Tillögur Eflingar gætu hækkað skatta á millistétt að hluta Jóhann K. Jóhannsson skrifar 7. febrúar 2019 20:00 Stefán Ólafsson, hagfræðingur fer yfir tillögur skýrslunnar í dag. Vísir/Vilhelm Fjölgun skattþrepa og breyting skattkerfisins eru meðal tillagna sem Efling lagði fram á fundi í dag. Fjölgun skattþrepa gæti hafa neikvæð áhrif á launafólk í efri millistétt, en hjá þeim er gert ráð fyrir tíu prósenta hærri álagningu staðgreiðsluskatta á hluta launa. Tillögurnar voru kynntar á fundi Eflingar í morgun þar sem skýrsluhöfundar fóru yfir á breytingar í skattkerfinu. Í skýrslunni er lögð fram útfærð umbótaáætlun um sanngjarna og skilvirkara skattkerfi og leitast við að leiðrétta að hluta þá tilfærslu á skattbyrði sem hefur orðið sem færa myndi láglaunafólki og lífeyrisþegum að minnsta kosti 20 þúsund króna lækkun á staðgreiðslu á mánuði. Ein stærsta tillagan eru breytingar á skattþrepum sem í dag eru tvö.Skattbyrði launafólks í efra milli þrepi gæti hækkað verði tillögurnar að veruleika.Vísir/Stöð 2„Við leggjum þarna til í anda þess sem að ASÍ hefur samþykkt, fjögurra þrepa skattkerfi,“ sagði Stefán Ólafsson, hagfræðingur og annar skýrsluhöfunda. Í núverandi skattþrepi er álagningin tæp þrjátíu og sjö prósent á tekjum um 930 þúsund króna en hækkar í rúm fjörutíu og sex prósent á tekjur yfir það. Með breytingunum yrði 32,5 prósenta skattþrep á tekjum upp að þrjú hundruð og fimmtíu þúsund krónum, 39 prósent á tekjur frá 350 til 775 þúsund krónum, 47 prósenta álagngin á tekjur frá 775 þúsund krónum til ellefu hundruð og fimmtíu þúsund króna og 55 prósenta álagning yrði á tekjum yfir það. Með breytingunum yrði skattbyrði aukin á launþega í efri millistétt. en með fjölgun skattþrepa yrðu skattleysismörk hækkuð.Indriði H. Þorkelsson, jagbræðingur og skýrsluhöfundur.Vísir/Vilhelm„En auk þess að þá gerum við ráð fyrir og sýnum fram á að það er hægt að afla þessara tekna sem að tapast út úr tekjuskattskerfinu með því að auka jöfnuð, hækka skatta á fjármagn og tekjur þeirra sem hafa háar tekjur í þjóðfélaginu, sagði Indriði H. Þorláksson, hagfræðingur og skýrsluhöfundur. Fram kom á kynningu skýrslunnar að ekki væri svigrúm til skattalækkanna og því þyrfti að gera gagngerar breytingar á skattkerfinu. „Ef að menn líta á umræðu dagsins um skort á fé í heilbrigðiskerfi, í skólakerfi, til vegamála og svo framvegis að þá held ég að sé erfitt að fullyrða eða segja það að það sé svigrúm til almennrar skattalækkunar,“ sagði Indriði. Kjaramál Skattar og tollar Tengdar fréttir Vilja fjölga skattþrepum og hækka skattleysismörk Láglaunafólk og lífeyrisþegar geta fengið að minnsta kosti 20 þúsund króna lækkun staðgreiðslu á mánuði kæmust tillögurnar til framkvæmda 7. febrúar 2019 11:59 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Fjölgun skattþrepa og breyting skattkerfisins eru meðal tillagna sem Efling lagði fram á fundi í dag. Fjölgun skattþrepa gæti hafa neikvæð áhrif á launafólk í efri millistétt, en hjá þeim er gert ráð fyrir tíu prósenta hærri álagningu staðgreiðsluskatta á hluta launa. Tillögurnar voru kynntar á fundi Eflingar í morgun þar sem skýrsluhöfundar fóru yfir á breytingar í skattkerfinu. Í skýrslunni er lögð fram útfærð umbótaáætlun um sanngjarna og skilvirkara skattkerfi og leitast við að leiðrétta að hluta þá tilfærslu á skattbyrði sem hefur orðið sem færa myndi láglaunafólki og lífeyrisþegum að minnsta kosti 20 þúsund króna lækkun á staðgreiðslu á mánuði. Ein stærsta tillagan eru breytingar á skattþrepum sem í dag eru tvö.Skattbyrði launafólks í efra milli þrepi gæti hækkað verði tillögurnar að veruleika.Vísir/Stöð 2„Við leggjum þarna til í anda þess sem að ASÍ hefur samþykkt, fjögurra þrepa skattkerfi,“ sagði Stefán Ólafsson, hagfræðingur og annar skýrsluhöfunda. Í núverandi skattþrepi er álagningin tæp þrjátíu og sjö prósent á tekjum um 930 þúsund króna en hækkar í rúm fjörutíu og sex prósent á tekjur yfir það. Með breytingunum yrði 32,5 prósenta skattþrep á tekjum upp að þrjú hundruð og fimmtíu þúsund krónum, 39 prósent á tekjur frá 350 til 775 þúsund krónum, 47 prósenta álagngin á tekjur frá 775 þúsund krónum til ellefu hundruð og fimmtíu þúsund króna og 55 prósenta álagning yrði á tekjum yfir það. Með breytingunum yrði skattbyrði aukin á launþega í efri millistétt. en með fjölgun skattþrepa yrðu skattleysismörk hækkuð.Indriði H. Þorkelsson, jagbræðingur og skýrsluhöfundur.Vísir/Vilhelm„En auk þess að þá gerum við ráð fyrir og sýnum fram á að það er hægt að afla þessara tekna sem að tapast út úr tekjuskattskerfinu með því að auka jöfnuð, hækka skatta á fjármagn og tekjur þeirra sem hafa háar tekjur í þjóðfélaginu, sagði Indriði H. Þorláksson, hagfræðingur og skýrsluhöfundur. Fram kom á kynningu skýrslunnar að ekki væri svigrúm til skattalækkanna og því þyrfti að gera gagngerar breytingar á skattkerfinu. „Ef að menn líta á umræðu dagsins um skort á fé í heilbrigðiskerfi, í skólakerfi, til vegamála og svo framvegis að þá held ég að sé erfitt að fullyrða eða segja það að það sé svigrúm til almennrar skattalækkunar,“ sagði Indriði.
Kjaramál Skattar og tollar Tengdar fréttir Vilja fjölga skattþrepum og hækka skattleysismörk Láglaunafólk og lífeyrisþegar geta fengið að minnsta kosti 20 þúsund króna lækkun staðgreiðslu á mánuði kæmust tillögurnar til framkvæmda 7. febrúar 2019 11:59 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Vilja fjölga skattþrepum og hækka skattleysismörk Láglaunafólk og lífeyrisþegar geta fengið að minnsta kosti 20 þúsund króna lækkun staðgreiðslu á mánuði kæmust tillögurnar til framkvæmda 7. febrúar 2019 11:59