Fulltrúi Frakka í Eurovision tilkynnir morðhótanir og hatursummæli til lögreglu Atli Ísleifsson skrifar 31. janúar 2019 08:25 Bilal Hassani mun flytja lagið Roi í Eurovision-keppninni. Eurovision.tv Fulltrúi Frakka í Eurovision hefur tilkynnt morðhótanir og hatursummæli sem honum hafa borist til lögreglu. Franskir fjölmiðlar segja að söngvaranum, Bilal Hassani, hafi verið hótað vegna samkynhneigðar sinnar. Hinn nítján ára Bilal Hassani, sem mun flytja lagið Roi í keppninni í Ísrael í maí. Lögmaður hans, Etienne Deshoulières, segir í samtali við Le Monde að þeir hafi tilkynnt fjölda fólks fyrir meiðyrði, hatursummæli og hótanir um líkamsmeiðingar. Hassani þakkaði fyrir þann stuðning, sem hann hafi fengið eftir að hann tilkynnti málin til lögreglu, á Twitter í gær. Segir hann skilaboðahólf sín full af hlýjum orðum frá stuðningsmönnum.Il y’a surtout beaucoup d’amour , pleins de messages de soutien... #SpreadLoveNotHatehttps://t.co/1KYJwR9x8e — Bilal Hassani (@iambilalhassani) January 30, 2019Hassani kemur frá París og er af marokkóskum uppruna. Hann sló í gegn í Frakklandi eftir þátttöku sína í The Voice árið 2015 þar sem hann söng meðal annars lagið Rise Like a Phoenix sem Conchita Wurst söng í Eurovision árið 2014 og skilaði Austurríkismönnum sigri. Lagið Roi, sem útleggst á íslensku sem Kóngur, ku fjalla um það að vera trúr sjálfum sér. Lokakeppni Eurovision fer fram dagana 14., 16. og 18. maí í Tel Avív í Ísrael. Þar sem Frakkland er eitt „hinna fimm stóru“ mun Hassani ekki þurfa að taka þátt á öðru undanúrslitakvöldinu, heldur stígur fyrst á stokk á úrslitakvöldinu sjálfu. Eurovision Frakkland Mest lesið Setja markið á 29. sætið Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Sjá meira
Fulltrúi Frakka í Eurovision hefur tilkynnt morðhótanir og hatursummæli sem honum hafa borist til lögreglu. Franskir fjölmiðlar segja að söngvaranum, Bilal Hassani, hafi verið hótað vegna samkynhneigðar sinnar. Hinn nítján ára Bilal Hassani, sem mun flytja lagið Roi í keppninni í Ísrael í maí. Lögmaður hans, Etienne Deshoulières, segir í samtali við Le Monde að þeir hafi tilkynnt fjölda fólks fyrir meiðyrði, hatursummæli og hótanir um líkamsmeiðingar. Hassani þakkaði fyrir þann stuðning, sem hann hafi fengið eftir að hann tilkynnti málin til lögreglu, á Twitter í gær. Segir hann skilaboðahólf sín full af hlýjum orðum frá stuðningsmönnum.Il y’a surtout beaucoup d’amour , pleins de messages de soutien... #SpreadLoveNotHatehttps://t.co/1KYJwR9x8e — Bilal Hassani (@iambilalhassani) January 30, 2019Hassani kemur frá París og er af marokkóskum uppruna. Hann sló í gegn í Frakklandi eftir þátttöku sína í The Voice árið 2015 þar sem hann söng meðal annars lagið Rise Like a Phoenix sem Conchita Wurst söng í Eurovision árið 2014 og skilaði Austurríkismönnum sigri. Lagið Roi, sem útleggst á íslensku sem Kóngur, ku fjalla um það að vera trúr sjálfum sér. Lokakeppni Eurovision fer fram dagana 14., 16. og 18. maí í Tel Avív í Ísrael. Þar sem Frakkland er eitt „hinna fimm stóru“ mun Hassani ekki þurfa að taka þátt á öðru undanúrslitakvöldinu, heldur stígur fyrst á stokk á úrslitakvöldinu sjálfu.
Eurovision Frakkland Mest lesið Setja markið á 29. sætið Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Sjá meira