Vísar fullyrðingum um fjárskort á bug Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 21. janúar 2019 06:15 Lilja Alfreðsdóttir. Vísir/ernir Menntamálaráðherra segir ámælisvert af forseta heilbrigðisvísindasviðs Háskólans á Akureyri (HA) að halda því fram að skólann skorti fjármagn til að fjölga hjúkrunarfræðinemum. Í grein eftir Eydísi Kr. Sveinbjarnardóttur, forseta heilbrigðisvísindasviðs HA, sem birtist í Fréttablaðinu í síðustu viku segir meðal annars að 59 nemendur í hjúkrunarfræði hafi náð öllum samkeppnisprófum upp á vormisserið. Hjúkrunarfræðideildin hafi hins vegar einungis fjármagn til að taka 55 þeirra inn. „Þetta er ekki rétt vegna þess að mennta- og menningarmálaráðuneytið var búið að útvega fjármagn í bóklega þáttinn. Hins vegar gat skólinn ekki tekið við fleirum þar sem klínísku plássin eru ekki til staðar,“ segir Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra og vísar til nefndarálits meirihluta fjárlaganefndar við nýsamþykkt fjárlagafrumvarp. Þar kemur fram að 30 milljónir sem fara áttu til Háskólans á Akureyri vegna fjölgunar hjúkrunarnema voru dregnar til baka að svo stöddu en þess getið að fjárhæðinni verði varið til þessa verkefnis þegar fyrir liggur hvernig skólarnir verða í stakk búnir til að taka á móti auknum fjölda nemenda í hjúkrunarfræði. Aðspurð segir Eydís að í áætlunum sem skólinn hafi sent ráðuneytinu sé gert ráð fyrir fjölgun um tíu nemendur á komandi hausti og aftur um tíu haustið 2021. Aðspurð um þau rök að fjárskortur hafi komið í veg fyrir fjölgun nú á vorönn segir Eydís að sú setning í greininni hafi eitthvað misskilist. „Ég var bara að útskýra að við vorum ekki í stakk búin til að fjölga strax eins og mannaflinn er hjá okkur því það var mikil pressa á að taka inn alla nemendur sem náðu prófunum. Hver nemandi til viðbótar býr til aukið álag og við erum ekki með fjármagn til að fjölga einn, tveir og þrír.“ Eydís segir forsvarsmenn hjúkrunarfræðideilda HA og HÍ nú undirbúa sameiginlegar tillögur um fjölgun hjúkrunarfræðinema sem verði sendar ráðherra í febrúar. Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Menntamálaráðherra segir ámælisvert af forseta heilbrigðisvísindasviðs Háskólans á Akureyri (HA) að halda því fram að skólann skorti fjármagn til að fjölga hjúkrunarfræðinemum. Í grein eftir Eydísi Kr. Sveinbjarnardóttur, forseta heilbrigðisvísindasviðs HA, sem birtist í Fréttablaðinu í síðustu viku segir meðal annars að 59 nemendur í hjúkrunarfræði hafi náð öllum samkeppnisprófum upp á vormisserið. Hjúkrunarfræðideildin hafi hins vegar einungis fjármagn til að taka 55 þeirra inn. „Þetta er ekki rétt vegna þess að mennta- og menningarmálaráðuneytið var búið að útvega fjármagn í bóklega þáttinn. Hins vegar gat skólinn ekki tekið við fleirum þar sem klínísku plássin eru ekki til staðar,“ segir Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra og vísar til nefndarálits meirihluta fjárlaganefndar við nýsamþykkt fjárlagafrumvarp. Þar kemur fram að 30 milljónir sem fara áttu til Háskólans á Akureyri vegna fjölgunar hjúkrunarnema voru dregnar til baka að svo stöddu en þess getið að fjárhæðinni verði varið til þessa verkefnis þegar fyrir liggur hvernig skólarnir verða í stakk búnir til að taka á móti auknum fjölda nemenda í hjúkrunarfræði. Aðspurð segir Eydís að í áætlunum sem skólinn hafi sent ráðuneytinu sé gert ráð fyrir fjölgun um tíu nemendur á komandi hausti og aftur um tíu haustið 2021. Aðspurð um þau rök að fjárskortur hafi komið í veg fyrir fjölgun nú á vorönn segir Eydís að sú setning í greininni hafi eitthvað misskilist. „Ég var bara að útskýra að við vorum ekki í stakk búin til að fjölga strax eins og mannaflinn er hjá okkur því það var mikil pressa á að taka inn alla nemendur sem náðu prófunum. Hver nemandi til viðbótar býr til aukið álag og við erum ekki með fjármagn til að fjölga einn, tveir og þrír.“ Eydís segir forsvarsmenn hjúkrunarfræðideilda HA og HÍ nú undirbúa sameiginlegar tillögur um fjölgun hjúkrunarfræðinema sem verði sendar ráðherra í febrúar.
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira