Kom að árásarmanninum taka piltinn hálstaki Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. febrúar 2019 11:17 Árni Björn Hilmarsson vagnstjóri hjá Strætó kom að árásinni í Kópavogi í gærkvöldi. Mynd/Samsett Vagnstjóri hjá Strætó á höfuðborgarsvæðinu sem kom að árás manns á þrjá unglinga í strætóskýli í Kópavogi í gærkvöldi segir aðkomuna hafa verið ljóta. Árásarmaðurinn hafi verið búinn að taka unglingspilt hálstaki þegar Árni skildi þá að. Stúlka á unglingsaldri sem leitaði aðhlynningar á slysadeild eftir atvikið hefur kært árásina til lögreglu. Greint var frá árásinni í dagbók lögreglu sem send var út í morgun. Þar segir að maður í annarlegu ástandi hafi ráðist að börnum í strætóskýli og hlaupið af vettvangi. Lögregla náði manninum skömmu síðar og þá hafi einn leitað á slysadeild vegna atviksins.Henti piltinum framan á vagninn Árni Björn Hilmarsson vagnstjóri hjá Strætó á höfuðborgarsvæðinu kom að árásinni sem varð við strætóstoppistöðina að Efstahjalla á Nýbýlavegi rétt fyrir klukkan tíu í gærkvöldi. Árni, sem ekur leið 4, segir í samtali við Vísi að aðkoman hafi verið ljót þegar hann renndi upp að stoppistöðinni á vagni sínum en maðurinn hafði þá tekið piltinn hálstaki. „Ég kem þarna að og þá er hann að takast á við hann og hendir honum framan á vagninn. Ég skildi þá í sundur eftir að hann ræðst á hann. Svo eftir að ég var búinn að skilja þá í sundur þá kýlir hann drenginn aftur. Þeir þekktust ekki neitt. Þetta leit mjög illa út, hann tók hann hálstaki,“ segir Árni. Reyndi að komast inn í íbúðarhús á flóttanum Maðurinn tók því næst á rás burt af vettvangi en Árni veitti honum eftirför. „Hann er að bíða eftir strætó ásamt tveimur stelpum. Mér skilst á þeim öllum þremur að hann [árásarmaðurinn] hafi fyrst ætlað að ráðast á þær. Svo veitti ég honum eftirför af því að ég var með lögregluna í símanum. Ég labbaði ákveðið á eftir honum og á leiðinni reyndi hann að komast inn í íbúðarhús.“ Árni segist hafa misst sjónar á manninum að lokum en á þeim tímapunkti var hann kominn í samband við lögreglumenn á bílum í nágrenninu. Lögregla hafði hendur í hári mannsins skömmu síðar. „Ég er búinn að vera mörg ár í þessum akstri og séð ýmislegt. En aldrei svona alvarlega árás.“ Árásin kærð til lögreglu Þóra Jónasdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn á lögreglustöð 3 í Kópavogi staðfestir í samtali við Vísi að þrír unglingar hafi orðið fyrir árás. Stúlka, sem leitaði aðhlynningar á slysadeild, hafi kært árásina til lögreglu. Þá hafi verið rætt við alla málsaðila og málið sé í rannsókn. Lögregla veit jafnframt hver árásarmaðurinn er en hann var handtekinn skömmu eftir að tilkynnt var um árásina. Honum hefur verið sleppt úr haldi lögreglu.Fréttin hefur verið uppfærð. Kópavogur Lögreglumál Strætó Tengdar fréttir Leitaði á slysadeild eftir að ráðist var að börnum í strætóskýli Mörg mál komu á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt en flest verkefnin sneru að ölvun. 7. febrúar 2019 07:17 Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Erlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Fleiri fréttir Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Sjá meira
Vagnstjóri hjá Strætó á höfuðborgarsvæðinu sem kom að árás manns á þrjá unglinga í strætóskýli í Kópavogi í gærkvöldi segir aðkomuna hafa verið ljóta. Árásarmaðurinn hafi verið búinn að taka unglingspilt hálstaki þegar Árni skildi þá að. Stúlka á unglingsaldri sem leitaði aðhlynningar á slysadeild eftir atvikið hefur kært árásina til lögreglu. Greint var frá árásinni í dagbók lögreglu sem send var út í morgun. Þar segir að maður í annarlegu ástandi hafi ráðist að börnum í strætóskýli og hlaupið af vettvangi. Lögregla náði manninum skömmu síðar og þá hafi einn leitað á slysadeild vegna atviksins.Henti piltinum framan á vagninn Árni Björn Hilmarsson vagnstjóri hjá Strætó á höfuðborgarsvæðinu kom að árásinni sem varð við strætóstoppistöðina að Efstahjalla á Nýbýlavegi rétt fyrir klukkan tíu í gærkvöldi. Árni, sem ekur leið 4, segir í samtali við Vísi að aðkoman hafi verið ljót þegar hann renndi upp að stoppistöðinni á vagni sínum en maðurinn hafði þá tekið piltinn hálstaki. „Ég kem þarna að og þá er hann að takast á við hann og hendir honum framan á vagninn. Ég skildi þá í sundur eftir að hann ræðst á hann. Svo eftir að ég var búinn að skilja þá í sundur þá kýlir hann drenginn aftur. Þeir þekktust ekki neitt. Þetta leit mjög illa út, hann tók hann hálstaki,“ segir Árni. Reyndi að komast inn í íbúðarhús á flóttanum Maðurinn tók því næst á rás burt af vettvangi en Árni veitti honum eftirför. „Hann er að bíða eftir strætó ásamt tveimur stelpum. Mér skilst á þeim öllum þremur að hann [árásarmaðurinn] hafi fyrst ætlað að ráðast á þær. Svo veitti ég honum eftirför af því að ég var með lögregluna í símanum. Ég labbaði ákveðið á eftir honum og á leiðinni reyndi hann að komast inn í íbúðarhús.“ Árni segist hafa misst sjónar á manninum að lokum en á þeim tímapunkti var hann kominn í samband við lögreglumenn á bílum í nágrenninu. Lögregla hafði hendur í hári mannsins skömmu síðar. „Ég er búinn að vera mörg ár í þessum akstri og séð ýmislegt. En aldrei svona alvarlega árás.“ Árásin kærð til lögreglu Þóra Jónasdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn á lögreglustöð 3 í Kópavogi staðfestir í samtali við Vísi að þrír unglingar hafi orðið fyrir árás. Stúlka, sem leitaði aðhlynningar á slysadeild, hafi kært árásina til lögreglu. Þá hafi verið rætt við alla málsaðila og málið sé í rannsókn. Lögregla veit jafnframt hver árásarmaðurinn er en hann var handtekinn skömmu eftir að tilkynnt var um árásina. Honum hefur verið sleppt úr haldi lögreglu.Fréttin hefur verið uppfærð.
Kópavogur Lögreglumál Strætó Tengdar fréttir Leitaði á slysadeild eftir að ráðist var að börnum í strætóskýli Mörg mál komu á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt en flest verkefnin sneru að ölvun. 7. febrúar 2019 07:17 Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Erlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Fleiri fréttir Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Sjá meira
Leitaði á slysadeild eftir að ráðist var að börnum í strætóskýli Mörg mál komu á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt en flest verkefnin sneru að ölvun. 7. febrúar 2019 07:17