Þjálfarinn gerði draum um Ólympíuleika að algjörri martröð Elín Margrét Böðvarsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 30. janúar 2019 17:30 Karen Leach ferðast um heiminn og segir sögu sína, öðrum til varnaðar. Vísir Karen Leach var misnotuð af sundþjálfara sínum frá því hún var tíu ára og þangað til hún varð 17 ára. Í dag er hún um fimmtugt og vinnur hörðum höndum að barnavernd með það að markmiði að koma í veg fyrir að önnur börn lendi í hennar hremmingum. Karen var meðal gesta á ráðstefnunni Íþróttir og ofbeldi sem haldin var í dag í tengslum við Reykjavíkurleikana sem standa yfir. „Þegar ég var lítil stúlka þá átti ég draum að synda á Ólympíleikunum fyrir Írland. Mamma og pabbi trúðu á mig og studdu mig í átt að draumnum. Írski ólympíuþjálfarinn Derry O'Rourke sá mig og gekk á eftir mér að ganga í sundklúbbinn hans. Hann myndi hjálpa mér að láta draum minn rætast. Hann hringdi stöðugt í foreldra mína og bað um að ég yrði sett í klúbbinn. Ég gekk í sundklúbbinn,“ segir Karen. „Í stað þess að draumurinn rættist eyðilagði hann líf mitt og fjölskyldu minnar.“ O'Rourke var dæmdur í fangelsi árið 2001 fyrir að brjóta á sundfólki sem hann þjálfaði á áttunda, níunda og tíunda áratug síðustu aldar.Misnotkun á allan mögulegan hátt „Hann misnotaði mig andlega, líkamlega, kynferðislega og tilfinningalega þegar ég var lítil stelpa. Frá því ég var tíu ára til sautján ára. Áhrifin sem það hafði á lífið mitt hafa verið hrikaleg,“ segir Karen. Hún hefur líst því í fyrri viðtölum hvernig O'Rourke hafi haft algjöra stjórn á henni. Allt þar til við sautján ára aldur að hún steig upp úr lauginni á stórmóti fyrr en ætlað var. Hún hætti. En martröðinni var ekki lokið. Í hönd fór meðferð, þar af tvö ár á spítala. Móðir hennar svipti sig lífi eftir að hafa beðið Karen afsökunar á að hafa ekki passað upp á hana sem barn. Karen glímdi við átröskun og þurfti á lyfjameðferð að halda. Örfá ár eru síðan hún jafnaði sig, tæplega 30 árum síðar. „Það eru alls konar herferðir gegn þessu en fyrir mig er það ekki nóg. Á meðan það er gert mun það fæla fólk frá því að brjóta á börnum en misntokun er raunveruleg. Nákvæmlega það sama og kom fyrir mig fyrir 20-30 árum er enn að gerast.“ Hún muni áfram tala og vekja til vitundar.Klippa: Dreymdi um Ólympíuleika en misnotuð af þjálfara Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Sund Mest lesið Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Karen Leach var misnotuð af sundþjálfara sínum frá því hún var tíu ára og þangað til hún varð 17 ára. Í dag er hún um fimmtugt og vinnur hörðum höndum að barnavernd með það að markmiði að koma í veg fyrir að önnur börn lendi í hennar hremmingum. Karen var meðal gesta á ráðstefnunni Íþróttir og ofbeldi sem haldin var í dag í tengslum við Reykjavíkurleikana sem standa yfir. „Þegar ég var lítil stúlka þá átti ég draum að synda á Ólympíleikunum fyrir Írland. Mamma og pabbi trúðu á mig og studdu mig í átt að draumnum. Írski ólympíuþjálfarinn Derry O'Rourke sá mig og gekk á eftir mér að ganga í sundklúbbinn hans. Hann myndi hjálpa mér að láta draum minn rætast. Hann hringdi stöðugt í foreldra mína og bað um að ég yrði sett í klúbbinn. Ég gekk í sundklúbbinn,“ segir Karen. „Í stað þess að draumurinn rættist eyðilagði hann líf mitt og fjölskyldu minnar.“ O'Rourke var dæmdur í fangelsi árið 2001 fyrir að brjóta á sundfólki sem hann þjálfaði á áttunda, níunda og tíunda áratug síðustu aldar.Misnotkun á allan mögulegan hátt „Hann misnotaði mig andlega, líkamlega, kynferðislega og tilfinningalega þegar ég var lítil stelpa. Frá því ég var tíu ára til sautján ára. Áhrifin sem það hafði á lífið mitt hafa verið hrikaleg,“ segir Karen. Hún hefur líst því í fyrri viðtölum hvernig O'Rourke hafi haft algjöra stjórn á henni. Allt þar til við sautján ára aldur að hún steig upp úr lauginni á stórmóti fyrr en ætlað var. Hún hætti. En martröðinni var ekki lokið. Í hönd fór meðferð, þar af tvö ár á spítala. Móðir hennar svipti sig lífi eftir að hafa beðið Karen afsökunar á að hafa ekki passað upp á hana sem barn. Karen glímdi við átröskun og þurfti á lyfjameðferð að halda. Örfá ár eru síðan hún jafnaði sig, tæplega 30 árum síðar. „Það eru alls konar herferðir gegn þessu en fyrir mig er það ekki nóg. Á meðan það er gert mun það fæla fólk frá því að brjóta á börnum en misntokun er raunveruleg. Nákvæmlega það sama og kom fyrir mig fyrir 20-30 árum er enn að gerast.“ Hún muni áfram tala og vekja til vitundar.Klippa: Dreymdi um Ólympíuleika en misnotuð af þjálfara
Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Sund Mest lesið Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira