„Ekki allir sem ganga lifandi frá svona alvarlegu slysi“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. febrúar 2019 20:20 Eins og sést á þessari mynd sem Birna deildi á Facebook er bíll þeirra Agnars mjög illa farinn eftir slysið. birna tryggvadóttir Birna Tryggvadóttir segir að hún og maður hennar, Agnar Þór Magnússon, megi þakka mörgu fyrir að ekki fór verr þegar þau lentu í alvarlegu bílslysi í Ljósavatnsskarði í gærkvöldi. Slysið varð með þeim hætti að fólksbíll sem var að reyna að taka fram úr flutningabíl í miklu snjókófi lenti framan á bíl þeirra Birnu og Agnars á fullum hraða. Birna og Agnar eru hrossaræktendur að Garðshorni á Þelamörk og voru á leið heim af bændafundi þegar slysið varð að því er Birna greinir frá í færslu á Facebook-síðu sinni: „Við sáum bílinn rétt áður en hann lenti framan á okkur á fullum hraða. Sem betur fer vorum við bæði í belti og á bíl sem er greinilega að standast kröfur hvað öryggi varðar. Greinilega einhver sem kippti í spotta því ég er með bólgin ökkla og lemstruð og Agnar með brotin 1 hryggjalið og bringubein brotið. Það eru ekki allir sem ganga lifandi frá svona alvarlegu slysi. Við megum mörgu þakka að ekki fór verr,“ segir Birna í færslu sinni. Birna vísaði á viðtal við hana sem birtist á vef Fréttablaðsins þegar Vísir hafði samband við hana í kvöld en þar kemur fram að þau hjónin hafi verið búin að hægja hraðann vegna lélegs skyggnis. Þau hafi verið á um áttatíu kílómetra hraða en hinn bíllinn líklega að taka fram úr á meiri hraða og varð áreksturinn því nokkuð harður. Í færslu sinni á Facebook ræðir Birna mikilvægi þess að auka forvarnir til þess að bæta umferðaröryggi: „Líklega er umtal um breikkun vega orðin tímabær og nauðsyn og það að bílaleigur og tryggingafélög búi til forvarnar og kennslu myndband fyrir fólk sem kemur til landsins að það verði regla fyrir fólk að horfa á slíkt. Það er ekki hægt að gera ráð fyrir að fólk sem ekki er vant snjó og er vant nokkrum akreinum í sömu átt að það komi í svona aðstæður þar sem það er bara ein akrein í sitthvora átt og snjókóf. Auðvitað getur þetta gerst fyrir Íslendinga líka en það er alltaf að verða meir um slys sem hefði verið hægt að sporna við ef tilskyldar forvarnir hefðu verið fyrir hendi, þar sem fólk keyrir ekki í samræmi við hálku, snjó... því það hvorki hefur reynslu né fékk tilsögn hjá þeim sem sér um að leigja þeim bílana eða tryggingafélögin sem tryggja bílana er líka mikilvægt að sjá til þess að grunn kennsla eigi sér stað við þær aðstæður sem eiga sér stað hér á landi. Ég vill engum að þurfa upplifa þetta,“ segir Birna í færslu sinni. Akureyri Samgöngur Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Tveir alvarlega slasaðir eftir árekstur í Ljósavatnsskarði Beita þurfti klippum til að ná bílstjóra út. 7. febrúar 2019 17:10 Göngin sönnuðu gildi sitt eftir slys Tvennt slasaðist alvarlega í gær í Ljósavatnsskarði þegar tvær bifreiðar skullu saman og lentu utan vegar. Voru bifreiðarnar sem um ræðir að koma hvor úr sinni áttinni. 8. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fleiri fréttir Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Sjá meira
Birna Tryggvadóttir segir að hún og maður hennar, Agnar Þór Magnússon, megi þakka mörgu fyrir að ekki fór verr þegar þau lentu í alvarlegu bílslysi í Ljósavatnsskarði í gærkvöldi. Slysið varð með þeim hætti að fólksbíll sem var að reyna að taka fram úr flutningabíl í miklu snjókófi lenti framan á bíl þeirra Birnu og Agnars á fullum hraða. Birna og Agnar eru hrossaræktendur að Garðshorni á Þelamörk og voru á leið heim af bændafundi þegar slysið varð að því er Birna greinir frá í færslu á Facebook-síðu sinni: „Við sáum bílinn rétt áður en hann lenti framan á okkur á fullum hraða. Sem betur fer vorum við bæði í belti og á bíl sem er greinilega að standast kröfur hvað öryggi varðar. Greinilega einhver sem kippti í spotta því ég er með bólgin ökkla og lemstruð og Agnar með brotin 1 hryggjalið og bringubein brotið. Það eru ekki allir sem ganga lifandi frá svona alvarlegu slysi. Við megum mörgu þakka að ekki fór verr,“ segir Birna í færslu sinni. Birna vísaði á viðtal við hana sem birtist á vef Fréttablaðsins þegar Vísir hafði samband við hana í kvöld en þar kemur fram að þau hjónin hafi verið búin að hægja hraðann vegna lélegs skyggnis. Þau hafi verið á um áttatíu kílómetra hraða en hinn bíllinn líklega að taka fram úr á meiri hraða og varð áreksturinn því nokkuð harður. Í færslu sinni á Facebook ræðir Birna mikilvægi þess að auka forvarnir til þess að bæta umferðaröryggi: „Líklega er umtal um breikkun vega orðin tímabær og nauðsyn og það að bílaleigur og tryggingafélög búi til forvarnar og kennslu myndband fyrir fólk sem kemur til landsins að það verði regla fyrir fólk að horfa á slíkt. Það er ekki hægt að gera ráð fyrir að fólk sem ekki er vant snjó og er vant nokkrum akreinum í sömu átt að það komi í svona aðstæður þar sem það er bara ein akrein í sitthvora átt og snjókóf. Auðvitað getur þetta gerst fyrir Íslendinga líka en það er alltaf að verða meir um slys sem hefði verið hægt að sporna við ef tilskyldar forvarnir hefðu verið fyrir hendi, þar sem fólk keyrir ekki í samræmi við hálku, snjó... því það hvorki hefur reynslu né fékk tilsögn hjá þeim sem sér um að leigja þeim bílana eða tryggingafélögin sem tryggja bílana er líka mikilvægt að sjá til þess að grunn kennsla eigi sér stað við þær aðstæður sem eiga sér stað hér á landi. Ég vill engum að þurfa upplifa þetta,“ segir Birna í færslu sinni.
Akureyri Samgöngur Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Tveir alvarlega slasaðir eftir árekstur í Ljósavatnsskarði Beita þurfti klippum til að ná bílstjóra út. 7. febrúar 2019 17:10 Göngin sönnuðu gildi sitt eftir slys Tvennt slasaðist alvarlega í gær í Ljósavatnsskarði þegar tvær bifreiðar skullu saman og lentu utan vegar. Voru bifreiðarnar sem um ræðir að koma hvor úr sinni áttinni. 8. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fleiri fréttir Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Sjá meira
Tveir alvarlega slasaðir eftir árekstur í Ljósavatnsskarði Beita þurfti klippum til að ná bílstjóra út. 7. febrúar 2019 17:10
Göngin sönnuðu gildi sitt eftir slys Tvennt slasaðist alvarlega í gær í Ljósavatnsskarði þegar tvær bifreiðar skullu saman og lentu utan vegar. Voru bifreiðarnar sem um ræðir að koma hvor úr sinni áttinni. 8. febrúar 2019 06:00