Fundu konuna ískalda í hnipri í kuldanum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 8. febrúar 2019 12:15 Hér sjást þeir Finnur Smári Torfason og Stephan Mamtler, björgunarmennirnir sem fundu konuna. Mynd/friðrik jónas Aðstæður til leitar að konu á sextugsaldri í Skaftafelli í gær voru erfiðar að sögn björgunarsveitarmanna sem tóku þátt í leitinni. Konan fannst skömmu eftir miðnætti og var flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Konan sem týndist í gær er frá Japan en hefur verið búsett í Evrópu í á annan áratug. Hún hefur verið á ferðalagi með fjölskyldu sinni á Íslandi síðustu daga. Upp úr miðjum degi varð hún viðskila við samferðafólk sitt. Á sjöunda tímanum voru björgunarsveitir á Suðausturlandi boðaðar út til leitar auk lögreglu og áhafnar á þyrlu Landhelgisgæslunnar. Í heildina tóku á þriðja hundrað björgunarsveitarmenn úr Reykjavík í vestri og Vopnafirði í austri þátt í leitinni.Leitarsvæðið var stórt og á þriðja hundrað björgunarsveitarmanna tóku þátt í leitinni.LoftmyndirAðstæður leiðinlegar og erfiðar Friðrik Jónas Friðriksson, formaður svæðisstjórnar á Suðausturlandi, stýrði aðgerðum á vettvangi í gær en hann segir að leiðindaveður hafi verið á leitarsvæðinu. „Þegar líða tók á kvöldið þá fór að hvessa og það var sennilega hátt í 20, 25 metra vindur upp á heiði þar sem konan finnst,“ segir Friðrik. „Þannig að aðstæður voru mjög leiðinlegar og erfiðar.“ Í verstu hviðunum þurftu björgunarsveitarmenn að beygja sig undan vindi en auk þess segir Friðrik að snjór í kjarrlendinu í Skaftafelli hafi gert erfitt fyrir.TF-Líf, þyrla Landhelgisgæslunnar tók þátt í leitinni. Hér er hún við Skaftafell í gærkvöldi.LandsbjörgVar búin að sjá þyrluna á sveimi Friðrik segir að konan hafi verið afskaplega fegin að sjá björgunarmenn sem gengu fram á hana eftir miðnætti í nótt, ekki fjarri staðnum þar sem hún varð viðskila við fjölskyldu sína. Hún hafði villst af slóða á svæðinu. „Hún var mjög fegin að sjá fólk. Hún var búin að sjá þyrluna yfir sér nokkrum sinnum en þeir sáu ekki til hennar. Hún hafði ekki orðið vör við leitarmenn en það eru þarna tveir leitarmenn sem sjá þennan troðning og fara hann og finna hana þar, búna að hnipra sig niður og orðin verulega köld.“ Friðrik segir að konan hafi þó verið ágætlega búna til útivistar. Þyrla Landhelgisgæslunnar var fengin til þess að flytja konuna undir læknishendur á Höfn í Hornafirði. „Það var mat læknis um borð að hún skyldi fara inn á Landspítalann til eftirfylgni þar í nótt og þá aðallega út af ofkælingu.“ Björgunarsveitir Skaftárhreppur Tengdar fréttir Leitað verður eins lengi að konunni og aðstæður leyfa Mannskapur streymir enn á svæðið. 7. febrúar 2019 22:23 Þyrlan, hundar og drónar leita að konunni Auka mannskapur kallaður út vegna leitarinnar í Skaftafelli. 7. febrúar 2019 21:09 Leit að konu í Skaftafelli: Var á ferð með fjölskyldu sinni Konan er á sextugsaldri en hún varð viðskila við fjölskyldu sína um miðjan dag. 7. febrúar 2019 23:49 Konan sem leitað var að fundin heil á húfi Á þriðja hundrað manns tók þátt í leitinni. 8. febrúar 2019 00:40 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Fleiri fréttir Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Sjá meira
Aðstæður til leitar að konu á sextugsaldri í Skaftafelli í gær voru erfiðar að sögn björgunarsveitarmanna sem tóku þátt í leitinni. Konan fannst skömmu eftir miðnætti og var flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Konan sem týndist í gær er frá Japan en hefur verið búsett í Evrópu í á annan áratug. Hún hefur verið á ferðalagi með fjölskyldu sinni á Íslandi síðustu daga. Upp úr miðjum degi varð hún viðskila við samferðafólk sitt. Á sjöunda tímanum voru björgunarsveitir á Suðausturlandi boðaðar út til leitar auk lögreglu og áhafnar á þyrlu Landhelgisgæslunnar. Í heildina tóku á þriðja hundrað björgunarsveitarmenn úr Reykjavík í vestri og Vopnafirði í austri þátt í leitinni.Leitarsvæðið var stórt og á þriðja hundrað björgunarsveitarmanna tóku þátt í leitinni.LoftmyndirAðstæður leiðinlegar og erfiðar Friðrik Jónas Friðriksson, formaður svæðisstjórnar á Suðausturlandi, stýrði aðgerðum á vettvangi í gær en hann segir að leiðindaveður hafi verið á leitarsvæðinu. „Þegar líða tók á kvöldið þá fór að hvessa og það var sennilega hátt í 20, 25 metra vindur upp á heiði þar sem konan finnst,“ segir Friðrik. „Þannig að aðstæður voru mjög leiðinlegar og erfiðar.“ Í verstu hviðunum þurftu björgunarsveitarmenn að beygja sig undan vindi en auk þess segir Friðrik að snjór í kjarrlendinu í Skaftafelli hafi gert erfitt fyrir.TF-Líf, þyrla Landhelgisgæslunnar tók þátt í leitinni. Hér er hún við Skaftafell í gærkvöldi.LandsbjörgVar búin að sjá þyrluna á sveimi Friðrik segir að konan hafi verið afskaplega fegin að sjá björgunarmenn sem gengu fram á hana eftir miðnætti í nótt, ekki fjarri staðnum þar sem hún varð viðskila við fjölskyldu sína. Hún hafði villst af slóða á svæðinu. „Hún var mjög fegin að sjá fólk. Hún var búin að sjá þyrluna yfir sér nokkrum sinnum en þeir sáu ekki til hennar. Hún hafði ekki orðið vör við leitarmenn en það eru þarna tveir leitarmenn sem sjá þennan troðning og fara hann og finna hana þar, búna að hnipra sig niður og orðin verulega köld.“ Friðrik segir að konan hafi þó verið ágætlega búna til útivistar. Þyrla Landhelgisgæslunnar var fengin til þess að flytja konuna undir læknishendur á Höfn í Hornafirði. „Það var mat læknis um borð að hún skyldi fara inn á Landspítalann til eftirfylgni þar í nótt og þá aðallega út af ofkælingu.“
Björgunarsveitir Skaftárhreppur Tengdar fréttir Leitað verður eins lengi að konunni og aðstæður leyfa Mannskapur streymir enn á svæðið. 7. febrúar 2019 22:23 Þyrlan, hundar og drónar leita að konunni Auka mannskapur kallaður út vegna leitarinnar í Skaftafelli. 7. febrúar 2019 21:09 Leit að konu í Skaftafelli: Var á ferð með fjölskyldu sinni Konan er á sextugsaldri en hún varð viðskila við fjölskyldu sína um miðjan dag. 7. febrúar 2019 23:49 Konan sem leitað var að fundin heil á húfi Á þriðja hundrað manns tók þátt í leitinni. 8. febrúar 2019 00:40 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Fleiri fréttir Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Sjá meira
Leitað verður eins lengi að konunni og aðstæður leyfa Mannskapur streymir enn á svæðið. 7. febrúar 2019 22:23
Þyrlan, hundar og drónar leita að konunni Auka mannskapur kallaður út vegna leitarinnar í Skaftafelli. 7. febrúar 2019 21:09
Leit að konu í Skaftafelli: Var á ferð með fjölskyldu sinni Konan er á sextugsaldri en hún varð viðskila við fjölskyldu sína um miðjan dag. 7. febrúar 2019 23:49
Konan sem leitað var að fundin heil á húfi Á þriðja hundrað manns tók þátt í leitinni. 8. febrúar 2019 00:40