Facebook gerir út njósnaapp Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 31. janúar 2019 06:18 Appið brýtur gegn skilmálum Apple Getty/Towfiqu Facebook hefur frá 2016 greitt fólki frá 13 til 35 ára allt að 20 dali á mánuði fyrir að hala niður appi að nafni Facebook Research. Appið fylgist með öllu sem notandinn gerir í síma sínum og sendir til Facebook. Þannig er gögnum um netnotkun og keppinauta Facebook safnað í stórum stíl. Techcrunch greindi frá. Samkvæmt öryggissérfræðingi sem miðillinn ræddi við getur Facebook safnað einkaskilaboðum, myndum, tölvupóstum, leitarorðum, vafrasögu og staðsetningu notanda með appinu. Upplýsingafulltrúi Apple sagði við Techcrunch að þetta væri skýrt brot gegn skilmálum Apple. „Facebook hefur notað aðild sína að hönnunarverkefni okkar til þess að dreifa gagnasöfnunarforriti til neytenda. Þetta er skýrt brot gegn skilmálum samkomulags Facebook og Apple,“ sagði upplýsingafulltrúinn. Facebook staðfesti í kjölfar birtingar fréttarinnar að útgáfu appsins fyrir iOS, stýrikerfi iPhone-síma Apple, yrði hætt. Henni verður þó haldið áfram fyrir Android. Facebook festi kaup á fyrirtækinu Onavo 2014. Það hafði þróað app að nafni Onavo Protect sem þjónaði sams konar tilgangi. Þannig gat Facebook komist að því hvernig notendum líst á önnur öpp og gat meðal annars spáð fyrir um komandi vinsældir WhatsApp, sem Facebook keypti síðar sama ár. Apple bannaði það app í ágúst síðastliðnum Birtist í Fréttablaðinu Facebook Tækni Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Facebook hefur frá 2016 greitt fólki frá 13 til 35 ára allt að 20 dali á mánuði fyrir að hala niður appi að nafni Facebook Research. Appið fylgist með öllu sem notandinn gerir í síma sínum og sendir til Facebook. Þannig er gögnum um netnotkun og keppinauta Facebook safnað í stórum stíl. Techcrunch greindi frá. Samkvæmt öryggissérfræðingi sem miðillinn ræddi við getur Facebook safnað einkaskilaboðum, myndum, tölvupóstum, leitarorðum, vafrasögu og staðsetningu notanda með appinu. Upplýsingafulltrúi Apple sagði við Techcrunch að þetta væri skýrt brot gegn skilmálum Apple. „Facebook hefur notað aðild sína að hönnunarverkefni okkar til þess að dreifa gagnasöfnunarforriti til neytenda. Þetta er skýrt brot gegn skilmálum samkomulags Facebook og Apple,“ sagði upplýsingafulltrúinn. Facebook staðfesti í kjölfar birtingar fréttarinnar að útgáfu appsins fyrir iOS, stýrikerfi iPhone-síma Apple, yrði hætt. Henni verður þó haldið áfram fyrir Android. Facebook festi kaup á fyrirtækinu Onavo 2014. Það hafði þróað app að nafni Onavo Protect sem þjónaði sams konar tilgangi. Þannig gat Facebook komist að því hvernig notendum líst á önnur öpp og gat meðal annars spáð fyrir um komandi vinsældir WhatsApp, sem Facebook keypti síðar sama ár. Apple bannaði það app í ágúst síðastliðnum
Birtist í Fréttablaðinu Facebook Tækni Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira