Færðu sig yfir á aðra hlið rútunnar til að varna því að hún ylti Birgir Olgeirsson og Sighvatur Jónsson skrifa 20. janúar 2019 22:15 Aðstæður á Kjalarnesi, þar sem tvær rútur fóru út af veginum um kvöldmatarleytið, voru afar erfiðar. Brynjar Þór Friðriksson, deildarstjóri á aðgerðasviði hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, segir blindbyl hafa verið á vettvangi, mjög hvasst og mikla snjókomu. „Maður sá kannski fimm til tíu metra frá sér,“ sagði Brynjar Þór í samtali við fréttastofu í kvöld. Hann segir alla farþega í rútunum tveimur komna til Reykjavíkur. 27 voru í stærri rútunni og ellefu í þeirri minni. Stærri rútan valt á hliðina eftir að hafa fokið af veginum. Fjórir í þeirri rútu hlutu minniháttar áverka og voru fluttir á slysadeild.Brynjar Þór Friðiksson, deildarstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.Vísir/EgillBandarískar mæðgur sem voru í minni rútunni héldu að hún myndi velta en farþegarnir færðu sig allir yfir í aðra hlið rútunnar til að koma í veg fyrir það. „Það var mikill vindur sem hristi bílinn og ökumaðurinn hafði hægt ferðina. Bíllinn rann síðan af veginum og byrjaði að halla. Við héldum að hann myndi velta en við fórum öll yfir á aðra hliðina til að rétta bílinn af. Síðan biðum við í fjörutíu mínútur eftir að vera komið til bjargar,“ sagði Rosemarie Frost í samtali við fréttastofu í Varmárskóla. „Við vorum heilt yfir frekar róleg sem vorum í bílnum. Það hjálpaði til og bílstjórinn var frábær. Við hringdum í Neyðarlínuna um leið og biðum,“ sagði Alexandra Frost. Rosemarie segir bílstjórann hafa skipað farþegum að halda kyrru fyrir. „Ég var kvíðinn og er enn með skjálfta. Við björguðumst þó og björgunarliðið var magnað. Þau voru virkilega snögg og góð,“ sagði Rosemarie áður en þær mægður héldu aftur á hótelið sitt í Reykjavík. Þær halda í aðra ferð út á land á morgun og ætla ekki að láta þetta slys aftra sér við að njóta lífsins á meðan þær eru í fríi á Íslandi.Mæðgurnar Rosemarie og Alexandra Frost.Vísir/EgillParið Stephen Pendergrast og Katrina Hamilton, frá Manchester á Englandi, var í stærri rútunni. Stephen segir daginn hafa byrjað á góðri ferð þar sem skroppið var á vélsleða og farið í íshelli. Á leiðinni heim hafði veðrið hins vegar versnað til muna og vindhviða feykti rútunni af veginum. „Til allrar hamingju meiddist enginn alvarlega,“ sagði Katrina. Hún segir nokkra farþega hafa fengið glerbrot yfir sig þegar rútan valt. „Þetta gerðist eins og í hægri endursýningu. Við fukum út af veginum og ultum á hliðina. Þetta var frekar óhugnanlegt,“ sagði Katrina. Líkt og bandarísku mæðgurnar ætla Stephen og Katrina ekki að láta þetta slys slá sig út af laginu en ætlunin er að fara í Bláa lónið á morgun og halda síðan til Englands.Stephen Pendergrast og Katrina Hamilton voru í stærri rútunni.Vísir/EgillBrynjar Þór sagði við fréttastofu að betur hefði farið en búist var við í fyrstu. Þegar hann heyrði af því að tvær rútur hefðu farið af veginum bjó hann sig undir það versta en vonaði það besta. „En það var gott að allir sluppu vel,“ sagði Brynjar. Spurður hvort farþegarnir hafi verið í öryggisbeltum sagði hann að rannsókn lögreglu muni leiða það í ljós en benti á að miðað við áverka slapp fólkið ótrúlega vel. „Fólkinu var brugðið en er vel á sig komið núna.“ Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Veður Tengdar fréttir Tvær rútur og sjúkrabíll út af á Kjalarnesi Ekki alvarleg slys á fólki samkvæmt fyrstu upplýsingum en veðrið er afar slæmt á vettvangi. 20. janúar 2019 18:50 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Sjá meira
Aðstæður á Kjalarnesi, þar sem tvær rútur fóru út af veginum um kvöldmatarleytið, voru afar erfiðar. Brynjar Þór Friðriksson, deildarstjóri á aðgerðasviði hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, segir blindbyl hafa verið á vettvangi, mjög hvasst og mikla snjókomu. „Maður sá kannski fimm til tíu metra frá sér,“ sagði Brynjar Þór í samtali við fréttastofu í kvöld. Hann segir alla farþega í rútunum tveimur komna til Reykjavíkur. 27 voru í stærri rútunni og ellefu í þeirri minni. Stærri rútan valt á hliðina eftir að hafa fokið af veginum. Fjórir í þeirri rútu hlutu minniháttar áverka og voru fluttir á slysadeild.Brynjar Þór Friðiksson, deildarstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.Vísir/EgillBandarískar mæðgur sem voru í minni rútunni héldu að hún myndi velta en farþegarnir færðu sig allir yfir í aðra hlið rútunnar til að koma í veg fyrir það. „Það var mikill vindur sem hristi bílinn og ökumaðurinn hafði hægt ferðina. Bíllinn rann síðan af veginum og byrjaði að halla. Við héldum að hann myndi velta en við fórum öll yfir á aðra hliðina til að rétta bílinn af. Síðan biðum við í fjörutíu mínútur eftir að vera komið til bjargar,“ sagði Rosemarie Frost í samtali við fréttastofu í Varmárskóla. „Við vorum heilt yfir frekar róleg sem vorum í bílnum. Það hjálpaði til og bílstjórinn var frábær. Við hringdum í Neyðarlínuna um leið og biðum,“ sagði Alexandra Frost. Rosemarie segir bílstjórann hafa skipað farþegum að halda kyrru fyrir. „Ég var kvíðinn og er enn með skjálfta. Við björguðumst þó og björgunarliðið var magnað. Þau voru virkilega snögg og góð,“ sagði Rosemarie áður en þær mægður héldu aftur á hótelið sitt í Reykjavík. Þær halda í aðra ferð út á land á morgun og ætla ekki að láta þetta slys aftra sér við að njóta lífsins á meðan þær eru í fríi á Íslandi.Mæðgurnar Rosemarie og Alexandra Frost.Vísir/EgillParið Stephen Pendergrast og Katrina Hamilton, frá Manchester á Englandi, var í stærri rútunni. Stephen segir daginn hafa byrjað á góðri ferð þar sem skroppið var á vélsleða og farið í íshelli. Á leiðinni heim hafði veðrið hins vegar versnað til muna og vindhviða feykti rútunni af veginum. „Til allrar hamingju meiddist enginn alvarlega,“ sagði Katrina. Hún segir nokkra farþega hafa fengið glerbrot yfir sig þegar rútan valt. „Þetta gerðist eins og í hægri endursýningu. Við fukum út af veginum og ultum á hliðina. Þetta var frekar óhugnanlegt,“ sagði Katrina. Líkt og bandarísku mæðgurnar ætla Stephen og Katrina ekki að láta þetta slys slá sig út af laginu en ætlunin er að fara í Bláa lónið á morgun og halda síðan til Englands.Stephen Pendergrast og Katrina Hamilton voru í stærri rútunni.Vísir/EgillBrynjar Þór sagði við fréttastofu að betur hefði farið en búist var við í fyrstu. Þegar hann heyrði af því að tvær rútur hefðu farið af veginum bjó hann sig undir það versta en vonaði það besta. „En það var gott að allir sluppu vel,“ sagði Brynjar. Spurður hvort farþegarnir hafi verið í öryggisbeltum sagði hann að rannsókn lögreglu muni leiða það í ljós en benti á að miðað við áverka slapp fólkið ótrúlega vel. „Fólkinu var brugðið en er vel á sig komið núna.“
Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Veður Tengdar fréttir Tvær rútur og sjúkrabíll út af á Kjalarnesi Ekki alvarleg slys á fólki samkvæmt fyrstu upplýsingum en veðrið er afar slæmt á vettvangi. 20. janúar 2019 18:50 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Sjá meira
Tvær rútur og sjúkrabíll út af á Kjalarnesi Ekki alvarleg slys á fólki samkvæmt fyrstu upplýsingum en veðrið er afar slæmt á vettvangi. 20. janúar 2019 18:50