Andlát: Stefán Dan Óskarsson Birgir Olgeirsson skrifar 20. janúar 2019 20:00 Stefán Dan Óskarsson. Ágúst G. Atlason Ísfirðingurinn Stefán Dan Óskarsson varð bráðkvaddur á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði síðastliðinn mánudag, 71 árs að aldri. Stefán fæddist 11. júní árið 1947 en foreldrar hans voru Óskar Brynjólfsson, úr Landeyjum, og Björg Rögnvaldsdóttir, frá Húnavatnssýslu. Bjó Stefán alla sína ævi á Ísafirði en hann var næstelstur af sex systkinum. Stefán var kvæntur Rannveigu Hestnes en saman eignuðust þau fjögur börn, þau Hörpu, Selmu, Sverri Karl og Helga Dan. Fyrir átti Stefán soninn Inga Þór. Stefán og Rannveigu ráku líkamsræktarstöðina Stúdíó Dan á Ísafirði í 31 ár. Var stöðin fyrst opnuð árið 1987 en Stefán og Rannveig létu af störfum í fyrra þegar nýir eigendur tóku við. Var Stúdíó Dan eina líkamsræktarstöðin á Ísafirði í þessa þrjá áratugi og fastur punktur í lífi margra Ísfirðinga og nærsveitunga. Stefán var langflestum íbúum á norðanverðum Vestfjörðum, og þó víðar væri leitað, að góðu kunnur og eignaðist fjölda vina í gegnum Stúdíó Dan og Ráðgjafa- og nuddsetrið sem hann rak á Ísafirði. Stefán var menntaður nuddari auk þess að hafa lokið námi í Ráðgjafaskólanum og leituðu því hundruð manna til hans eftir ráðgjöf og stuðning. Var Stefán mikill frumkvöðull þegar kom að líkamsrækt og heilsu og sinnti einnig samfélagsmálum af mikilli alúð. Þegar Stefán var 22 ára gamall hóf hann rekstur á Stebbabúð í Túngötu á Ísafirði. Var Stebbabúð rekin í sex ár en eftir það sneri Stefán sér að sjómennsku og starfaði á ýmsum togurum. Um miðbik níunda áratugar síðustu aldar ákvað hann að venda kvæði sínu í kross og fara í nuddskóla. Þótti þetta einkennilegt á sínum tíma en svo fór að Stefán hafði vart undan við að nudda Ísfirðinga og nærsveitunga sem varð fyrsti vísir að líkamsræktarstöðinni sem síðar fékk nafnið Stúdíó Dan.Vísir ræddi við Stefán þegar hann tók á móti gestum á síðasta degi sínum í Stúdíóinu í fyrra. Þegar hann var spurður hvað stæði upp úr eftir þriggja áratuga starf stóð ekki á svörum. „Það er að hafa eignast svona mikið af vinum og kunningjum,“ svaraði Stefán. Útför hans fer fram frá Ísafjarðarkirkju klukkan 14 laugardaginn 26. janúar næstkomandi. Andlát Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Kveðja Stúdíó Dan eftir að hafa staðið vaktina í 31 ár Stebbi Dan og eiginkona hans Rannveig hafa rekið einu líkamsræktarstöðina á Ísafirði í þrjá áratugi. 31. janúar 2018 17:12 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Sjá meira
Ísfirðingurinn Stefán Dan Óskarsson varð bráðkvaddur á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði síðastliðinn mánudag, 71 árs að aldri. Stefán fæddist 11. júní árið 1947 en foreldrar hans voru Óskar Brynjólfsson, úr Landeyjum, og Björg Rögnvaldsdóttir, frá Húnavatnssýslu. Bjó Stefán alla sína ævi á Ísafirði en hann var næstelstur af sex systkinum. Stefán var kvæntur Rannveigu Hestnes en saman eignuðust þau fjögur börn, þau Hörpu, Selmu, Sverri Karl og Helga Dan. Fyrir átti Stefán soninn Inga Þór. Stefán og Rannveigu ráku líkamsræktarstöðina Stúdíó Dan á Ísafirði í 31 ár. Var stöðin fyrst opnuð árið 1987 en Stefán og Rannveig létu af störfum í fyrra þegar nýir eigendur tóku við. Var Stúdíó Dan eina líkamsræktarstöðin á Ísafirði í þessa þrjá áratugi og fastur punktur í lífi margra Ísfirðinga og nærsveitunga. Stefán var langflestum íbúum á norðanverðum Vestfjörðum, og þó víðar væri leitað, að góðu kunnur og eignaðist fjölda vina í gegnum Stúdíó Dan og Ráðgjafa- og nuddsetrið sem hann rak á Ísafirði. Stefán var menntaður nuddari auk þess að hafa lokið námi í Ráðgjafaskólanum og leituðu því hundruð manna til hans eftir ráðgjöf og stuðning. Var Stefán mikill frumkvöðull þegar kom að líkamsrækt og heilsu og sinnti einnig samfélagsmálum af mikilli alúð. Þegar Stefán var 22 ára gamall hóf hann rekstur á Stebbabúð í Túngötu á Ísafirði. Var Stebbabúð rekin í sex ár en eftir það sneri Stefán sér að sjómennsku og starfaði á ýmsum togurum. Um miðbik níunda áratugar síðustu aldar ákvað hann að venda kvæði sínu í kross og fara í nuddskóla. Þótti þetta einkennilegt á sínum tíma en svo fór að Stefán hafði vart undan við að nudda Ísfirðinga og nærsveitunga sem varð fyrsti vísir að líkamsræktarstöðinni sem síðar fékk nafnið Stúdíó Dan.Vísir ræddi við Stefán þegar hann tók á móti gestum á síðasta degi sínum í Stúdíóinu í fyrra. Þegar hann var spurður hvað stæði upp úr eftir þriggja áratuga starf stóð ekki á svörum. „Það er að hafa eignast svona mikið af vinum og kunningjum,“ svaraði Stefán. Útför hans fer fram frá Ísafjarðarkirkju klukkan 14 laugardaginn 26. janúar næstkomandi.
Andlát Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Kveðja Stúdíó Dan eftir að hafa staðið vaktina í 31 ár Stebbi Dan og eiginkona hans Rannveig hafa rekið einu líkamsræktarstöðina á Ísafirði í þrjá áratugi. 31. janúar 2018 17:12 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Sjá meira
Kveðja Stúdíó Dan eftir að hafa staðið vaktina í 31 ár Stebbi Dan og eiginkona hans Rannveig hafa rekið einu líkamsræktarstöðina á Ísafirði í þrjá áratugi. 31. janúar 2018 17:12