Það verða átök á Akureyri á morgun er nágrannaliðin KA og Þór mætast í úrslitaleik Kjarnafæðismótsins.
Ljóst er að fólk mun fjölmenna á þennan skemmtilega leik og um að gera því allur ágóði af leiknum mun renna óskiptur til Grófarinnar sem er geðverndarmiðstöð.
Það er knattspyrnudómarafélag Norðurlands sem heldur utan um mótið og stendur fyrir þessu fallega framtaki.
Miðaverð er litlar 500 krónur á leikinn en einnig er tekið við frjálsum framlögum á staðnum. Það er því um að gera að njóta nágrannaslags og styrkja gott málefni í leiðinni. Leikurinn hefst klukkan 19.15.
Dómarar láta gott af sér leiða á Akureyri
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið


Bruno segist gera hlutina á sinn hátt
Enski boltinn

Allt klárt fyrir úrslitakeppnina
Körfubolti



Leifur Andri leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn

Víkingur missir undanúrslitasætið
Íslenski boltinn



Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni
Enski boltinn