Reikningur þriggja ára dótturinnar tæmdur vegna „mannlegra mistaka“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. janúar 2019 12:31 Solveig Rut og Björgvin Örn, foreldrar þriggja ára eiganda reikningsins. Mynd/Aðsend Átján ára drengur setti sig í samband við Solveigu Ruth Sigurðardóttur í fyrradag og tjáði henni að þriggja ára dóttir hennar hefði millifært hundrað þúsund krónur á reikning hans. Þetta kom Solveigu vitanlega mjög á óvart en við nánari eftirgrennslan kom í ljós að reikningi dótturinnar hafði verið lokað fyrir mistök. Viðskiptabanki mæðgnanna, Íslandsbanki, harmar mistökin. Solveig greindi frá málinu á Facebook í gær en færslan hefur vakið mikla athygli. Solveig segir í samtali við Vísi að hún hafi ekki tekið eftir neinu fyrr en ungi maðurinn hringdi, enda kíki hún tiltölulega sjaldan inn á reikning dótturinnar. „En svo fengum við símtal frá ungum strák sem segist hafa fengið millifærslu frá dóttur okkar og honum fyndist það eitthvað skrýtið, því hann hafi tekið eftir því að hún væri ekki nema þriggja ára gömul. Við þekkjum hann ekki neitt og hann er bara ótrúlega heiðarlegur að hafa hringt í okkur,“ segir Solveig, og færir drengnum bestu þakkir fyrir að hafa haft samband vegna málsins. „Við hefðum kannski annars ekki komist að þessu fyrr en næst þegar ég ætlaði að leggja inn á hana. Og ég veit ekkert hvort þetta gerðist þennan sama dag eða hvort það var liðin vika eða tvær, ég hef ekki hugmynd.“Óþægilegt að vita til þess að hægt sé að eyða reikningi Eftir ábendinguna frá drengnum kíkti Solveig inn á heimabankann og sá að þar var ekkert lengur í nafni dóttur hennar. Hún hringdi svo í bankann í gærmorgun og spurðist fyrir um málið. Starfsmaðurinn sem svaraði henni fann engan reikning undir kennitölu dótturinnar. „Ég gaf henni kennitöluna hjá stráknum sem hringdi í okkur og þá gátu þau staðfest að það var vissulega komin millifærsla frá dóttur minni, þó að reikningurinn hennar væri ekki lengur til. Þau voru rosa fljót að leysa þetta, ég held það hafi verið hringt í mig hálftíma seinna, og þá voru peningarnir komnir aftur á sinn stað.“ „Þetta var óþægilegt að vita, að það sé hægt að eyða óvart út reikningi, af því að ég hef til dæmis ekki aðgang að því að tæma hann núna. Hann er læstur.“ Solveig segist hafa fengið þær skýringar frá bankanum í gær að um hefði verið að ræða mannleg mistök. Það var þó ekki útskýrt frekar fyrir henni fyrr en upplýsingafulltrúi Íslandsbanka hafði samband við hana í gær. Þá hyggst Solveig leita enn frekari skýringa frá bankanum í dag.Sama reikningsnúmer en hvort í sínu útibúi Ekki náðist í Eddu Hermannsdóttur upplýsingafulltrúa Íslandsbanka við vinnslu þessarar fréttar. Hún útskýrði málið í samtali við Fréttablaðið í morgun og sagði að um hefði verið að ræða „röð mannlegra mistaka“. Fréttablaðið hefur eftir Eddu að dóttir Solveigar og drengurinn hafi verið með sama reikningsnúmer en hvort í sínu útibúi. Reikningi dótturinnar hafi óvart verið lokað í stað reikningsins hjá drengnum þegar vitlaust útibúsnúmer var stimplað inn. Þá ítrekaði hún að þó að reikningi sé eytt þá sé enn aðgengileg viðskiptasaga hjá bankanum, sem starfsmaðurinn sem Solveig ræddi fyrst við virðist ekki hafa fundið. Mjög óvenjulegt sé að svona nokkuð gerist í bankanum og harmar hann mistökin. Íslenskir bankar Neytendur Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Átján ára drengur setti sig í samband við Solveigu Ruth Sigurðardóttur í fyrradag og tjáði henni að þriggja ára dóttir hennar hefði millifært hundrað þúsund krónur á reikning hans. Þetta kom Solveigu vitanlega mjög á óvart en við nánari eftirgrennslan kom í ljós að reikningi dótturinnar hafði verið lokað fyrir mistök. Viðskiptabanki mæðgnanna, Íslandsbanki, harmar mistökin. Solveig greindi frá málinu á Facebook í gær en færslan hefur vakið mikla athygli. Solveig segir í samtali við Vísi að hún hafi ekki tekið eftir neinu fyrr en ungi maðurinn hringdi, enda kíki hún tiltölulega sjaldan inn á reikning dótturinnar. „En svo fengum við símtal frá ungum strák sem segist hafa fengið millifærslu frá dóttur okkar og honum fyndist það eitthvað skrýtið, því hann hafi tekið eftir því að hún væri ekki nema þriggja ára gömul. Við þekkjum hann ekki neitt og hann er bara ótrúlega heiðarlegur að hafa hringt í okkur,“ segir Solveig, og færir drengnum bestu þakkir fyrir að hafa haft samband vegna málsins. „Við hefðum kannski annars ekki komist að þessu fyrr en næst þegar ég ætlaði að leggja inn á hana. Og ég veit ekkert hvort þetta gerðist þennan sama dag eða hvort það var liðin vika eða tvær, ég hef ekki hugmynd.“Óþægilegt að vita til þess að hægt sé að eyða reikningi Eftir ábendinguna frá drengnum kíkti Solveig inn á heimabankann og sá að þar var ekkert lengur í nafni dóttur hennar. Hún hringdi svo í bankann í gærmorgun og spurðist fyrir um málið. Starfsmaðurinn sem svaraði henni fann engan reikning undir kennitölu dótturinnar. „Ég gaf henni kennitöluna hjá stráknum sem hringdi í okkur og þá gátu þau staðfest að það var vissulega komin millifærsla frá dóttur minni, þó að reikningurinn hennar væri ekki lengur til. Þau voru rosa fljót að leysa þetta, ég held það hafi verið hringt í mig hálftíma seinna, og þá voru peningarnir komnir aftur á sinn stað.“ „Þetta var óþægilegt að vita, að það sé hægt að eyða óvart út reikningi, af því að ég hef til dæmis ekki aðgang að því að tæma hann núna. Hann er læstur.“ Solveig segist hafa fengið þær skýringar frá bankanum í gær að um hefði verið að ræða mannleg mistök. Það var þó ekki útskýrt frekar fyrir henni fyrr en upplýsingafulltrúi Íslandsbanka hafði samband við hana í gær. Þá hyggst Solveig leita enn frekari skýringa frá bankanum í dag.Sama reikningsnúmer en hvort í sínu útibúi Ekki náðist í Eddu Hermannsdóttur upplýsingafulltrúa Íslandsbanka við vinnslu þessarar fréttar. Hún útskýrði málið í samtali við Fréttablaðið í morgun og sagði að um hefði verið að ræða „röð mannlegra mistaka“. Fréttablaðið hefur eftir Eddu að dóttir Solveigar og drengurinn hafi verið með sama reikningsnúmer en hvort í sínu útibúi. Reikningi dótturinnar hafi óvart verið lokað í stað reikningsins hjá drengnum þegar vitlaust útibúsnúmer var stimplað inn. Þá ítrekaði hún að þó að reikningi sé eytt þá sé enn aðgengileg viðskiptasaga hjá bankanum, sem starfsmaðurinn sem Solveig ræddi fyrst við virðist ekki hafa fundið. Mjög óvenjulegt sé að svona nokkuð gerist í bankanum og harmar hann mistökin.
Íslenskir bankar Neytendur Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira