Spurðu af hverju væri svo lítið pláss til að mætast á brúnni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. janúar 2019 19:45 Bílarnir eru líklega báðir ónýtir. Mynd/Margeir Ingólfsson Það fór betur en á horfðist í dag þegar bílaleigubíll og skólabíll rákust saman á einbreiðri brú yfir Tungufljót, skammt norðan við Geysi. Engin slys urðu á fólki en bílstjóri skólabílsins segir ljóst að rekja megi slysið til vanþekkingu ferðamannsins sem var við stýrið á bílaleigubílnum.„Þetta gerðist bara þannig að þegar ég kem að brúnni í áttina að Geysi þá er bíll að koma yfir brúna. Ég stoppa þá við brúarkantinn og hleypi honum yfir. Ég lít svo yfir og sé að það er langt í næsta bíl og legg af stað yfir,“ segir Margeir Ingólfsson ökumaður skólabílsins í samtali við Vísi.Þegar Margeir var kominn á miðja brúna áttaði hann sig hins vegar á því að bíllinn sem var að koma á móti ætlaði sér einnig að fara yfir brúna.„Þá blasir við að bíllinn kemur á fullu á móti mér. Svo bara heldur hann áfram og kemur á fullu inn á brúna. Þar byrjar hann að negla niður. Það var hálka á brúnni og hann skautar bara á fullu framan á mig,“ segir Margeir.Ágætt útsýni við brúna Sem fyrr segir urðu engin slys á fólki en Margeir átti eftir að skutla tveimur skólakrökkum heim er áreksturinn varð. Fjórir ferðamenn af asísku bergi brotnir voru í bílaleigubílnum. Var þeim nokkuð brugðið en Margeir fékk þær upplýsingar frá viðbragðsaðilum sem komu fyrstir á svæðið að ferðamennirnir hafi spurt af hverju væru svo lítið pláss til þess að mætast á brúnni. „Hann ætlaði að mæta mér þarna. Þetta er bara dæmigerð vanþekking,“ segir Margeir og því útlit fyrir að ökumaður bílaleigubílsins hafi ekki áttað sig á því að um einbreiða brú væri að ræða en að sögn Margeirs er ágætt útsýni yfir veginn beggja megin við brúna. Skólabílstjórinn Margeir er á vegum úti flesta daga og segir að það sé algeng sjón að sjá bíla utan vegar. „Alla daga hérna eru bílar út um allt útaf. Það er hérna fullt á fólki á vegunum sem á ekkert erindi í íslenska vetrarfærð. Það er bara staðreynd,“ segir Margeir sem var að sækja bílinn þegar blaðamaður náði tali af honum. „Minn er allavega ónýtur og ég geri ráð fyrir að hinn sé það líka.“ Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Tengdar fréttir Segir úrbætur á brúm ganga of hægt Banaslys eða önnur alvarleg slys hafa orðið á fjórtán einbreiðum brúm frá aldamótum. 5. janúar 2019 20:37 Sky fjallar um slæmt ástand vega á Íslandi Fréttastofa Sky í Bretlandi segir brýr á Íslandi hafa verið gagnrýndar lengi í aðdraganda alvarlegs banaslyss á brúnni yfir Núpsvötn þann 27. desember. 30. desember 2018 10:35 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Fleiri fréttir Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATÓ Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Sjá meira
Það fór betur en á horfðist í dag þegar bílaleigubíll og skólabíll rákust saman á einbreiðri brú yfir Tungufljót, skammt norðan við Geysi. Engin slys urðu á fólki en bílstjóri skólabílsins segir ljóst að rekja megi slysið til vanþekkingu ferðamannsins sem var við stýrið á bílaleigubílnum.„Þetta gerðist bara þannig að þegar ég kem að brúnni í áttina að Geysi þá er bíll að koma yfir brúna. Ég stoppa þá við brúarkantinn og hleypi honum yfir. Ég lít svo yfir og sé að það er langt í næsta bíl og legg af stað yfir,“ segir Margeir Ingólfsson ökumaður skólabílsins í samtali við Vísi.Þegar Margeir var kominn á miðja brúna áttaði hann sig hins vegar á því að bíllinn sem var að koma á móti ætlaði sér einnig að fara yfir brúna.„Þá blasir við að bíllinn kemur á fullu á móti mér. Svo bara heldur hann áfram og kemur á fullu inn á brúna. Þar byrjar hann að negla niður. Það var hálka á brúnni og hann skautar bara á fullu framan á mig,“ segir Margeir.Ágætt útsýni við brúna Sem fyrr segir urðu engin slys á fólki en Margeir átti eftir að skutla tveimur skólakrökkum heim er áreksturinn varð. Fjórir ferðamenn af asísku bergi brotnir voru í bílaleigubílnum. Var þeim nokkuð brugðið en Margeir fékk þær upplýsingar frá viðbragðsaðilum sem komu fyrstir á svæðið að ferðamennirnir hafi spurt af hverju væru svo lítið pláss til þess að mætast á brúnni. „Hann ætlaði að mæta mér þarna. Þetta er bara dæmigerð vanþekking,“ segir Margeir og því útlit fyrir að ökumaður bílaleigubílsins hafi ekki áttað sig á því að um einbreiða brú væri að ræða en að sögn Margeirs er ágætt útsýni yfir veginn beggja megin við brúna. Skólabílstjórinn Margeir er á vegum úti flesta daga og segir að það sé algeng sjón að sjá bíla utan vegar. „Alla daga hérna eru bílar út um allt útaf. Það er hérna fullt á fólki á vegunum sem á ekkert erindi í íslenska vetrarfærð. Það er bara staðreynd,“ segir Margeir sem var að sækja bílinn þegar blaðamaður náði tali af honum. „Minn er allavega ónýtur og ég geri ráð fyrir að hinn sé það líka.“
Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Tengdar fréttir Segir úrbætur á brúm ganga of hægt Banaslys eða önnur alvarleg slys hafa orðið á fjórtán einbreiðum brúm frá aldamótum. 5. janúar 2019 20:37 Sky fjallar um slæmt ástand vega á Íslandi Fréttastofa Sky í Bretlandi segir brýr á Íslandi hafa verið gagnrýndar lengi í aðdraganda alvarlegs banaslyss á brúnni yfir Núpsvötn þann 27. desember. 30. desember 2018 10:35 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Fleiri fréttir Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATÓ Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Sjá meira
Segir úrbætur á brúm ganga of hægt Banaslys eða önnur alvarleg slys hafa orðið á fjórtán einbreiðum brúm frá aldamótum. 5. janúar 2019 20:37
Sky fjallar um slæmt ástand vega á Íslandi Fréttastofa Sky í Bretlandi segir brýr á Íslandi hafa verið gagnrýndar lengi í aðdraganda alvarlegs banaslyss á brúnni yfir Núpsvötn þann 27. desember. 30. desember 2018 10:35
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent