Brýnt að taka á kennitöluflakki með skilvirkum hætti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. janúar 2019 14:21 Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, skipaði starfshópinn. Fréttablaðið/eyþór Samstarfshópur félags- og barnamálaráðherra um undirboð og brotastarfsemi á vinnumarkaði segir brýnasta verkefnið að taka á kennitöluflakki á skilvirkan hátt. Leggja verði til grundvallar sameiginlegar tillögur Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands svo og tillögur ríkisskattstjóra. Þetta kemur fram í skýrslu sem samstarfshópurinn skilaði í dag og kynnt var á blaðamannafundi. Fjallað er um aðgerðirnar hér að neðan miðað við framsetningu í samantekt í skýrslunni þar sem tillögunum er raðað í mikilvægisröð. Í tillögunum er meðal annars kveðið á um heimild til að setja forsvarsmenn fyrirtækja í tímabundið bann við þátttöku í stjórnun félaga með takmarkaða ábyrgð við tilteknar aðstæður, svokallað atvinnurekstrarbann, og auk þess er skerpt á fjölmörgum öðrum atriðum. Þá er lagt til að koma upp föstum samráðshópi stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins sem beri ábyrgð á sameiginlegri stefnumótun um aðgerðir gegn brotastarfsemi á vinnumarkaði.Fyrirbyggja alvarleg eða ítrekuð brot á starfsmönnum Lagt er til að þau stjórnvöld sem fara með valdheimildir á vinnumarkaði, lögregla, ríkisskattstjóri, vinnueftirlitið og Vinnumálastofnun, geri með sér formlegt samkomulag um skipulagt samstarf gegn brotastarfsemi á vinnumarkaði. Þessir aðilar verði í reglulegu samstarfi og samráði við aðila vinnumarkaðarins um stöðumat, greiningu og sameiginlegt vinustaðaeftirlit. Þá verði útfært hvernig megi fyrirbyggja alvarleg og/eða ítrekuð brot gegn starfsmönnum með því að útvíkka refsiábyrgð lögaðila og fyrirsvarsmanna. Auk þess verði stjórnvöldum veittar lagaheimildir til að taka á brotastarfsemi, meðal annars með þvingunarúrræðum og stjórnvaldsviðurlögum. Í lög um opinber innkaup verði sett skylda til keðjuábyrgðar.Skýr rammi fyrir starfsnám og sjálfboðaliða Tekið er á starfsnámi og sjálfboðaliðastarfsemi í tillögunum og lagt til að komið verði í veg fyrir brotastarfsemi á vinnumarkaði undir þeim formerkjum. Markaður verði skýr rammi um hvað skuli heimilað undir þeim formerkjum. Kortlagðar verði með skipulegum hætti þær lagaheimildir sem stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins hafa til að skiptast á gögnum og upplýsingum og gefin út handbók fyrir starfsmenn um sameiginlegan vettvang. Veittar verði viðbótarlagaheimildir eins og tilefni kunna að verða til. Tryggð verði viðeigandi aðstoð og vernd fyrir fórnarlömb vinnumansals og nauðungarvinnu. Aðgerðaráæltun gegn mansali liggi fyrir og að henni sé framfylgt. Endurskoðuð verði skilgriening á mansali, sett í lög bann við nauðungarvinnu og refsiákvæði til að tryggja skilvirka framkvæmd. Bætt verði verulega upplýsingagjöf til erlendra starfsmanna, til að mynda með stofnun ráðgjafarstofu og aukinni upplýsingagjöf á vefnum. Einnig verði skipulögð upplýsingagjöf til atvinnurekenda um starfskjör.ASÍ fagnar tillögunum „Brotastarfsemi á borð við kennitöluflakk og mansal er óásættanleg meinsemd á íslenskum vinnumarkaði. Slík háttsemi hefur alvarleg og víðtæk áhrif fyrir launafólk, atvinnulífið og samfélagið allt og veldur bæði persónulegu og samfélagslegu tjóni,“ segir í tilkynningu frá ASÍ. „ASÍ hefur á undanförnum árum opinberað margar ljótar sögur af glæpastarfsemi á vinnumarkaði en á sama tíma gagnrýnt andvaraleysi og ótrúlegt langlundargeð stjórnvalda gagnvart slíkum brotum.“ Alþýðusamband Íslands fagnar því sérstaklega niðurstöðu starfshóps aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda sem var algjörlega einróma í sínum tillögum. Í þeirri vinnu hlutu tillögur ASÍ um úrbætur mikinn hljómgrunn. „Áralöng barátta ASÍ gegn athæfi svindlarana virðist því hafa skilað árangri.“ Félagsmál Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Samstarfshópur félags- og barnamálaráðherra um undirboð og brotastarfsemi á vinnumarkaði segir brýnasta verkefnið að taka á kennitöluflakki á skilvirkan hátt. Leggja verði til grundvallar sameiginlegar tillögur Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands svo og tillögur ríkisskattstjóra. Þetta kemur fram í skýrslu sem samstarfshópurinn skilaði í dag og kynnt var á blaðamannafundi. Fjallað er um aðgerðirnar hér að neðan miðað við framsetningu í samantekt í skýrslunni þar sem tillögunum er raðað í mikilvægisröð. Í tillögunum er meðal annars kveðið á um heimild til að setja forsvarsmenn fyrirtækja í tímabundið bann við þátttöku í stjórnun félaga með takmarkaða ábyrgð við tilteknar aðstæður, svokallað atvinnurekstrarbann, og auk þess er skerpt á fjölmörgum öðrum atriðum. Þá er lagt til að koma upp föstum samráðshópi stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins sem beri ábyrgð á sameiginlegri stefnumótun um aðgerðir gegn brotastarfsemi á vinnumarkaði.Fyrirbyggja alvarleg eða ítrekuð brot á starfsmönnum Lagt er til að þau stjórnvöld sem fara með valdheimildir á vinnumarkaði, lögregla, ríkisskattstjóri, vinnueftirlitið og Vinnumálastofnun, geri með sér formlegt samkomulag um skipulagt samstarf gegn brotastarfsemi á vinnumarkaði. Þessir aðilar verði í reglulegu samstarfi og samráði við aðila vinnumarkaðarins um stöðumat, greiningu og sameiginlegt vinustaðaeftirlit. Þá verði útfært hvernig megi fyrirbyggja alvarleg og/eða ítrekuð brot gegn starfsmönnum með því að útvíkka refsiábyrgð lögaðila og fyrirsvarsmanna. Auk þess verði stjórnvöldum veittar lagaheimildir til að taka á brotastarfsemi, meðal annars með þvingunarúrræðum og stjórnvaldsviðurlögum. Í lög um opinber innkaup verði sett skylda til keðjuábyrgðar.Skýr rammi fyrir starfsnám og sjálfboðaliða Tekið er á starfsnámi og sjálfboðaliðastarfsemi í tillögunum og lagt til að komið verði í veg fyrir brotastarfsemi á vinnumarkaði undir þeim formerkjum. Markaður verði skýr rammi um hvað skuli heimilað undir þeim formerkjum. Kortlagðar verði með skipulegum hætti þær lagaheimildir sem stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins hafa til að skiptast á gögnum og upplýsingum og gefin út handbók fyrir starfsmenn um sameiginlegan vettvang. Veittar verði viðbótarlagaheimildir eins og tilefni kunna að verða til. Tryggð verði viðeigandi aðstoð og vernd fyrir fórnarlömb vinnumansals og nauðungarvinnu. Aðgerðaráæltun gegn mansali liggi fyrir og að henni sé framfylgt. Endurskoðuð verði skilgriening á mansali, sett í lög bann við nauðungarvinnu og refsiákvæði til að tryggja skilvirka framkvæmd. Bætt verði verulega upplýsingagjöf til erlendra starfsmanna, til að mynda með stofnun ráðgjafarstofu og aukinni upplýsingagjöf á vefnum. Einnig verði skipulögð upplýsingagjöf til atvinnurekenda um starfskjör.ASÍ fagnar tillögunum „Brotastarfsemi á borð við kennitöluflakk og mansal er óásættanleg meinsemd á íslenskum vinnumarkaði. Slík háttsemi hefur alvarleg og víðtæk áhrif fyrir launafólk, atvinnulífið og samfélagið allt og veldur bæði persónulegu og samfélagslegu tjóni,“ segir í tilkynningu frá ASÍ. „ASÍ hefur á undanförnum árum opinberað margar ljótar sögur af glæpastarfsemi á vinnumarkaði en á sama tíma gagnrýnt andvaraleysi og ótrúlegt langlundargeð stjórnvalda gagnvart slíkum brotum.“ Alþýðusamband Íslands fagnar því sérstaklega niðurstöðu starfshóps aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda sem var algjörlega einróma í sínum tillögum. Í þeirri vinnu hlutu tillögur ASÍ um úrbætur mikinn hljómgrunn. „Áralöng barátta ASÍ gegn athæfi svindlarana virðist því hafa skilað árangri.“
Félagsmál Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira