ segir Þórður. Frumvarp um bætt rekstrarumhverfi fjölmiðla hefur ekki verið birt á vef Alþingis eða í samráðsgáttinni. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hyggst leggja frumvarpið fram á ríkisstjórnarfundi í næstu viku.
Fjölmiðlar Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira