Minnihlutinn í borginni æfur yfir pálmatrjám Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 31. janúar 2019 20:00 Sjálfstæðismenn í borginni lögðu fram tillögu á fundi Borgarráðs í morgun um að ráðið endurskoði áform um að setja upp verkið Pálmatré í Vogabyggð en kostnaður við verkið er áætlaður 140 milljónir króna og er fjármagnaður með innviðagjöldum lóðahafa. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðismanna í borginni gerir ýmsar athugasemdir. „Þetta er tíu sinnum hærri fjárhæð en varið er til listaverkakaupa í borginni og svo eru margir sem efast um að þetta gangi upp sem listaverk. Þá eru innviðagjöld skattur á hús og við efumst um að það sé lögmætt að taka svona mikið hlutfall af þeim í listaverkakaup, þetta leggst einfaldlega á íbúðaverð,“ segir Eyþór. Vigdís Haukdsdóttir oddviti Miðflokksins í borginni tekur í sama streng. „Það sjá allir að þetta er óraunhæft og ég spaugaði með það í morgun á borgarráðisfundi að það hefði átt að tala við mig ég er garðyrkjumaður. Fólki er ofboðið yfir þessari hugmynd,“ segir Vigdís. Kolbrún Baldursdóttir oddivit Flokks fólksins er á sama máli. „Þetta kom eins og kjaftshögg á mig og okkur. Maður er rétt að rísa upp eftir þennan braggaskandal. Mér svelgdist á kvöldmatnum þegar ég heyrði af verkinu. Hugmyndin er firring og fáranleg og það sem fólk er búið að lýsa er ekki raunhæft fyrir fimm aura,“ segir Kolbrún. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs segir að málið fari til skipulagsráðs og tillaga Sjálfstæðismanna verði afgreidd á fundi borgarráðs. „Við munum skoða þetta í skipulagsráði, það þarf að koma verkinu fyrir, aðlaga að umhverfinu og kostnaðarmeta það,“ segir Þórdís. Viðhaldskostnaður við verkið Pálmatré hefur ekki verið áætlaður en það verður gert á framkvæmdartíma. „Við höfum ekki velt því fyrir okkur því þetta var dómnefnd að skila sýnum niðurstöðum í listasamkeppni,“ segir Þórdís. Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Styttur og útilistaverk Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
Sjálfstæðismenn í borginni lögðu fram tillögu á fundi Borgarráðs í morgun um að ráðið endurskoði áform um að setja upp verkið Pálmatré í Vogabyggð en kostnaður við verkið er áætlaður 140 milljónir króna og er fjármagnaður með innviðagjöldum lóðahafa. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðismanna í borginni gerir ýmsar athugasemdir. „Þetta er tíu sinnum hærri fjárhæð en varið er til listaverkakaupa í borginni og svo eru margir sem efast um að þetta gangi upp sem listaverk. Þá eru innviðagjöld skattur á hús og við efumst um að það sé lögmætt að taka svona mikið hlutfall af þeim í listaverkakaup, þetta leggst einfaldlega á íbúðaverð,“ segir Eyþór. Vigdís Haukdsdóttir oddviti Miðflokksins í borginni tekur í sama streng. „Það sjá allir að þetta er óraunhæft og ég spaugaði með það í morgun á borgarráðisfundi að það hefði átt að tala við mig ég er garðyrkjumaður. Fólki er ofboðið yfir þessari hugmynd,“ segir Vigdís. Kolbrún Baldursdóttir oddivit Flokks fólksins er á sama máli. „Þetta kom eins og kjaftshögg á mig og okkur. Maður er rétt að rísa upp eftir þennan braggaskandal. Mér svelgdist á kvöldmatnum þegar ég heyrði af verkinu. Hugmyndin er firring og fáranleg og það sem fólk er búið að lýsa er ekki raunhæft fyrir fimm aura,“ segir Kolbrún. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs segir að málið fari til skipulagsráðs og tillaga Sjálfstæðismanna verði afgreidd á fundi borgarráðs. „Við munum skoða þetta í skipulagsráði, það þarf að koma verkinu fyrir, aðlaga að umhverfinu og kostnaðarmeta það,“ segir Þórdís. Viðhaldskostnaður við verkið Pálmatré hefur ekki verið áætlaður en það verður gert á framkvæmdartíma. „Við höfum ekki velt því fyrir okkur því þetta var dómnefnd að skila sýnum niðurstöðum í listasamkeppni,“ segir Þórdís.
Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Styttur og útilistaverk Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira