Beðið með sölu á lúxusíbúðum Helgi Vífill Júlíusson skrifar 30. janúar 2019 06:00 Hafnartorg í miðborg Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Ekki hefur verið ákveðið hvenær lúxusíbúðir í þremur blokkum á Hafnartorgi sem ÞG Verk byggir verða settar formlega í sölu. Þorvaldur Gissurarson, forstjóri fyrirtækisins, segir að það fari eftir markaðsaðstæðum hvenær sala hefjist. Kjarasamningar séu lausir og fasteignamarkaðurinn sé í biðstöðu. „Það er ekki óeðlilegt miðað við þá óvissu sem er til staðar,“ segir hann í samtali við Markaðinn. ÞG Verk hafði áður sett lúxusíbúðir í tveimur húsum á Hafnartorginu sem eru nær Lækjargötu til sölu. Samkvæmt söluvef Hafnartorgs eru tíu íbúðir seldar. Fram kom í frétt í Morgunblaðinu í september að sex íbúðir hefðu verið seldar. Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG Verk.„Það mjatlast út,“ segir Þorvaldur. Að hans sögn eru 30 íbúðir í húsunum sem eru til sölu. Samkvæmt söluvefnum eru samanlagt 76 íbúðir á Hafnartorginu. Blokkirnar eru tilbúnar að utan. Reiknað er með að aðrar íbúðir en þær sem eru á efstu hæð verði fullbúnar eftir um tvo mánuði. Efstu hæðirnar eru tilbúnar undir tréverk og boðið upp á að kaupendur geti valið frágang. Þorvaldur segir að verkefnið kosti um 13-14 milljarða króna. Um það bil helmingur fjárhæðarinnar sé lánsfé frá Landsbankanum. „Eins lengi og þarf á að halda,“ svarar Þorvaldur spurður hve lengi fyrirtækið geti beðið með að selja eignirnar á meðan markaðsaðstæður eru krefjandi. „Ég hef engar áhyggjur af Hafnartorgi. Það er ekkert óeðlilegt að svona verkefni taki lengri tíma í markaðssetningu og sölu en hefðbundið húsnæði. Það kemur ekki á óvart. Þetta er allt önnur vara sem verið að bjóða en annars staðar,“ segir hann og nefnir að það hafi verið reyndin í velheppnaðri uppbyggingu við Akerbryggju í Ósló. „Ég hef fulla trú á að Hafnartorg, verslun, skrifstofur og íbúðir eigi eftir að slá í gegn þegar fram líða stundir.“ Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Húsnæðismál Mest lesið Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra Sjá meira
Ekki hefur verið ákveðið hvenær lúxusíbúðir í þremur blokkum á Hafnartorgi sem ÞG Verk byggir verða settar formlega í sölu. Þorvaldur Gissurarson, forstjóri fyrirtækisins, segir að það fari eftir markaðsaðstæðum hvenær sala hefjist. Kjarasamningar séu lausir og fasteignamarkaðurinn sé í biðstöðu. „Það er ekki óeðlilegt miðað við þá óvissu sem er til staðar,“ segir hann í samtali við Markaðinn. ÞG Verk hafði áður sett lúxusíbúðir í tveimur húsum á Hafnartorginu sem eru nær Lækjargötu til sölu. Samkvæmt söluvef Hafnartorgs eru tíu íbúðir seldar. Fram kom í frétt í Morgunblaðinu í september að sex íbúðir hefðu verið seldar. Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG Verk.„Það mjatlast út,“ segir Þorvaldur. Að hans sögn eru 30 íbúðir í húsunum sem eru til sölu. Samkvæmt söluvefnum eru samanlagt 76 íbúðir á Hafnartorginu. Blokkirnar eru tilbúnar að utan. Reiknað er með að aðrar íbúðir en þær sem eru á efstu hæð verði fullbúnar eftir um tvo mánuði. Efstu hæðirnar eru tilbúnar undir tréverk og boðið upp á að kaupendur geti valið frágang. Þorvaldur segir að verkefnið kosti um 13-14 milljarða króna. Um það bil helmingur fjárhæðarinnar sé lánsfé frá Landsbankanum. „Eins lengi og þarf á að halda,“ svarar Þorvaldur spurður hve lengi fyrirtækið geti beðið með að selja eignirnar á meðan markaðsaðstæður eru krefjandi. „Ég hef engar áhyggjur af Hafnartorgi. Það er ekkert óeðlilegt að svona verkefni taki lengri tíma í markaðssetningu og sölu en hefðbundið húsnæði. Það kemur ekki á óvart. Þetta er allt önnur vara sem verið að bjóða en annars staðar,“ segir hann og nefnir að það hafi verið reyndin í velheppnaðri uppbyggingu við Akerbryggju í Ósló. „Ég hef fulla trú á að Hafnartorg, verslun, skrifstofur og íbúðir eigi eftir að slá í gegn þegar fram líða stundir.“
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Húsnæðismál Mest lesið Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra Sjá meira