Bera af sér sakir Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. febrúar 2019 11:00 "Það hafa engin gögn verið lögð fram sem styðja þessar ásakanir,“ segir Kenneth Fredriksen. Fréttablaðið/Eyþór Engin gögn hafa verið lögð fram sem renna stoðum undir þær alvarlegu sakir sem bornar hafa verið á kínverska tæknifyrirtækið Huawei að undanförnu. Þetta segir Kenneth Fredriksen, forstjóri Huawei í Svíþjóð og á Íslandi, í viðtali við Fréttablaðið. Eins og Fréttablaðið fjallaði ítarlega um í síðasta helgarblaði hafa bandarískar öryggisstofnanir sakað Huawei um að njósna fyrir hönd kínverska ríkisins. Þá ákærði dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna bæði fyrirtækið og fjármálastjórann Meng Wanzhou í síðustu viku fyrir bankasvindl, tækniþjófnað og að hindra framgang réttvísinnar. Tímasetning þessara ásakana þykir afar óheppileg fyrir Huawei, enda tekur fyrirtækið þátt af fullum þunga í komandi 5G-byltingu.Engin sönnunargögn Aðspurður hvort fyrrnefndar ásakanir hafi skaðað viðskipti Huawei á Norðurlöndum segist Fredriksen fyrst og fremst glaður að blaðamaður noti orðið ásakanir. „Af því að staðreyndin er sú að það hafa engin gögn verið lögð fram sem styðja þessar ásakanir. Við höfum heyrt margbreytilegar staðhæfingar frá Bandaríkjunum og verið sökuð um ýmislegt. En það eru engin sönnunargögn sem liggja fyrir. Á hinn bóginn hafa margir viðskiptavinir komið okkur til varnar og sagt bæði fjölmiðlum og almenningi að þeir séu ánægðir með Huawei og hafi aldrei átt í erfiðleikum vegna samstarfsins við okkur.“ Fredriksen segist stoltur af því að starfa fyrir Huawei „sem hefur vaxið allsvakalega og er leiðandi á þessu sviði“. Þá segist hann geta stoltur sagt að hann hafi engar áhyggjur af þessum ásökunum því hann viti að þær séu ósannar. „Öll gögnin benda til þess. Flestir viðskiptavina okkar hafa nú þegar risið upp og bent á nákvæmlega þetta. Þeir treysta okkur og vilja vinna með okkur að því að koma upp 5G neti. „Þetta eru ásakanir sem engin gögn hafa sýnt fram á. Það er á allra ábyrgð, bæði okkar og fjölmiðla, að reyna að leiðrétta þessar rangfærslur. Af því að nú held ég að við séum komin á þann tímapunkt að við séum að tapa því skriði sem var komið í 5G-uppbyggingu, og það af röngum ástæðum.“ Engin áhrif enn Fredriksen segir jákvætt að flestir viðskiptavinir fyrirtækisins, til að mynda fjarskiptafyrirtæki sem nota búnað frá Huawei, hafi góðan skilning á öryggismálum. Téðir viðskiptavinir viti að málið sé pólitísks eðlis, ekki tæknilegs. „Þess vegna hafa áhrifin enn sem komið er ekki verið neikvæð á viðskipti okkar hér.“ Það er hins vegar aldrei æskilegt að sæta slíkum ásökunum, segir Fredriksen. „Fyrirtæki vill ekki að órökstuddar ásakanir, sem ég myndi einfaldlega kalla falsfréttir, séu lagðar fram gegn þér. Það er ekki gott fyrir okkur eða okkar orðspor og þetta veldur einnig vandamálum fyrir viðskiptavini okkar. Það mislíkar okkur enda er okkur annt um viðskiptavinina,“ bætir hann við.Frá kynningu Huawei á nýjum 5G örflögum. Nordicphotos/GettyHann segir iðnaðinn og fjarskiptainnviði of mikilvæga til þess að nokkur þjóð geri „pólitíska árás“ sem þessa. Þess í stað ætti fólk að einbeita sér að því að byggja upp örugg fjarskiptakerfi. Um það þurfi að eiga umræðu á tæknilegum nótum. „Þess vegna vegna höfum við sagst reiðubúin í slíkar viðræður við ríkisstjórnir og viðskiptavini. Um það hvernig sé hægt að tryggja algjört gegnsæi á okkar lausnum, hvernig sé hægt að sýna fram á að þær séu öruggar og sömuleiðis hvernig sé best að hanna örugga og góða innviði.“ Að mati Fredriksen er 5G tæknin einfaldlega nauðsynleg og mun reynast hagkerfum heimsins mikilvæg. Hann segir ríkisstjórnir og viðskiptavini fyrirtækisins benda á að Evrópa eigi nú á hættu að dragast aftur úr á sviði fjarskipta og missa þannig af þeim meðbyr sem 5G hefur í för með sér. „Við ættum því að einbeita okkur að því að tryggja að þessi tækni sé komin í gagnið eins fljótt og auðið er. Þannig skilum við miklum gæðum til neytenda. Hluti af þessum gæðum er öryggið.“Huawei á Íslandi Fredriksen segir Huawei hafa stundað viðskipti við stærstu fjarskiptafyrirtæki Íslands lengi. „Við stundum viðskipti við Nova og Vodafone og eitthvað við Símann líka. Þannig að við erum stór hér á Íslandi og þetta er mikilvægur markaður fyrir okkur.“ Huawei spilaði stóra rullu í uppbyggingu 3G og 4G kerfa hér á landi. „Við aðstoðuðum bæði Nova og Vodafone við að koma sér upp góðu kerfi. Ég tel að Ísland, þrátt fyrir smæð þess, búi yfir góðum fjarskiptainnviðum og ég tel að við séum hluti af ástæðunni fyrir því. Er við horfum fram á við til 5G þá erum við tilbúin og höfum verið það um nokkurt skeið. Við viljum og getum útvegað 5G búnað fyrir viðskiptavini okkar,“ heldur hann áfram. Þá segist Fredriksen halda að 5G sé ekki bara mikilvægt skref, það sé nauðsynlegt. „Líka fyrir fólk hér á Íslandi. Það er eftirspurn frá neytendum enda vilja þeir nýja þjónustu og meiri nýsköpun. Til þess að svara þessari eftirspurn er þörf á 5G tækni. Þannig að við myndum vilja hjálpa viðskiptavinum okkar að byggja upp slíkt kerfi fyrir íslenska neytendur og tryggja þannig að Ísland raði sér áfram í fremstu röð á sviði tækni.“ Fredriksen segir Huawei ætla sér að styðja íslenska neytendur og tryggja að þeir fái nýjustu tækni sem fyrst. „Við viljum koma upp öruggum og góðum fjarskiptakerfum sem eru alltaf virk. Tengingar eru svo mikilvægar og þær þurfa að vera áreiðanlegar. Við erum áreiðanlegur samstarfsaðili og munum halda áfram að sýna fram á það. Bæði á sviði neytendatækni og búnaðar fyrir fjarskiptanet.“Ren Zhengfei, stofnandi og forstjóri Huawei, er gáttaður á ásökununum og neitar sök.Tíföld afkastageta En hvers vegna er þetta 5G svona mikilvægt? „Ég held að ég og þú og bara allir séu háðir tengingu í vaxandi mæli. Við þörfnumst sterkrar tengingar alltaf, alls staðar. Núverandi tækni getur ekki haldið áfram að standa undir þeim vexti í flutningi gagna sem við höfum verið að horfa upp á. Frá neytendasjónarhorni er því mikil þörf á 5G víða um heim, meðal annars á Íslandi,“ segir Fredriksen og bætir við: „Núverandi tækni er takmörkuð. 5G gæti tífaldað afkastagetuna. Það er ódýrara að flytja hvern gígabita, mun ódýrara. Það er mikilvægt fyrir fjarskiptafyrirtæki af því að þau þurfa að geta boðið neytendum upp á ódýra og góða þjónustu. Þannig að ég held að 5G sé beinlínis nauðsynlegt fyrir neytendur.“ Að mati Fredriksen mun 5G gjörbreyta heiminum og þá sérstaklega atvinnulífinu. Það mun gera fyrirtæki og allan iðnað skilvirkari og skapa þannig ný tækifæri. „Þau lönd sem taka þessa tækni upp snemma fá ákveðið samkeppnisforskot vegna þess og þetta forskot mun reynast öðrum löndum erfitt að yfirstíga.“ Nú þegar má sjá metnaðarfull áform í Asíu, meðal annars í Japan, Kína og Suður-Kóreu, um að verða fyrsta 5G-vædda landið. „Bandaríkin reyna það einnig. En þetta er öðruvísi í Evrópu. Það er þó enn tími til stefnu til þess að tryggja að við drögumst ekki mikið aftur úr.“ Spennandi hlutir á leiðinni Þar sem Mobile World Congress, stærsta snjallsímaráðstefna heims, er rétt handan við hornið varð ekki hjá því komist að spyrja Fredriksen einnig um neytendatæknihluta fyrirtækisins. Eins og stendur hefur Huawei um sautján prósenta markaðshlutdeild á evrópskum snjallsímamarkaði og hefur sá hluti farið vaxandi. „Ég held að vöxtur okkar á þessum markaði skýrist af þeirri nýsköpun sem við stöndum fyrir og því að við skilum bættri og nýrri upplifun til neytenda. Þetta er okkar sérstaða undanfarin ár. Við höfum trekk í trekk skilað nýrri tækni, umfram þá sem er nú þegar á markaði. Við verjum meira en 15 prósentum af veltu okkar í heiminum í rannsóknir og þróun. Stór hluti þess fer í snjallsíma. Við höfum þróað leiðandi gervigreindarflögur í heiminum. Símar með slíkum flögum eru ekki bara snjallir, þeir eru bráðgreindir. Og við munum halda þessu áfram. Við munum halda áfram að einbeita okkur að myndavélum og gervigreindarvæddri notendaupplifun í símum okkar,“ segir Fredriksen. Fyrirtækið hyggst kynna nýja tækni á MWC, segir Fredriksen. „Þannig munum við koma með nýja tækni á markað sem hefur ekki áður sést. Þar á meðal mögulega 5G síma.“ Birtist í Fréttablaðinu Tækni Tengdar fréttir Ákæra á hendur Huawei gæti tafið uppbyggingu 5G kerfa Vodafone Group í Evrópu hefur sett kaup á búnaði frá kínverska tæknifyrirtækinu Huawei í biðstöðu eftir að bandaríska dómsmálaráðuneytið höfðaði sakamál á hendur fyrirtækinu fyrir stórfelldan hugverkaþjófnað og brot á viðskiptaþvingunum gagnvart Íran. Ákvörðunin gæti haft áhrif á uppbyggingu á 5G kerfum hér á landi. 30. janúar 2019 19:30 Kínverskur risi í klandri Bandaríkin standa fyrir samstilltu átaki gegn kínverska tæknirisanum Huawei. Kínverjarnir eru sakaðir um njósnir fyrir hið opinbera, brot á viðskiptaþvingunum og hugverkaþjófnað. Þeir neita þó alfarið sök og stjórnvöld í Kína segja málið einfaldlega pólitískt. Það kemur á versta tíma fyrir Huawei sem tekur nú þátt í 5G-bylgjunni. 2. febrúar 2019 09:30 Setja kaup á frekari búnaði frá Huawei í biðstöðu Vodafone Group hefur sett kaup á frekari búnaði frá Huawei í biðstöðu eftir að bandaríska dómsmálaráðuneytið höfðaði sakamál á hendur fyrirtækinu fyrir stórfelldan hugverkaþjófnað og brot á viðskiptaþvingunum gagnvart Íran. Þá hefur BT Group fjarlægt búnað Huawei úr farsímakerfum sínum í Bretlandi. 30. janúar 2019 12:15 Ætla að standa vörð um kínversk fyrirtæki Ríkisstjórn Kína segir að Bandaríkin eigi að láta af "óskynsamlegum“ aðgerðum þeirra gegn kínverska samskiptafyrirtækinu Huawei. 29. janúar 2019 10:55 Mest lesið „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Viðskipti innlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Engin gögn hafa verið lögð fram sem renna stoðum undir þær alvarlegu sakir sem bornar hafa verið á kínverska tæknifyrirtækið Huawei að undanförnu. Þetta segir Kenneth Fredriksen, forstjóri Huawei í Svíþjóð og á Íslandi, í viðtali við Fréttablaðið. Eins og Fréttablaðið fjallaði ítarlega um í síðasta helgarblaði hafa bandarískar öryggisstofnanir sakað Huawei um að njósna fyrir hönd kínverska ríkisins. Þá ákærði dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna bæði fyrirtækið og fjármálastjórann Meng Wanzhou í síðustu viku fyrir bankasvindl, tækniþjófnað og að hindra framgang réttvísinnar. Tímasetning þessara ásakana þykir afar óheppileg fyrir Huawei, enda tekur fyrirtækið þátt af fullum þunga í komandi 5G-byltingu.Engin sönnunargögn Aðspurður hvort fyrrnefndar ásakanir hafi skaðað viðskipti Huawei á Norðurlöndum segist Fredriksen fyrst og fremst glaður að blaðamaður noti orðið ásakanir. „Af því að staðreyndin er sú að það hafa engin gögn verið lögð fram sem styðja þessar ásakanir. Við höfum heyrt margbreytilegar staðhæfingar frá Bandaríkjunum og verið sökuð um ýmislegt. En það eru engin sönnunargögn sem liggja fyrir. Á hinn bóginn hafa margir viðskiptavinir komið okkur til varnar og sagt bæði fjölmiðlum og almenningi að þeir séu ánægðir með Huawei og hafi aldrei átt í erfiðleikum vegna samstarfsins við okkur.“ Fredriksen segist stoltur af því að starfa fyrir Huawei „sem hefur vaxið allsvakalega og er leiðandi á þessu sviði“. Þá segist hann geta stoltur sagt að hann hafi engar áhyggjur af þessum ásökunum því hann viti að þær séu ósannar. „Öll gögnin benda til þess. Flestir viðskiptavina okkar hafa nú þegar risið upp og bent á nákvæmlega þetta. Þeir treysta okkur og vilja vinna með okkur að því að koma upp 5G neti. „Þetta eru ásakanir sem engin gögn hafa sýnt fram á. Það er á allra ábyrgð, bæði okkar og fjölmiðla, að reyna að leiðrétta þessar rangfærslur. Af því að nú held ég að við séum komin á þann tímapunkt að við séum að tapa því skriði sem var komið í 5G-uppbyggingu, og það af röngum ástæðum.“ Engin áhrif enn Fredriksen segir jákvætt að flestir viðskiptavinir fyrirtækisins, til að mynda fjarskiptafyrirtæki sem nota búnað frá Huawei, hafi góðan skilning á öryggismálum. Téðir viðskiptavinir viti að málið sé pólitísks eðlis, ekki tæknilegs. „Þess vegna hafa áhrifin enn sem komið er ekki verið neikvæð á viðskipti okkar hér.“ Það er hins vegar aldrei æskilegt að sæta slíkum ásökunum, segir Fredriksen. „Fyrirtæki vill ekki að órökstuddar ásakanir, sem ég myndi einfaldlega kalla falsfréttir, séu lagðar fram gegn þér. Það er ekki gott fyrir okkur eða okkar orðspor og þetta veldur einnig vandamálum fyrir viðskiptavini okkar. Það mislíkar okkur enda er okkur annt um viðskiptavinina,“ bætir hann við.Frá kynningu Huawei á nýjum 5G örflögum. Nordicphotos/GettyHann segir iðnaðinn og fjarskiptainnviði of mikilvæga til þess að nokkur þjóð geri „pólitíska árás“ sem þessa. Þess í stað ætti fólk að einbeita sér að því að byggja upp örugg fjarskiptakerfi. Um það þurfi að eiga umræðu á tæknilegum nótum. „Þess vegna vegna höfum við sagst reiðubúin í slíkar viðræður við ríkisstjórnir og viðskiptavini. Um það hvernig sé hægt að tryggja algjört gegnsæi á okkar lausnum, hvernig sé hægt að sýna fram á að þær séu öruggar og sömuleiðis hvernig sé best að hanna örugga og góða innviði.“ Að mati Fredriksen er 5G tæknin einfaldlega nauðsynleg og mun reynast hagkerfum heimsins mikilvæg. Hann segir ríkisstjórnir og viðskiptavini fyrirtækisins benda á að Evrópa eigi nú á hættu að dragast aftur úr á sviði fjarskipta og missa þannig af þeim meðbyr sem 5G hefur í för með sér. „Við ættum því að einbeita okkur að því að tryggja að þessi tækni sé komin í gagnið eins fljótt og auðið er. Þannig skilum við miklum gæðum til neytenda. Hluti af þessum gæðum er öryggið.“Huawei á Íslandi Fredriksen segir Huawei hafa stundað viðskipti við stærstu fjarskiptafyrirtæki Íslands lengi. „Við stundum viðskipti við Nova og Vodafone og eitthvað við Símann líka. Þannig að við erum stór hér á Íslandi og þetta er mikilvægur markaður fyrir okkur.“ Huawei spilaði stóra rullu í uppbyggingu 3G og 4G kerfa hér á landi. „Við aðstoðuðum bæði Nova og Vodafone við að koma sér upp góðu kerfi. Ég tel að Ísland, þrátt fyrir smæð þess, búi yfir góðum fjarskiptainnviðum og ég tel að við séum hluti af ástæðunni fyrir því. Er við horfum fram á við til 5G þá erum við tilbúin og höfum verið það um nokkurt skeið. Við viljum og getum útvegað 5G búnað fyrir viðskiptavini okkar,“ heldur hann áfram. Þá segist Fredriksen halda að 5G sé ekki bara mikilvægt skref, það sé nauðsynlegt. „Líka fyrir fólk hér á Íslandi. Það er eftirspurn frá neytendum enda vilja þeir nýja þjónustu og meiri nýsköpun. Til þess að svara þessari eftirspurn er þörf á 5G tækni. Þannig að við myndum vilja hjálpa viðskiptavinum okkar að byggja upp slíkt kerfi fyrir íslenska neytendur og tryggja þannig að Ísland raði sér áfram í fremstu röð á sviði tækni.“ Fredriksen segir Huawei ætla sér að styðja íslenska neytendur og tryggja að þeir fái nýjustu tækni sem fyrst. „Við viljum koma upp öruggum og góðum fjarskiptakerfum sem eru alltaf virk. Tengingar eru svo mikilvægar og þær þurfa að vera áreiðanlegar. Við erum áreiðanlegur samstarfsaðili og munum halda áfram að sýna fram á það. Bæði á sviði neytendatækni og búnaðar fyrir fjarskiptanet.“Ren Zhengfei, stofnandi og forstjóri Huawei, er gáttaður á ásökununum og neitar sök.Tíföld afkastageta En hvers vegna er þetta 5G svona mikilvægt? „Ég held að ég og þú og bara allir séu háðir tengingu í vaxandi mæli. Við þörfnumst sterkrar tengingar alltaf, alls staðar. Núverandi tækni getur ekki haldið áfram að standa undir þeim vexti í flutningi gagna sem við höfum verið að horfa upp á. Frá neytendasjónarhorni er því mikil þörf á 5G víða um heim, meðal annars á Íslandi,“ segir Fredriksen og bætir við: „Núverandi tækni er takmörkuð. 5G gæti tífaldað afkastagetuna. Það er ódýrara að flytja hvern gígabita, mun ódýrara. Það er mikilvægt fyrir fjarskiptafyrirtæki af því að þau þurfa að geta boðið neytendum upp á ódýra og góða þjónustu. Þannig að ég held að 5G sé beinlínis nauðsynlegt fyrir neytendur.“ Að mati Fredriksen mun 5G gjörbreyta heiminum og þá sérstaklega atvinnulífinu. Það mun gera fyrirtæki og allan iðnað skilvirkari og skapa þannig ný tækifæri. „Þau lönd sem taka þessa tækni upp snemma fá ákveðið samkeppnisforskot vegna þess og þetta forskot mun reynast öðrum löndum erfitt að yfirstíga.“ Nú þegar má sjá metnaðarfull áform í Asíu, meðal annars í Japan, Kína og Suður-Kóreu, um að verða fyrsta 5G-vædda landið. „Bandaríkin reyna það einnig. En þetta er öðruvísi í Evrópu. Það er þó enn tími til stefnu til þess að tryggja að við drögumst ekki mikið aftur úr.“ Spennandi hlutir á leiðinni Þar sem Mobile World Congress, stærsta snjallsímaráðstefna heims, er rétt handan við hornið varð ekki hjá því komist að spyrja Fredriksen einnig um neytendatæknihluta fyrirtækisins. Eins og stendur hefur Huawei um sautján prósenta markaðshlutdeild á evrópskum snjallsímamarkaði og hefur sá hluti farið vaxandi. „Ég held að vöxtur okkar á þessum markaði skýrist af þeirri nýsköpun sem við stöndum fyrir og því að við skilum bættri og nýrri upplifun til neytenda. Þetta er okkar sérstaða undanfarin ár. Við höfum trekk í trekk skilað nýrri tækni, umfram þá sem er nú þegar á markaði. Við verjum meira en 15 prósentum af veltu okkar í heiminum í rannsóknir og þróun. Stór hluti þess fer í snjallsíma. Við höfum þróað leiðandi gervigreindarflögur í heiminum. Símar með slíkum flögum eru ekki bara snjallir, þeir eru bráðgreindir. Og við munum halda þessu áfram. Við munum halda áfram að einbeita okkur að myndavélum og gervigreindarvæddri notendaupplifun í símum okkar,“ segir Fredriksen. Fyrirtækið hyggst kynna nýja tækni á MWC, segir Fredriksen. „Þannig munum við koma með nýja tækni á markað sem hefur ekki áður sést. Þar á meðal mögulega 5G síma.“
Birtist í Fréttablaðinu Tækni Tengdar fréttir Ákæra á hendur Huawei gæti tafið uppbyggingu 5G kerfa Vodafone Group í Evrópu hefur sett kaup á búnaði frá kínverska tæknifyrirtækinu Huawei í biðstöðu eftir að bandaríska dómsmálaráðuneytið höfðaði sakamál á hendur fyrirtækinu fyrir stórfelldan hugverkaþjófnað og brot á viðskiptaþvingunum gagnvart Íran. Ákvörðunin gæti haft áhrif á uppbyggingu á 5G kerfum hér á landi. 30. janúar 2019 19:30 Kínverskur risi í klandri Bandaríkin standa fyrir samstilltu átaki gegn kínverska tæknirisanum Huawei. Kínverjarnir eru sakaðir um njósnir fyrir hið opinbera, brot á viðskiptaþvingunum og hugverkaþjófnað. Þeir neita þó alfarið sök og stjórnvöld í Kína segja málið einfaldlega pólitískt. Það kemur á versta tíma fyrir Huawei sem tekur nú þátt í 5G-bylgjunni. 2. febrúar 2019 09:30 Setja kaup á frekari búnaði frá Huawei í biðstöðu Vodafone Group hefur sett kaup á frekari búnaði frá Huawei í biðstöðu eftir að bandaríska dómsmálaráðuneytið höfðaði sakamál á hendur fyrirtækinu fyrir stórfelldan hugverkaþjófnað og brot á viðskiptaþvingunum gagnvart Íran. Þá hefur BT Group fjarlægt búnað Huawei úr farsímakerfum sínum í Bretlandi. 30. janúar 2019 12:15 Ætla að standa vörð um kínversk fyrirtæki Ríkisstjórn Kína segir að Bandaríkin eigi að láta af "óskynsamlegum“ aðgerðum þeirra gegn kínverska samskiptafyrirtækinu Huawei. 29. janúar 2019 10:55 Mest lesið „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Viðskipti innlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Ákæra á hendur Huawei gæti tafið uppbyggingu 5G kerfa Vodafone Group í Evrópu hefur sett kaup á búnaði frá kínverska tæknifyrirtækinu Huawei í biðstöðu eftir að bandaríska dómsmálaráðuneytið höfðaði sakamál á hendur fyrirtækinu fyrir stórfelldan hugverkaþjófnað og brot á viðskiptaþvingunum gagnvart Íran. Ákvörðunin gæti haft áhrif á uppbyggingu á 5G kerfum hér á landi. 30. janúar 2019 19:30
Kínverskur risi í klandri Bandaríkin standa fyrir samstilltu átaki gegn kínverska tæknirisanum Huawei. Kínverjarnir eru sakaðir um njósnir fyrir hið opinbera, brot á viðskiptaþvingunum og hugverkaþjófnað. Þeir neita þó alfarið sök og stjórnvöld í Kína segja málið einfaldlega pólitískt. Það kemur á versta tíma fyrir Huawei sem tekur nú þátt í 5G-bylgjunni. 2. febrúar 2019 09:30
Setja kaup á frekari búnaði frá Huawei í biðstöðu Vodafone Group hefur sett kaup á frekari búnaði frá Huawei í biðstöðu eftir að bandaríska dómsmálaráðuneytið höfðaði sakamál á hendur fyrirtækinu fyrir stórfelldan hugverkaþjófnað og brot á viðskiptaþvingunum gagnvart Íran. Þá hefur BT Group fjarlægt búnað Huawei úr farsímakerfum sínum í Bretlandi. 30. janúar 2019 12:15
Ætla að standa vörð um kínversk fyrirtæki Ríkisstjórn Kína segir að Bandaríkin eigi að láta af "óskynsamlegum“ aðgerðum þeirra gegn kínverska samskiptafyrirtækinu Huawei. 29. janúar 2019 10:55