„Þegar ég lét vita þá var þetta allt annað líf“ Elín Margrét Böðvarsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 30. janúar 2019 21:04 Embla Kristínardóttir er hér í hvítri treyju Keflavíkurliðsins í bikarúrlistaleik gegn Njarðvík. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi atvinnumaður í fótbolta og afrekskona í sundi, sem urðu fyrir kynferðisofbeldi af hálfu þjálfara, óttast að ofbeldi gegn börnum muni alltaf koma til með að viðgangast. Þau vilja þó gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir það. Íslensk körfuboltakona segist vona að íþróttahreyfingin hér á landi sé að vakna. Karen Leach átti sér þann draum að keppa á Ólympíuleikunum í sundi fyrir hönd Írlands. Það var þjálfarinn hennar sem kom í veg fyrir að sá draumur yrði að veruleika. „Í stað þess að láta draum minn rætast rústaði hann lífi mínu. Hann rústaði lífi mínu og fjölskyldu minnar. Hann misnotaði mig kynferðislega, líkamlega og tilfinningalega þegar ég var lítil stúlka á aldrinum tíu til sautján ára,“ segir Karen. „Hann skildi við mig sem litla, dána stúlku á ferð um þennan heim og það hefur tekið mig mörg ár að jafna mig á því sem hann gerði mér.“ Collin Harris, fyrrverandi atvinnumaður í fótbolta, hefur líkt og Karen verið ötull við að fara um heiminn til að deila reynslu sinni í von um að geta haft áhrif til hins betra. Hann var einnig beittur ofbeldi af þjálfara sínum. „Við munum aldrei leysa vandann. Við erum bara að reyna að ganga úr skugga um að það að spila íþrótt, hvort sem það er á grunnstigi eða í atvinnumennsku, verði mun öruggara og að fólk geti verið í rónni,“ segir Colin. Körfuboltakonan Embla Kristínardóttir hefur áður sagt sögu sína í fjölmiðlum en henni var nauðgað af öðrum íþróttamanni þegar hún var á táningsaldri. Hún hvetur aðra þolendur til að láta vita af ofbeldi. „Ég lét ekki vita. Íþróttafélagið mitt vissi í rauninni ekki neitt af þessu en það er miklu betra að geta fengið hjálpina, eins og frá íþróttafélaginu, skólanum, fjölskyldu. Eins og þegar ég lét vita þá var þetta allt annað líf, gekk miklu betur,“ segir Embla. Íþróttir Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir Þjálfarinn gerði draum um Ólympíuleika að algjörri martröð Karen Leach var misnotuð af sundþjálfara sínum frá því hún var tíu ára og þangað til hún varð 17 ára. 30. janúar 2019 17:30 Embla segir frá því þegar henni var nauðgað á fjórtánda aldursári af frjálsíþróttamanni Segir heimabæ sinn Keflavík hafa tvístrast vegna málsins hún lögð í einelti. 18. janúar 2018 19:33 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Fyrrverandi atvinnumaður í fótbolta og afrekskona í sundi, sem urðu fyrir kynferðisofbeldi af hálfu þjálfara, óttast að ofbeldi gegn börnum muni alltaf koma til með að viðgangast. Þau vilja þó gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir það. Íslensk körfuboltakona segist vona að íþróttahreyfingin hér á landi sé að vakna. Karen Leach átti sér þann draum að keppa á Ólympíuleikunum í sundi fyrir hönd Írlands. Það var þjálfarinn hennar sem kom í veg fyrir að sá draumur yrði að veruleika. „Í stað þess að láta draum minn rætast rústaði hann lífi mínu. Hann rústaði lífi mínu og fjölskyldu minnar. Hann misnotaði mig kynferðislega, líkamlega og tilfinningalega þegar ég var lítil stúlka á aldrinum tíu til sautján ára,“ segir Karen. „Hann skildi við mig sem litla, dána stúlku á ferð um þennan heim og það hefur tekið mig mörg ár að jafna mig á því sem hann gerði mér.“ Collin Harris, fyrrverandi atvinnumaður í fótbolta, hefur líkt og Karen verið ötull við að fara um heiminn til að deila reynslu sinni í von um að geta haft áhrif til hins betra. Hann var einnig beittur ofbeldi af þjálfara sínum. „Við munum aldrei leysa vandann. Við erum bara að reyna að ganga úr skugga um að það að spila íþrótt, hvort sem það er á grunnstigi eða í atvinnumennsku, verði mun öruggara og að fólk geti verið í rónni,“ segir Colin. Körfuboltakonan Embla Kristínardóttir hefur áður sagt sögu sína í fjölmiðlum en henni var nauðgað af öðrum íþróttamanni þegar hún var á táningsaldri. Hún hvetur aðra þolendur til að láta vita af ofbeldi. „Ég lét ekki vita. Íþróttafélagið mitt vissi í rauninni ekki neitt af þessu en það er miklu betra að geta fengið hjálpina, eins og frá íþróttafélaginu, skólanum, fjölskyldu. Eins og þegar ég lét vita þá var þetta allt annað líf, gekk miklu betur,“ segir Embla.
Íþróttir Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir Þjálfarinn gerði draum um Ólympíuleika að algjörri martröð Karen Leach var misnotuð af sundþjálfara sínum frá því hún var tíu ára og þangað til hún varð 17 ára. 30. janúar 2019 17:30 Embla segir frá því þegar henni var nauðgað á fjórtánda aldursári af frjálsíþróttamanni Segir heimabæ sinn Keflavík hafa tvístrast vegna málsins hún lögð í einelti. 18. janúar 2018 19:33 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Þjálfarinn gerði draum um Ólympíuleika að algjörri martröð Karen Leach var misnotuð af sundþjálfara sínum frá því hún var tíu ára og þangað til hún varð 17 ára. 30. janúar 2019 17:30
Embla segir frá því þegar henni var nauðgað á fjórtánda aldursári af frjálsíþróttamanni Segir heimabæ sinn Keflavík hafa tvístrast vegna málsins hún lögð í einelti. 18. janúar 2018 19:33