Reikningur þriggja ára dótturinnar tæmdur vegna „mannlegra mistaka“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. janúar 2019 12:31 Solveig Rut og Björgvin Örn, foreldrar þriggja ára eiganda reikningsins. Mynd/Aðsend Átján ára drengur setti sig í samband við Solveigu Ruth Sigurðardóttur í fyrradag og tjáði henni að þriggja ára dóttir hennar hefði millifært hundrað þúsund krónur á reikning hans. Þetta kom Solveigu vitanlega mjög á óvart en við nánari eftirgrennslan kom í ljós að reikningi dótturinnar hafði verið lokað fyrir mistök. Viðskiptabanki mæðgnanna, Íslandsbanki, harmar mistökin. Solveig greindi frá málinu á Facebook í gær en færslan hefur vakið mikla athygli. Solveig segir í samtali við Vísi að hún hafi ekki tekið eftir neinu fyrr en ungi maðurinn hringdi, enda kíki hún tiltölulega sjaldan inn á reikning dótturinnar. „En svo fengum við símtal frá ungum strák sem segist hafa fengið millifærslu frá dóttur okkar og honum fyndist það eitthvað skrýtið, því hann hafi tekið eftir því að hún væri ekki nema þriggja ára gömul. Við þekkjum hann ekki neitt og hann er bara ótrúlega heiðarlegur að hafa hringt í okkur,“ segir Solveig, og færir drengnum bestu þakkir fyrir að hafa haft samband vegna málsins. „Við hefðum kannski annars ekki komist að þessu fyrr en næst þegar ég ætlaði að leggja inn á hana. Og ég veit ekkert hvort þetta gerðist þennan sama dag eða hvort það var liðin vika eða tvær, ég hef ekki hugmynd.“Óþægilegt að vita til þess að hægt sé að eyða reikningi Eftir ábendinguna frá drengnum kíkti Solveig inn á heimabankann og sá að þar var ekkert lengur í nafni dóttur hennar. Hún hringdi svo í bankann í gærmorgun og spurðist fyrir um málið. Starfsmaðurinn sem svaraði henni fann engan reikning undir kennitölu dótturinnar. „Ég gaf henni kennitöluna hjá stráknum sem hringdi í okkur og þá gátu þau staðfest að það var vissulega komin millifærsla frá dóttur minni, þó að reikningurinn hennar væri ekki lengur til. Þau voru rosa fljót að leysa þetta, ég held það hafi verið hringt í mig hálftíma seinna, og þá voru peningarnir komnir aftur á sinn stað.“ „Þetta var óþægilegt að vita, að það sé hægt að eyða óvart út reikningi, af því að ég hef til dæmis ekki aðgang að því að tæma hann núna. Hann er læstur.“ Solveig segist hafa fengið þær skýringar frá bankanum í gær að um hefði verið að ræða mannleg mistök. Það var þó ekki útskýrt frekar fyrir henni fyrr en upplýsingafulltrúi Íslandsbanka hafði samband við hana í gær. Þá hyggst Solveig leita enn frekari skýringa frá bankanum í dag.Sama reikningsnúmer en hvort í sínu útibúi Ekki náðist í Eddu Hermannsdóttur upplýsingafulltrúa Íslandsbanka við vinnslu þessarar fréttar. Hún útskýrði málið í samtali við Fréttablaðið í morgun og sagði að um hefði verið að ræða „röð mannlegra mistaka“. Fréttablaðið hefur eftir Eddu að dóttir Solveigar og drengurinn hafi verið með sama reikningsnúmer en hvort í sínu útibúi. Reikningi dótturinnar hafi óvart verið lokað í stað reikningsins hjá drengnum þegar vitlaust útibúsnúmer var stimplað inn. Þá ítrekaði hún að þó að reikningi sé eytt þá sé enn aðgengileg viðskiptasaga hjá bankanum, sem starfsmaðurinn sem Solveig ræddi fyrst við virðist ekki hafa fundið. Mjög óvenjulegt sé að svona nokkuð gerist í bankanum og harmar hann mistökin. Íslenskir bankar Neytendur Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Átján ára drengur setti sig í samband við Solveigu Ruth Sigurðardóttur í fyrradag og tjáði henni að þriggja ára dóttir hennar hefði millifært hundrað þúsund krónur á reikning hans. Þetta kom Solveigu vitanlega mjög á óvart en við nánari eftirgrennslan kom í ljós að reikningi dótturinnar hafði verið lokað fyrir mistök. Viðskiptabanki mæðgnanna, Íslandsbanki, harmar mistökin. Solveig greindi frá málinu á Facebook í gær en færslan hefur vakið mikla athygli. Solveig segir í samtali við Vísi að hún hafi ekki tekið eftir neinu fyrr en ungi maðurinn hringdi, enda kíki hún tiltölulega sjaldan inn á reikning dótturinnar. „En svo fengum við símtal frá ungum strák sem segist hafa fengið millifærslu frá dóttur okkar og honum fyndist það eitthvað skrýtið, því hann hafi tekið eftir því að hún væri ekki nema þriggja ára gömul. Við þekkjum hann ekki neitt og hann er bara ótrúlega heiðarlegur að hafa hringt í okkur,“ segir Solveig, og færir drengnum bestu þakkir fyrir að hafa haft samband vegna málsins. „Við hefðum kannski annars ekki komist að þessu fyrr en næst þegar ég ætlaði að leggja inn á hana. Og ég veit ekkert hvort þetta gerðist þennan sama dag eða hvort það var liðin vika eða tvær, ég hef ekki hugmynd.“Óþægilegt að vita til þess að hægt sé að eyða reikningi Eftir ábendinguna frá drengnum kíkti Solveig inn á heimabankann og sá að þar var ekkert lengur í nafni dóttur hennar. Hún hringdi svo í bankann í gærmorgun og spurðist fyrir um málið. Starfsmaðurinn sem svaraði henni fann engan reikning undir kennitölu dótturinnar. „Ég gaf henni kennitöluna hjá stráknum sem hringdi í okkur og þá gátu þau staðfest að það var vissulega komin millifærsla frá dóttur minni, þó að reikningurinn hennar væri ekki lengur til. Þau voru rosa fljót að leysa þetta, ég held það hafi verið hringt í mig hálftíma seinna, og þá voru peningarnir komnir aftur á sinn stað.“ „Þetta var óþægilegt að vita, að það sé hægt að eyða óvart út reikningi, af því að ég hef til dæmis ekki aðgang að því að tæma hann núna. Hann er læstur.“ Solveig segist hafa fengið þær skýringar frá bankanum í gær að um hefði verið að ræða mannleg mistök. Það var þó ekki útskýrt frekar fyrir henni fyrr en upplýsingafulltrúi Íslandsbanka hafði samband við hana í gær. Þá hyggst Solveig leita enn frekari skýringa frá bankanum í dag.Sama reikningsnúmer en hvort í sínu útibúi Ekki náðist í Eddu Hermannsdóttur upplýsingafulltrúa Íslandsbanka við vinnslu þessarar fréttar. Hún útskýrði málið í samtali við Fréttablaðið í morgun og sagði að um hefði verið að ræða „röð mannlegra mistaka“. Fréttablaðið hefur eftir Eddu að dóttir Solveigar og drengurinn hafi verið með sama reikningsnúmer en hvort í sínu útibúi. Reikningi dótturinnar hafi óvart verið lokað í stað reikningsins hjá drengnum þegar vitlaust útibúsnúmer var stimplað inn. Þá ítrekaði hún að þó að reikningi sé eytt þá sé enn aðgengileg viðskiptasaga hjá bankanum, sem starfsmaðurinn sem Solveig ræddi fyrst við virðist ekki hafa fundið. Mjög óvenjulegt sé að svona nokkuð gerist í bankanum og harmar hann mistökin.
Íslenskir bankar Neytendur Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira