Laun bankastjórans hækkað um 82 prósent Sigurður Mikael Jónsson skrifar 9. febrúar 2019 07:00 Lilja Björk Einarsdóttir var ráðin bankastjóri í mars 2017. Síðan þá hefur bankaráð hækkað mánaðarlaun hennar um 1,7 milljónir. Fréttablaðið/Eyþór Bankaráð Landsbankans hækkaði mánaðarlaun bankastjórans, Lilju Bjarkar Einarsdóttur, um 17 prósent í fyrra eða sem nemur 550 þúsund krónum. Hækkuðu mánaðarlaunin úr 3.250.000 krónum í 3.800.000 krónur þann 1. apríl 2018. Hækkunin kom innan við ári frá annarri launahækkun bankastjórans sem fékk hækkun upp á tæpar 1,2 milljónir á mánuði 1. júlí 2017. Þá hafði ákvörðunarvald launa bankastjórans verið fært frá kjararáði til bankaráðs Landsbankans. Frá 1. júlí 2017 til 1. apríl 2018 hafa laun bankastjóra Landsbankans hækkað úr 2.089 þúsund krónum í 3.800 þúsund krónur. Það gerir hækkun um rúmar 1,7 milljónir á mánuði, eða rétt tæp 82 prósent á þessu tíu mánaða tímabili. Um er að ræða laun og bifreiðahlunnindi. Þetta kemur fram í svari bankans við fyrirspurn Fréttablaðsins þar sem óskað var eftir sundurliðun á launaupplýsingum bankastjórans eins og þær birtast í nýbirtum ársreikningi bankans. Þar segir að ákvörðun bankaráðs um laun bankastjóra í fyrra byggi á starfskjarastefnu bankans. Þar segir að starfskjör stjórnenda og annarra starfsmanna bankans eigi að vera samkeppnishæf en ekki leiðandi. „Kjör bankastjóra Landsbankans voru á sínum tíma felld undir kjararáð og var bankastjóri eini æðsti stjórnandi fjármálafyrirtækis sem féll undir ráðið. Þetta varð m.a. til þess að laun bankastjóra Landsbankans voru mun lægri en laun annarra stjórnenda í fjármálakerfinu. Laun bankastjóra Landsbankans hafa nú verið færð nær þeim kjörum sem almennt gilda fyrir æðstu stjórnendur fjármálafyrirtækja,“ segir í svari bankans við fyrirspurn blaðsins. Fjármála- og efnahagsráðuneytið beindi þeim tilmælum til stjórna ríkisfyrirtækja í ársbyrjun 2017 að launahækkunum forstjóra þeirra yrði stillt í hóf þegar kjararáð hætti að ákvarða laun þeirra. Fréttablaðið fjallaði ítarlega um launaþróun ríkisforstjóra í fyrra sem margir fengu verulegar hækkanir sumarið 2017. Forstjóri Isavia hækkaði um 36 prósent, Íslandspósts um 25 prósent, Landsvirkjunar um 58 prósent og bankastjóri Landsbankans sem fyrr segir. Fregnir af launahækkunum æðstu stjórnenda ríkisfyrirtækja hafa verið sem olía á eldinn hjá verkalýðsforystunni inn í komandi kjarasamninga sem hefur margítrekað gagnrýnt þær. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Laun forstjóra ríkisfyrirtækja hækkað um tæp 24 prósent Laun forstjóra ríkisfyrirtækja hækkuðu að meðaltali um tæplega 24% eftir að ákvörðun launa þeirra var færð frá kjararáði til stjórna fyrirtækjanna í fyrra. Fjármálaráðherra segir hækkanirnar krefjast skýringa og forseti Alþýðusambands Íslands segir þær verða fordæmisgefandi fyrir komandi kjaraviðræður. 3. júlí 2018 20:30 Mánaðarlaun ríkisforstjóra hækkuðu um 1,2 milljónir Laun forstjóra Landsvirkjunar hækkuðu miklu meira í fyrra en áður hafði verið haldið fram. Ríkisforstjórar hækkuðu margir umtalsvert í launum í júlí í fyrra þegar stjórnir fyrirtækjanna tóku við ákvörðunarvaldi launa þeirra. 30. júní 2018 09:00 Ríkisforstjórarnir á misdýrum bílum sem fyrirtækin útvega Forstjóri Landsvirkjunar hefur dýrustu bifreiðina til afnota en hún var keypt á 10,6 milljónir í vetur. Tvinnbifreið keypt í stað bensínbifreiðar til að draga úr orkunotkun og útblæstri. 8. ágúst 2018 07:00 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Bankaráð Landsbankans hækkaði mánaðarlaun bankastjórans, Lilju Bjarkar Einarsdóttur, um 17 prósent í fyrra eða sem nemur 550 þúsund krónum. Hækkuðu mánaðarlaunin úr 3.250.000 krónum í 3.800.000 krónur þann 1. apríl 2018. Hækkunin kom innan við ári frá annarri launahækkun bankastjórans sem fékk hækkun upp á tæpar 1,2 milljónir á mánuði 1. júlí 2017. Þá hafði ákvörðunarvald launa bankastjórans verið fært frá kjararáði til bankaráðs Landsbankans. Frá 1. júlí 2017 til 1. apríl 2018 hafa laun bankastjóra Landsbankans hækkað úr 2.089 þúsund krónum í 3.800 þúsund krónur. Það gerir hækkun um rúmar 1,7 milljónir á mánuði, eða rétt tæp 82 prósent á þessu tíu mánaða tímabili. Um er að ræða laun og bifreiðahlunnindi. Þetta kemur fram í svari bankans við fyrirspurn Fréttablaðsins þar sem óskað var eftir sundurliðun á launaupplýsingum bankastjórans eins og þær birtast í nýbirtum ársreikningi bankans. Þar segir að ákvörðun bankaráðs um laun bankastjóra í fyrra byggi á starfskjarastefnu bankans. Þar segir að starfskjör stjórnenda og annarra starfsmanna bankans eigi að vera samkeppnishæf en ekki leiðandi. „Kjör bankastjóra Landsbankans voru á sínum tíma felld undir kjararáð og var bankastjóri eini æðsti stjórnandi fjármálafyrirtækis sem féll undir ráðið. Þetta varð m.a. til þess að laun bankastjóra Landsbankans voru mun lægri en laun annarra stjórnenda í fjármálakerfinu. Laun bankastjóra Landsbankans hafa nú verið færð nær þeim kjörum sem almennt gilda fyrir æðstu stjórnendur fjármálafyrirtækja,“ segir í svari bankans við fyrirspurn blaðsins. Fjármála- og efnahagsráðuneytið beindi þeim tilmælum til stjórna ríkisfyrirtækja í ársbyrjun 2017 að launahækkunum forstjóra þeirra yrði stillt í hóf þegar kjararáð hætti að ákvarða laun þeirra. Fréttablaðið fjallaði ítarlega um launaþróun ríkisforstjóra í fyrra sem margir fengu verulegar hækkanir sumarið 2017. Forstjóri Isavia hækkaði um 36 prósent, Íslandspósts um 25 prósent, Landsvirkjunar um 58 prósent og bankastjóri Landsbankans sem fyrr segir. Fregnir af launahækkunum æðstu stjórnenda ríkisfyrirtækja hafa verið sem olía á eldinn hjá verkalýðsforystunni inn í komandi kjarasamninga sem hefur margítrekað gagnrýnt þær.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Laun forstjóra ríkisfyrirtækja hækkað um tæp 24 prósent Laun forstjóra ríkisfyrirtækja hækkuðu að meðaltali um tæplega 24% eftir að ákvörðun launa þeirra var færð frá kjararáði til stjórna fyrirtækjanna í fyrra. Fjármálaráðherra segir hækkanirnar krefjast skýringa og forseti Alþýðusambands Íslands segir þær verða fordæmisgefandi fyrir komandi kjaraviðræður. 3. júlí 2018 20:30 Mánaðarlaun ríkisforstjóra hækkuðu um 1,2 milljónir Laun forstjóra Landsvirkjunar hækkuðu miklu meira í fyrra en áður hafði verið haldið fram. Ríkisforstjórar hækkuðu margir umtalsvert í launum í júlí í fyrra þegar stjórnir fyrirtækjanna tóku við ákvörðunarvaldi launa þeirra. 30. júní 2018 09:00 Ríkisforstjórarnir á misdýrum bílum sem fyrirtækin útvega Forstjóri Landsvirkjunar hefur dýrustu bifreiðina til afnota en hún var keypt á 10,6 milljónir í vetur. Tvinnbifreið keypt í stað bensínbifreiðar til að draga úr orkunotkun og útblæstri. 8. ágúst 2018 07:00 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Laun forstjóra ríkisfyrirtækja hækkað um tæp 24 prósent Laun forstjóra ríkisfyrirtækja hækkuðu að meðaltali um tæplega 24% eftir að ákvörðun launa þeirra var færð frá kjararáði til stjórna fyrirtækjanna í fyrra. Fjármálaráðherra segir hækkanirnar krefjast skýringa og forseti Alþýðusambands Íslands segir þær verða fordæmisgefandi fyrir komandi kjaraviðræður. 3. júlí 2018 20:30
Mánaðarlaun ríkisforstjóra hækkuðu um 1,2 milljónir Laun forstjóra Landsvirkjunar hækkuðu miklu meira í fyrra en áður hafði verið haldið fram. Ríkisforstjórar hækkuðu margir umtalsvert í launum í júlí í fyrra þegar stjórnir fyrirtækjanna tóku við ákvörðunarvaldi launa þeirra. 30. júní 2018 09:00
Ríkisforstjórarnir á misdýrum bílum sem fyrirtækin útvega Forstjóri Landsvirkjunar hefur dýrustu bifreiðina til afnota en hún var keypt á 10,6 milljónir í vetur. Tvinnbifreið keypt í stað bensínbifreiðar til að draga úr orkunotkun og útblæstri. 8. ágúst 2018 07:00