Færðu sig yfir á aðra hlið rútunnar til að varna því að hún ylti Birgir Olgeirsson og Sighvatur Jónsson skrifa 20. janúar 2019 22:15 Aðstæður á Kjalarnesi, þar sem tvær rútur fóru út af veginum um kvöldmatarleytið, voru afar erfiðar. Brynjar Þór Friðriksson, deildarstjóri á aðgerðasviði hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, segir blindbyl hafa verið á vettvangi, mjög hvasst og mikla snjókomu. „Maður sá kannski fimm til tíu metra frá sér,“ sagði Brynjar Þór í samtali við fréttastofu í kvöld. Hann segir alla farþega í rútunum tveimur komna til Reykjavíkur. 27 voru í stærri rútunni og ellefu í þeirri minni. Stærri rútan valt á hliðina eftir að hafa fokið af veginum. Fjórir í þeirri rútu hlutu minniháttar áverka og voru fluttir á slysadeild.Brynjar Þór Friðiksson, deildarstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.Vísir/EgillBandarískar mæðgur sem voru í minni rútunni héldu að hún myndi velta en farþegarnir færðu sig allir yfir í aðra hlið rútunnar til að koma í veg fyrir það. „Það var mikill vindur sem hristi bílinn og ökumaðurinn hafði hægt ferðina. Bíllinn rann síðan af veginum og byrjaði að halla. Við héldum að hann myndi velta en við fórum öll yfir á aðra hliðina til að rétta bílinn af. Síðan biðum við í fjörutíu mínútur eftir að vera komið til bjargar,“ sagði Rosemarie Frost í samtali við fréttastofu í Varmárskóla. „Við vorum heilt yfir frekar róleg sem vorum í bílnum. Það hjálpaði til og bílstjórinn var frábær. Við hringdum í Neyðarlínuna um leið og biðum,“ sagði Alexandra Frost. Rosemarie segir bílstjórann hafa skipað farþegum að halda kyrru fyrir. „Ég var kvíðinn og er enn með skjálfta. Við björguðumst þó og björgunarliðið var magnað. Þau voru virkilega snögg og góð,“ sagði Rosemarie áður en þær mægður héldu aftur á hótelið sitt í Reykjavík. Þær halda í aðra ferð út á land á morgun og ætla ekki að láta þetta slys aftra sér við að njóta lífsins á meðan þær eru í fríi á Íslandi.Mæðgurnar Rosemarie og Alexandra Frost.Vísir/EgillParið Stephen Pendergrast og Katrina Hamilton, frá Manchester á Englandi, var í stærri rútunni. Stephen segir daginn hafa byrjað á góðri ferð þar sem skroppið var á vélsleða og farið í íshelli. Á leiðinni heim hafði veðrið hins vegar versnað til muna og vindhviða feykti rútunni af veginum. „Til allrar hamingju meiddist enginn alvarlega,“ sagði Katrina. Hún segir nokkra farþega hafa fengið glerbrot yfir sig þegar rútan valt. „Þetta gerðist eins og í hægri endursýningu. Við fukum út af veginum og ultum á hliðina. Þetta var frekar óhugnanlegt,“ sagði Katrina. Líkt og bandarísku mæðgurnar ætla Stephen og Katrina ekki að láta þetta slys slá sig út af laginu en ætlunin er að fara í Bláa lónið á morgun og halda síðan til Englands.Stephen Pendergrast og Katrina Hamilton voru í stærri rútunni.Vísir/EgillBrynjar Þór sagði við fréttastofu að betur hefði farið en búist var við í fyrstu. Þegar hann heyrði af því að tvær rútur hefðu farið af veginum bjó hann sig undir það versta en vonaði það besta. „En það var gott að allir sluppu vel,“ sagði Brynjar. Spurður hvort farþegarnir hafi verið í öryggisbeltum sagði hann að rannsókn lögreglu muni leiða það í ljós en benti á að miðað við áverka slapp fólkið ótrúlega vel. „Fólkinu var brugðið en er vel á sig komið núna.“ Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Veður Tengdar fréttir Tvær rútur og sjúkrabíll út af á Kjalarnesi Ekki alvarleg slys á fólki samkvæmt fyrstu upplýsingum en veðrið er afar slæmt á vettvangi. 20. janúar 2019 18:50 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Fleiri fréttir Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Sjá meira
Aðstæður á Kjalarnesi, þar sem tvær rútur fóru út af veginum um kvöldmatarleytið, voru afar erfiðar. Brynjar Þór Friðriksson, deildarstjóri á aðgerðasviði hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, segir blindbyl hafa verið á vettvangi, mjög hvasst og mikla snjókomu. „Maður sá kannski fimm til tíu metra frá sér,“ sagði Brynjar Þór í samtali við fréttastofu í kvöld. Hann segir alla farþega í rútunum tveimur komna til Reykjavíkur. 27 voru í stærri rútunni og ellefu í þeirri minni. Stærri rútan valt á hliðina eftir að hafa fokið af veginum. Fjórir í þeirri rútu hlutu minniháttar áverka og voru fluttir á slysadeild.Brynjar Þór Friðiksson, deildarstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.Vísir/EgillBandarískar mæðgur sem voru í minni rútunni héldu að hún myndi velta en farþegarnir færðu sig allir yfir í aðra hlið rútunnar til að koma í veg fyrir það. „Það var mikill vindur sem hristi bílinn og ökumaðurinn hafði hægt ferðina. Bíllinn rann síðan af veginum og byrjaði að halla. Við héldum að hann myndi velta en við fórum öll yfir á aðra hliðina til að rétta bílinn af. Síðan biðum við í fjörutíu mínútur eftir að vera komið til bjargar,“ sagði Rosemarie Frost í samtali við fréttastofu í Varmárskóla. „Við vorum heilt yfir frekar róleg sem vorum í bílnum. Það hjálpaði til og bílstjórinn var frábær. Við hringdum í Neyðarlínuna um leið og biðum,“ sagði Alexandra Frost. Rosemarie segir bílstjórann hafa skipað farþegum að halda kyrru fyrir. „Ég var kvíðinn og er enn með skjálfta. Við björguðumst þó og björgunarliðið var magnað. Þau voru virkilega snögg og góð,“ sagði Rosemarie áður en þær mægður héldu aftur á hótelið sitt í Reykjavík. Þær halda í aðra ferð út á land á morgun og ætla ekki að láta þetta slys aftra sér við að njóta lífsins á meðan þær eru í fríi á Íslandi.Mæðgurnar Rosemarie og Alexandra Frost.Vísir/EgillParið Stephen Pendergrast og Katrina Hamilton, frá Manchester á Englandi, var í stærri rútunni. Stephen segir daginn hafa byrjað á góðri ferð þar sem skroppið var á vélsleða og farið í íshelli. Á leiðinni heim hafði veðrið hins vegar versnað til muna og vindhviða feykti rútunni af veginum. „Til allrar hamingju meiddist enginn alvarlega,“ sagði Katrina. Hún segir nokkra farþega hafa fengið glerbrot yfir sig þegar rútan valt. „Þetta gerðist eins og í hægri endursýningu. Við fukum út af veginum og ultum á hliðina. Þetta var frekar óhugnanlegt,“ sagði Katrina. Líkt og bandarísku mæðgurnar ætla Stephen og Katrina ekki að láta þetta slys slá sig út af laginu en ætlunin er að fara í Bláa lónið á morgun og halda síðan til Englands.Stephen Pendergrast og Katrina Hamilton voru í stærri rútunni.Vísir/EgillBrynjar Þór sagði við fréttastofu að betur hefði farið en búist var við í fyrstu. Þegar hann heyrði af því að tvær rútur hefðu farið af veginum bjó hann sig undir það versta en vonaði það besta. „En það var gott að allir sluppu vel,“ sagði Brynjar. Spurður hvort farþegarnir hafi verið í öryggisbeltum sagði hann að rannsókn lögreglu muni leiða það í ljós en benti á að miðað við áverka slapp fólkið ótrúlega vel. „Fólkinu var brugðið en er vel á sig komið núna.“
Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Veður Tengdar fréttir Tvær rútur og sjúkrabíll út af á Kjalarnesi Ekki alvarleg slys á fólki samkvæmt fyrstu upplýsingum en veðrið er afar slæmt á vettvangi. 20. janúar 2019 18:50 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Fleiri fréttir Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Sjá meira
Tvær rútur og sjúkrabíll út af á Kjalarnesi Ekki alvarleg slys á fólki samkvæmt fyrstu upplýsingum en veðrið er afar slæmt á vettvangi. 20. janúar 2019 18:50