Hefur áhyggjur af íbúaþróun á Akureyri Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. janúar 2019 09:51 Gunnar Gíslason er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri. Stefnt er að því að ráðast í samkeppnis- og markaðsgreiningu á atvinnu- og íbúðamarkaði á Akureyri. Bæjarfulltrúar hafa áhyggjur af íbúaþróun í bænum og vilja að ráðist verði í markaðssetningu á kostum bæjarins. Íbúum bæjarins fjölgaði um 138 á síðasta ári og eru þeir nú 18.927 samkvæmt tölum Þjóðskrár. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn setur spurningamerki við þróunina og bendir á að stór hluti þeirra sem flutt hafi í bæinn á síðasta ári sé ekki líklegur til að staldra lengi við. „Erlendum ríkisborgurum fjölgar um 154 og stór hluti þeirrar fjölgunar, eftir því sem mér skilst, eru farandverkamenn sem koma hingað til að vinna. Þá er spurningin: Er einhver fjölgun á Akureyri?“ spyr Gunnar Gíslason, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.Fæðingar færri en reiknað var með Þá hefur fjöldi fæðinga í bænum verið færri en reiknað hefur verið með. Árið 2013 var gert ráð fyrir 275 fæðingum á ári næstu árin en þær voru hins vegar tvö hundruð á síðasta ári, 211 árið áður. Gunnar telur að rekja megi það til fækkunar í lykilaldurshópum í bænum. „Það segir okkur náttúrulega það að það er ekki að byggjast upp fjöldi íbúa á þessum aldri sem eru þá líka fólkið sem er að eignast börnin. Þar af leiðandi fækkar fæðingum. Þetta er náttúrulega eitthvað sem við verðum að fara að horfa til. Þetta er uppistaðan í þeim sem er að stunda hérna atvinnu, er að greiða útsvar og þar fram eftir götunum.“Frá Akureyri.GettyBrýnt að fjölga íbúum til að standa undir háu þjónustustigi Að mati Gunnars er þjónustustig bæjarins hátt og því brýnt að fjölga útsvarsgreiðendum til þess að bærinn geti staðið undir þjónustunni. Fjölga þurfi atvinnutækifærum til þess að laða að íbúa. Ýmislegt sé hægt að gera í þeim efnum. „Við höfum þá líka bent á móti á möguleikann á því að reyna að auka millilandaflugið og auka þá ferðamannastrauminn hingað. Það er sennilega fljótlegasta leiðin til að byggja upp störf.“Vörn í sókn Bæjarráð samþykkti á fimmtudag að ráðist yrði í greiningu á stöðunni og í kjölfarið verði ráðist í markaðssetningu á kostum bæjarins. Gunnar telur að löngu sé tímabært að snúa vörn í sókn. „Við getum ekki bara staðið og horft á og vonað að hlutirnir lagist. Við þurfum að gera eitthvað. Það er eina leiðin,“ segir Gunnar Gíslason, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri. Akureyri Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Stefnt er að því að ráðast í samkeppnis- og markaðsgreiningu á atvinnu- og íbúðamarkaði á Akureyri. Bæjarfulltrúar hafa áhyggjur af íbúaþróun í bænum og vilja að ráðist verði í markaðssetningu á kostum bæjarins. Íbúum bæjarins fjölgaði um 138 á síðasta ári og eru þeir nú 18.927 samkvæmt tölum Þjóðskrár. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn setur spurningamerki við þróunina og bendir á að stór hluti þeirra sem flutt hafi í bæinn á síðasta ári sé ekki líklegur til að staldra lengi við. „Erlendum ríkisborgurum fjölgar um 154 og stór hluti þeirrar fjölgunar, eftir því sem mér skilst, eru farandverkamenn sem koma hingað til að vinna. Þá er spurningin: Er einhver fjölgun á Akureyri?“ spyr Gunnar Gíslason, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.Fæðingar færri en reiknað var með Þá hefur fjöldi fæðinga í bænum verið færri en reiknað hefur verið með. Árið 2013 var gert ráð fyrir 275 fæðingum á ári næstu árin en þær voru hins vegar tvö hundruð á síðasta ári, 211 árið áður. Gunnar telur að rekja megi það til fækkunar í lykilaldurshópum í bænum. „Það segir okkur náttúrulega það að það er ekki að byggjast upp fjöldi íbúa á þessum aldri sem eru þá líka fólkið sem er að eignast börnin. Þar af leiðandi fækkar fæðingum. Þetta er náttúrulega eitthvað sem við verðum að fara að horfa til. Þetta er uppistaðan í þeim sem er að stunda hérna atvinnu, er að greiða útsvar og þar fram eftir götunum.“Frá Akureyri.GettyBrýnt að fjölga íbúum til að standa undir háu þjónustustigi Að mati Gunnars er þjónustustig bæjarins hátt og því brýnt að fjölga útsvarsgreiðendum til þess að bærinn geti staðið undir þjónustunni. Fjölga þurfi atvinnutækifærum til þess að laða að íbúa. Ýmislegt sé hægt að gera í þeim efnum. „Við höfum þá líka bent á móti á möguleikann á því að reyna að auka millilandaflugið og auka þá ferðamannastrauminn hingað. Það er sennilega fljótlegasta leiðin til að byggja upp störf.“Vörn í sókn Bæjarráð samþykkti á fimmtudag að ráðist yrði í greiningu á stöðunni og í kjölfarið verði ráðist í markaðssetningu á kostum bæjarins. Gunnar telur að löngu sé tímabært að snúa vörn í sókn. „Við getum ekki bara staðið og horft á og vonað að hlutirnir lagist. Við þurfum að gera eitthvað. Það er eina leiðin,“ segir Gunnar Gíslason, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.
Akureyri Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira