Aukinn rafbúnaður í Herjólf kostar ríkið sama og fer í Borgarlínu næstu tvö ár Jakob Bjarnar skrifar 31. janúar 2019 10:15 Stefnt er að því að sigla 7 sinnum á dag þegar nýi Herjólfur verður tekinn í notkun. Hér má sjá nýju ferjuna í Póllandi, þar sem hún var smíðuð. Nýr Herjólfur á að koma í vor og hann verður að verulegu leyti rafknúinn. Sú breyting kostar meira en 800 milljónir sem þá leggst ofan á upphaflega kostnaðaráætlun; átti upphaflega að kosta 5 milljarða en er nú nálægt 6 milljörðum. Þessi hækkun er sama upphæð og til stendur að setja í borgarlínu af hálfu ríkisins næstu tvö árin.Þetta kom fram í viðtali Kastljóssins við Sigurð Inga Jóhannsson samgönguráðherra í gærkvöldi. Þar gekk Sigríður Hagalín mjög eftir svörum; hvort ekki væri augljóst að höfuðborgarbúar og nálæg byggðalög bæru hita og þunga af vegaframkvæmdum með hinum fyrirhuguðu vegatollum sem setja á upp víða við borgarmörk. Ráðherra vildi ekki meina að svo væri. Í lok samtalsins var Sigurður Ingi spurður um nýjan Herjólf.Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigurður Ingi. Ráðherra telur það ekki vera svo að vegatollar leggist af meiri þunga á höfuðborgarbúa en aðra landsmenn þó vegtollahliðum verði komið upp þar.visir/vilhelmHeildarkostnaður borgarlínu á næstu fjórum árum eru 4,7 milljarðar. Hefur ríkið undirritað viljayfirlýsingu með sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu um að greiða helming þess kostnaðar. Í meirihlutaáliti umhverfis- og samgöngunefndar er gert ráð fyrir 300 milljónir af samgönguáætlun í Borgarlínu á þessu ári og 500 milljónir á því næsta. Ráðherra sagði að upphaflega hafi sú ferja verið hönnuð sem twin-ferja og hefur afhending dregist í um ár. Hann sagði að þróun í nýjum batteríum og rafbúnaði hafi á sama tíma verið hraður og verð farið lækkandi. „2017 fékk ráðuneytið tilboð um að það væri hægt að útfæra þetta þannig að ferjan yrði eingöngu rafknúin. Ávinningurinn er margþættur, skilar sér í eldsneytissparnaði, að sögn ráðherra, sem borgar upp aukinn kostnað á tíu árum,“ sagði Sigurður Ingi í samtali við Sigríði Hagalín:Þetta er hærri upphæð en þið ætlið að setja í borgarlínu næstu tvö árin?„Þetta er svipuð fjárhæð.“Hefði ekki verið nær að gera gangskör í að fara í frekari framkvæmdir í almannasamgöngum á höfuðborgarsvæðinu?„Þá hefðum við þurft að fara í dýrari framkvæmdir á ferjunni seinna meir, taka hana úr rekstri, og það hefði kostað meiri fjármuni að gera þetta síðar. Fyrir utan rekstrartjónið að stoppa og leigja annað skip. Miklu dýrari aðgerð og seinna sem við hefðum fengið ávinninginn af þessari breytingu. Þess vegna var skynsamlegt að gera þetta strax.“ Alþingi Borgarlína Herjólfur Samgöngur Sveitarstjórnarmál Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Kostar 1,3 milljarða að lagfæra fyrir nýja ferju Fyrirhugaðar breytingar á Landeyjahöfn til að gera höfnina sem besta fyrir nýjan Herjólf munu kosta um 1.300 milljónir króna. 17. janúar 2019 06:30 Herjólfur alfarið knúinn rafmagni fyrir 830 milljónir Gert er ráð fyrir að breytingin borgi sig upp á áratug. 29. janúar 2019 07:35 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Sjá meira
Nýr Herjólfur á að koma í vor og hann verður að verulegu leyti rafknúinn. Sú breyting kostar meira en 800 milljónir sem þá leggst ofan á upphaflega kostnaðaráætlun; átti upphaflega að kosta 5 milljarða en er nú nálægt 6 milljörðum. Þessi hækkun er sama upphæð og til stendur að setja í borgarlínu af hálfu ríkisins næstu tvö árin.Þetta kom fram í viðtali Kastljóssins við Sigurð Inga Jóhannsson samgönguráðherra í gærkvöldi. Þar gekk Sigríður Hagalín mjög eftir svörum; hvort ekki væri augljóst að höfuðborgarbúar og nálæg byggðalög bæru hita og þunga af vegaframkvæmdum með hinum fyrirhuguðu vegatollum sem setja á upp víða við borgarmörk. Ráðherra vildi ekki meina að svo væri. Í lok samtalsins var Sigurður Ingi spurður um nýjan Herjólf.Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigurður Ingi. Ráðherra telur það ekki vera svo að vegatollar leggist af meiri þunga á höfuðborgarbúa en aðra landsmenn þó vegtollahliðum verði komið upp þar.visir/vilhelmHeildarkostnaður borgarlínu á næstu fjórum árum eru 4,7 milljarðar. Hefur ríkið undirritað viljayfirlýsingu með sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu um að greiða helming þess kostnaðar. Í meirihlutaáliti umhverfis- og samgöngunefndar er gert ráð fyrir 300 milljónir af samgönguáætlun í Borgarlínu á þessu ári og 500 milljónir á því næsta. Ráðherra sagði að upphaflega hafi sú ferja verið hönnuð sem twin-ferja og hefur afhending dregist í um ár. Hann sagði að þróun í nýjum batteríum og rafbúnaði hafi á sama tíma verið hraður og verð farið lækkandi. „2017 fékk ráðuneytið tilboð um að það væri hægt að útfæra þetta þannig að ferjan yrði eingöngu rafknúin. Ávinningurinn er margþættur, skilar sér í eldsneytissparnaði, að sögn ráðherra, sem borgar upp aukinn kostnað á tíu árum,“ sagði Sigurður Ingi í samtali við Sigríði Hagalín:Þetta er hærri upphæð en þið ætlið að setja í borgarlínu næstu tvö árin?„Þetta er svipuð fjárhæð.“Hefði ekki verið nær að gera gangskör í að fara í frekari framkvæmdir í almannasamgöngum á höfuðborgarsvæðinu?„Þá hefðum við þurft að fara í dýrari framkvæmdir á ferjunni seinna meir, taka hana úr rekstri, og það hefði kostað meiri fjármuni að gera þetta síðar. Fyrir utan rekstrartjónið að stoppa og leigja annað skip. Miklu dýrari aðgerð og seinna sem við hefðum fengið ávinninginn af þessari breytingu. Þess vegna var skynsamlegt að gera þetta strax.“
Alþingi Borgarlína Herjólfur Samgöngur Sveitarstjórnarmál Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Kostar 1,3 milljarða að lagfæra fyrir nýja ferju Fyrirhugaðar breytingar á Landeyjahöfn til að gera höfnina sem besta fyrir nýjan Herjólf munu kosta um 1.300 milljónir króna. 17. janúar 2019 06:30 Herjólfur alfarið knúinn rafmagni fyrir 830 milljónir Gert er ráð fyrir að breytingin borgi sig upp á áratug. 29. janúar 2019 07:35 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Sjá meira
Kostar 1,3 milljarða að lagfæra fyrir nýja ferju Fyrirhugaðar breytingar á Landeyjahöfn til að gera höfnina sem besta fyrir nýjan Herjólf munu kosta um 1.300 milljónir króna. 17. janúar 2019 06:30
Herjólfur alfarið knúinn rafmagni fyrir 830 milljónir Gert er ráð fyrir að breytingin borgi sig upp á áratug. 29. janúar 2019 07:35