Snoop Dogg keypti hlut í sænsku fjártæknifyrirtæki Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. janúar 2019 13:38 Ásamt því að kaupa hlut í Klarna verður Snoop Dogg andlit nýjustu auglýsingaherferðar fyrirtækisins, þar sem hann gengur undir nafninu Smoooth Dogg. Klarna Rappgoðsögnin og auðmaðurinn Calvin Cordozar Broadus Jr., betur þekktur undir listamannsnafninu Snoop Dogg, varð á dögunum hluthafi í sænska fjártæknifyrirtækinu Klarna. Stærð hlutar hans eða upphæð fjárfestingarinnar hafa þó ekki fengist uppgefin, en aðstandendur Klarna segja þó í samtali við Forbes að Snoop Dogg verði ekki ráðandi hluthafi. Fyrirtækið, sem metið var á 2,5 milljarða bandaríkjadala í fyrra, 300 milljarða íslenskra króna, býður viðskiptavinum sínum upp á margvíslegar greiðsludreifingarleiðir hjá rúmlega 100 þúsund smásöluverslunum í vesturheimi. Auk þess að verða hluthafi í Klarna mun tónlistarmaðurinn jafnframt verða andlit nýjustu auglýsingaherferðar fyrirtækisins. Í auglýsingunum gengur hann þó undir öðru nafni, Smoooth Dog, sem er í samræmi við stefnu Klarna um þægilega greiðsludreifingu.„Við höfum verið á hinni þægilegu vegferð nokkuð lengi,“ segir Sebastian Siemiatkowski, forstjóri Klarna, í samtali við Forbes og vísar þar til herferðar fyrirtækisins frá árinu 2016. „Þannig að við veltum fyrir okkur hver væri þægilegasti núlifandi einstaklingurinn og það er í raun sagan á bakvið það að Snoop Dogg kom inn í myndina. Þegar við byrjuðum að spjalla við Snoop Dogg þá var hann mjög áhugasamur um tæknibransann, fjártækni, allan pakkann, þannig að við náðum mjög vel saman,“ segir forstjórinn. Sjálfur segist hinn silkilmjúki Snoop vera á höttunum eftir fleiri fjárfestingartækifærum. Hann hefur látið til sín taka á síðustu árum, til að mynda fjárfesti hann í samfélagsmiðlinum Reddit, markaðstorginu Robinhood og marijúanaheimsendingaþjónustunni Eaze. „Ég hef lært mikið um heim viðskiptanna á síðustu árum. Ég þarf að fara mér hægt og kanna málin til hlítar. Það er mikilvægt að mér líki vel við stofnendurna og að ég hafi trú á því að þeir geti stýrt fyrirtækjunum,“ segir Dogg sem vonast til að geta aðstoðað Klarna við ímyndarvinnu og staðfærslu vörumerkisins. Svíþjóð Tækni Tengdar fréttir Bankar þurfa að hugsa út fyrir kassann og endurskilgreina sig Fjármálastarfsemi stendur á tímamótum. 1. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Rappgoðsögnin og auðmaðurinn Calvin Cordozar Broadus Jr., betur þekktur undir listamannsnafninu Snoop Dogg, varð á dögunum hluthafi í sænska fjártæknifyrirtækinu Klarna. Stærð hlutar hans eða upphæð fjárfestingarinnar hafa þó ekki fengist uppgefin, en aðstandendur Klarna segja þó í samtali við Forbes að Snoop Dogg verði ekki ráðandi hluthafi. Fyrirtækið, sem metið var á 2,5 milljarða bandaríkjadala í fyrra, 300 milljarða íslenskra króna, býður viðskiptavinum sínum upp á margvíslegar greiðsludreifingarleiðir hjá rúmlega 100 þúsund smásöluverslunum í vesturheimi. Auk þess að verða hluthafi í Klarna mun tónlistarmaðurinn jafnframt verða andlit nýjustu auglýsingaherferðar fyrirtækisins. Í auglýsingunum gengur hann þó undir öðru nafni, Smoooth Dog, sem er í samræmi við stefnu Klarna um þægilega greiðsludreifingu.„Við höfum verið á hinni þægilegu vegferð nokkuð lengi,“ segir Sebastian Siemiatkowski, forstjóri Klarna, í samtali við Forbes og vísar þar til herferðar fyrirtækisins frá árinu 2016. „Þannig að við veltum fyrir okkur hver væri þægilegasti núlifandi einstaklingurinn og það er í raun sagan á bakvið það að Snoop Dogg kom inn í myndina. Þegar við byrjuðum að spjalla við Snoop Dogg þá var hann mjög áhugasamur um tæknibransann, fjártækni, allan pakkann, þannig að við náðum mjög vel saman,“ segir forstjórinn. Sjálfur segist hinn silkilmjúki Snoop vera á höttunum eftir fleiri fjárfestingartækifærum. Hann hefur látið til sín taka á síðustu árum, til að mynda fjárfesti hann í samfélagsmiðlinum Reddit, markaðstorginu Robinhood og marijúanaheimsendingaþjónustunni Eaze. „Ég hef lært mikið um heim viðskiptanna á síðustu árum. Ég þarf að fara mér hægt og kanna málin til hlítar. Það er mikilvægt að mér líki vel við stofnendurna og að ég hafi trú á því að þeir geti stýrt fyrirtækjunum,“ segir Dogg sem vonast til að geta aðstoðað Klarna við ímyndarvinnu og staðfærslu vörumerkisins.
Svíþjóð Tækni Tengdar fréttir Bankar þurfa að hugsa út fyrir kassann og endurskilgreina sig Fjármálastarfsemi stendur á tímamótum. 1. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Bankar þurfa að hugsa út fyrir kassann og endurskilgreina sig Fjármálastarfsemi stendur á tímamótum. 1. nóvember 2018 07:00