Brýnna verk að skoða auglýsingasölu RÚV Sighvatur Arnmundsson skrifar 8. febrúar 2019 08:00 Sveinn R. Eyjólfsson er margreyndur í rekstri dagblaða. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Sveinn R. Eyjólfsson, einn reyndasti blaðaútgefandi landsins, telur frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla litlu breyta fyrir þá miðla sem mestu máli skipti. Endurskoðun á stöðu RÚV á auglýsingamarkaði væri alvöru aðgerð. „Ég er þeirrar skoðunar að þetta frumvarp hafi afskaplega lítið að segja fyrir alvöru fjölmiðla. Þetta er kannski til þess fallið að halda lífinu í þessum minni miðlum sem er kannski sjónarmið í sjálfu sér en breytir engu um rekstrarumhverfi þeirra fjölmiðla sem skipta mestu máli,“ segir Sveinn R. Eyjólfsson, fyrrverandi blaðaútgefandi, um frumvarp menntamálaráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla. Sveinn hefur mikla reynslu af blaðaútgáfu en hann var meðal annars útgefandi Vísis og stofnaði ásamt öðrum Dagblaðið, DV og Fréttablaðið. Aðspurður segist hann ekki þora að segja til um það hvort staða fjölmiðla nú sé verri en á hans tíð. „Ég var í þessu í 40 ár og þetta var upp og niður á þeim tíma. Maður þurfti að glíma við alls konar aðstæður.“ Frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra gengur út á að einkareknir fjölmiðlar geti að uppfylltum skilyrðum fengið opinbera styrki til að mæta launakostnaði á ritstjórnum. Fleiri þættir eru til skoðunar eins og staða RÚV á auglýsingamarkaði. „Það er orðið löngu tímabært að fara yfir hlut RÚV á auglýsingamarkaði. Slíkar aðgerðir hefðu miklu meira vægi fyrir rekstur fjölmiðla. Það væri raunveruleg aðgerð.“ Fyrirmynd frumvarpsins er meðal annars sótt til hinna Norðurlandanna en Sveinn bendir á að þangað væri hægt að sækja fleiri hugmyndir. „Varðandi dagblöðin væri það skilvirkasta leiðin að fara þá leið sem Norðmenn fóru og veita styrki vegna pappírskaupa. Það kom dagblöðum mjög vel því þar er stór hluti kostnaðar. Þetta er líka markviss stuðningur því það fer ekkert á milli mála í hvað hann fer.“ Hann telur að sú þróun sem átt hefur sér stað í útgáfu dagblaða á Vesturlöndum þar sem blöðum fækkar og upplag minnkar verði ekki breytt. „Þetta er náttúrulega allt annað umhverfi en var í minni tíð. Þótt sjónvarpið kæmi þarna inn og færi að slást við okkur um auglýsingar þá var ekki netið þar að auki.“ Sveinn rifjar upp að þegar hann var að stíga sín fyrstu skref í dagblaðabransanum hafi verið til staðar ákveðinn ríkisstyrkur sem fólst í því að ríkið keypti ákveðið margar áskriftir að dagblöðunum. „Það var eiginlega mitt fyrsta verk þegar ég byrjaði á Vísi að segja þessum áskriftum upp vegna þess að ég vildi ekki ríkisstyrk. Þar að auki vissi ég með sjálfum mér að lausasalan myndi taka við þessu sem reyndist raunin. Þetta var eini ríkisstyrkurinn á minni tíð en þetta var fellt niður upp úr þessu.“ Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Tengdar fréttir Páll Magnússon segir fjölmiðlafrumvarp ekki taka á yfirburðum RÚV Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir frumvarp menntamálaráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla ekki eitt og sér ná að rétta við það ójafnvægi sem ríki milli þeirra og Ríkisútvarpsins. 5. febrúar 2019 12:44 Segir fyrirferð RÚV og frumvarp ráðherra líklega ástæðu úttektar Tilefni stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar á Ríkisútvarpinu er hugsanlega fyrirferð fjölmiðilsins á samkeppnismarkaði og yfirvofandi fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra. 17. janúar 2019 06:15 Sjálfstæðismenn amast við fjölmiðlafrumvarpi Óánægjuraddir innan raða Sjálfstæðismanna með fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur. Þingmenn segja hafa komið á óvart þegar ráðherrann sagði einhug í ríkisstjórn um málið. Lilja segist ekki hafa heyrt af óánægju Sjálfstæðismanna. 5. febrúar 2019 06:45 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Sjá meira
Sveinn R. Eyjólfsson, einn reyndasti blaðaútgefandi landsins, telur frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla litlu breyta fyrir þá miðla sem mestu máli skipti. Endurskoðun á stöðu RÚV á auglýsingamarkaði væri alvöru aðgerð. „Ég er þeirrar skoðunar að þetta frumvarp hafi afskaplega lítið að segja fyrir alvöru fjölmiðla. Þetta er kannski til þess fallið að halda lífinu í þessum minni miðlum sem er kannski sjónarmið í sjálfu sér en breytir engu um rekstrarumhverfi þeirra fjölmiðla sem skipta mestu máli,“ segir Sveinn R. Eyjólfsson, fyrrverandi blaðaútgefandi, um frumvarp menntamálaráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla. Sveinn hefur mikla reynslu af blaðaútgáfu en hann var meðal annars útgefandi Vísis og stofnaði ásamt öðrum Dagblaðið, DV og Fréttablaðið. Aðspurður segist hann ekki þora að segja til um það hvort staða fjölmiðla nú sé verri en á hans tíð. „Ég var í þessu í 40 ár og þetta var upp og niður á þeim tíma. Maður þurfti að glíma við alls konar aðstæður.“ Frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra gengur út á að einkareknir fjölmiðlar geti að uppfylltum skilyrðum fengið opinbera styrki til að mæta launakostnaði á ritstjórnum. Fleiri þættir eru til skoðunar eins og staða RÚV á auglýsingamarkaði. „Það er orðið löngu tímabært að fara yfir hlut RÚV á auglýsingamarkaði. Slíkar aðgerðir hefðu miklu meira vægi fyrir rekstur fjölmiðla. Það væri raunveruleg aðgerð.“ Fyrirmynd frumvarpsins er meðal annars sótt til hinna Norðurlandanna en Sveinn bendir á að þangað væri hægt að sækja fleiri hugmyndir. „Varðandi dagblöðin væri það skilvirkasta leiðin að fara þá leið sem Norðmenn fóru og veita styrki vegna pappírskaupa. Það kom dagblöðum mjög vel því þar er stór hluti kostnaðar. Þetta er líka markviss stuðningur því það fer ekkert á milli mála í hvað hann fer.“ Hann telur að sú þróun sem átt hefur sér stað í útgáfu dagblaða á Vesturlöndum þar sem blöðum fækkar og upplag minnkar verði ekki breytt. „Þetta er náttúrulega allt annað umhverfi en var í minni tíð. Þótt sjónvarpið kæmi þarna inn og færi að slást við okkur um auglýsingar þá var ekki netið þar að auki.“ Sveinn rifjar upp að þegar hann var að stíga sín fyrstu skref í dagblaðabransanum hafi verið til staðar ákveðinn ríkisstyrkur sem fólst í því að ríkið keypti ákveðið margar áskriftir að dagblöðunum. „Það var eiginlega mitt fyrsta verk þegar ég byrjaði á Vísi að segja þessum áskriftum upp vegna þess að ég vildi ekki ríkisstyrk. Þar að auki vissi ég með sjálfum mér að lausasalan myndi taka við þessu sem reyndist raunin. Þetta var eini ríkisstyrkurinn á minni tíð en þetta var fellt niður upp úr þessu.“
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Tengdar fréttir Páll Magnússon segir fjölmiðlafrumvarp ekki taka á yfirburðum RÚV Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir frumvarp menntamálaráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla ekki eitt og sér ná að rétta við það ójafnvægi sem ríki milli þeirra og Ríkisútvarpsins. 5. febrúar 2019 12:44 Segir fyrirferð RÚV og frumvarp ráðherra líklega ástæðu úttektar Tilefni stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar á Ríkisútvarpinu er hugsanlega fyrirferð fjölmiðilsins á samkeppnismarkaði og yfirvofandi fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra. 17. janúar 2019 06:15 Sjálfstæðismenn amast við fjölmiðlafrumvarpi Óánægjuraddir innan raða Sjálfstæðismanna með fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur. Þingmenn segja hafa komið á óvart þegar ráðherrann sagði einhug í ríkisstjórn um málið. Lilja segist ekki hafa heyrt af óánægju Sjálfstæðismanna. 5. febrúar 2019 06:45 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Sjá meira
Páll Magnússon segir fjölmiðlafrumvarp ekki taka á yfirburðum RÚV Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir frumvarp menntamálaráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla ekki eitt og sér ná að rétta við það ójafnvægi sem ríki milli þeirra og Ríkisútvarpsins. 5. febrúar 2019 12:44
Segir fyrirferð RÚV og frumvarp ráðherra líklega ástæðu úttektar Tilefni stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar á Ríkisútvarpinu er hugsanlega fyrirferð fjölmiðilsins á samkeppnismarkaði og yfirvofandi fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra. 17. janúar 2019 06:15
Sjálfstæðismenn amast við fjölmiðlafrumvarpi Óánægjuraddir innan raða Sjálfstæðismanna með fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur. Þingmenn segja hafa komið á óvart þegar ráðherrann sagði einhug í ríkisstjórn um málið. Lilja segist ekki hafa heyrt af óánægju Sjálfstæðismanna. 5. febrúar 2019 06:45