Samfélagslega mikilvægt að styrkja fjölmiðla Kjartan Kjartansson skrifar 23. janúar 2019 19:02 Lilja segir það skipta máli fyrir íslenskt mál, menningu og lýðræðislega umræðu að styrkja fjölmiðla. Vísir/Vilhelm Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir það samfélagslega mikilvæga aðgerð að styðja starfsemi fjölmiðla. Í frumvarpi sem ráðuneyti hennar hefur undirbúið er lagt til að ríkið styrki einkarekna fjölmiðla fjárhagslega. Í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni sagðist Lilja búast við því að kynna frumvarpsdrögin í ríkisstjórn í næstu viku. Í því sé meðal annars kveðið á um að einkareknir fjölmiðlar geti fengið stuðning í formi endurgreiðslu á hluta kostnaðar, allt að 25%, sem fellur til við öflun eða miðlun frétta, fréttatengds efnis eða umfjöllunar um samfélagsleg málefni, að uppfylltum skilyrðum. „Það skiptir svo miklu máli að það sé jafnvægi á fjölmiðlamarkaði upp á lýðræðislega umræðu og að fólk geti tekið þátt í henni,“ sagði ráðherrann um mikilvægi þess að styðja fjölmiðla. Frumvarpið sé að norrænni fyrirmynd og taki að miklu leyti mið af norskri og danskri löggjöf. Þáttastjórnendur spurðu Lilju ítrekað út í stöðu RÚV á auglýsingamarkaði og samkeppni við einkarekna miðla. Ráðherrann sagði frumvarpið nú aðeins beinast að einkareknum fjölmiðlum. Það væri fyrsta stóra aðgerðin í röð aðgerða sem eiga að efla íslenskan fjölmiðlamarkað. Svaraði hún því ekki beint hvort að til greina kæmi að taka RÚV af auglýsingamarkaði. Skýrslur sem hún hefur fengið í hendur hafi fært rök í ólíkar áttir. Sums staðar hafi reynslan verið sú að innlendi auglýsingamarkaðurinn skreppi saman þegar ríkisreknir fjölmiðlar eru teknir þaðan. Auglýsingatekjurnar renni þá til stórfyrirtækja eins og Facebook eða Google. „Við erum líka að skoða fleiri aðgerðir. Er eitthvað annað sem getur komið til aðstoðar á markaðslegum forsendum vegna þess að við viljum heldur ekki að hið opinbera sé bara komið með þetta allt í fangið,“ sagði Lilja. Fjölmiðlar Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir það samfélagslega mikilvæga aðgerð að styðja starfsemi fjölmiðla. Í frumvarpi sem ráðuneyti hennar hefur undirbúið er lagt til að ríkið styrki einkarekna fjölmiðla fjárhagslega. Í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni sagðist Lilja búast við því að kynna frumvarpsdrögin í ríkisstjórn í næstu viku. Í því sé meðal annars kveðið á um að einkareknir fjölmiðlar geti fengið stuðning í formi endurgreiðslu á hluta kostnaðar, allt að 25%, sem fellur til við öflun eða miðlun frétta, fréttatengds efnis eða umfjöllunar um samfélagsleg málefni, að uppfylltum skilyrðum. „Það skiptir svo miklu máli að það sé jafnvægi á fjölmiðlamarkaði upp á lýðræðislega umræðu og að fólk geti tekið þátt í henni,“ sagði ráðherrann um mikilvægi þess að styðja fjölmiðla. Frumvarpið sé að norrænni fyrirmynd og taki að miklu leyti mið af norskri og danskri löggjöf. Þáttastjórnendur spurðu Lilju ítrekað út í stöðu RÚV á auglýsingamarkaði og samkeppni við einkarekna miðla. Ráðherrann sagði frumvarpið nú aðeins beinast að einkareknum fjölmiðlum. Það væri fyrsta stóra aðgerðin í röð aðgerða sem eiga að efla íslenskan fjölmiðlamarkað. Svaraði hún því ekki beint hvort að til greina kæmi að taka RÚV af auglýsingamarkaði. Skýrslur sem hún hefur fengið í hendur hafi fært rök í ólíkar áttir. Sums staðar hafi reynslan verið sú að innlendi auglýsingamarkaðurinn skreppi saman þegar ríkisreknir fjölmiðlar eru teknir þaðan. Auglýsingatekjurnar renni þá til stórfyrirtækja eins og Facebook eða Google. „Við erum líka að skoða fleiri aðgerðir. Er eitthvað annað sem getur komið til aðstoðar á markaðslegum forsendum vegna þess að við viljum heldur ekki að hið opinbera sé bara komið með þetta allt í fangið,“ sagði Lilja.
Fjölmiðlar Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Sjá meira