Stjórnin skoðar frekari aðgerðir fyrir fjölmiðla Ólöf Skaftadóttir skrifar 7. febrúar 2019 06:00 Lilja Alfreðsdóttir. Fréttablaðið/Anton Brink Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra útilokar ekki breytingar á fjölmiðlafrumvarpi sem hún kynnti fyrir viku og felur í sér ríkisstyrki til sjálfstæðra fjölmiðla. Nú er skoðað að fella einnig niður tryggingagjald á launakostnað ritstjórna sjálfstæðra miðla, líkt og Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, lagði til í Morgunblaðinu í gær. Tryggingagjald er gjald sem launagreiðendum ber að greiða af heildarlaunum launamanna. Hlutfallið er 6,6 prósent. „Ég útiloka ekki frekari stuðning við einkarekna fjölmiðla. Frumvarpið er heillaskref. Það tekur mið af því besta sem gerist á Norðurlöndum og er viðurkenning á vandanum sem einkareknir fjölmiðlar glíma við, en það er eins og með önnur frumvörp að þau taka oft breytingum í samráðsferli,“ segir Lilja. Áfram verði unnið að því að rétta stöðu sjálfstæðra fjölmiðla. „Ég hef sagt að þetta sé ágætis byrjun. Ég er opin fyrir öllum góðum hugmyndum.“ Þingmenn innan Sjálfstæðisflokks hafa gert athugasemdir við frumvarpið og gagnrýnt að ekkert sé tekið á umfangi RÚV á auglýsingamarkaði. Óli Björn sagðist enn fremur andvígur því að komið yrði á fót „millifærslu- og styrktarsjóði til að styðja við sjálfstæða fjölmiðla,“ í grein sinni og segir ríkisstyrkina sem lagðir eru til í frumvarpinu, sem liggur í samráðsgáttinni og er opið til umsagnar, verstu leiðina til að styrkja einkarekna miðla. Fleiri þingmenn flokksins hafa efasemdir um fyrirkomulagið. Aðgerð af þessu tagi gæti skapað meiri sátt um málið meðal stjórnarliða. Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Stj.mál Tengdar fréttir Páll Magnússon segir fjölmiðlafrumvarp ekki taka á yfirburðum RÚV Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir frumvarp menntamálaráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla ekki eitt og sér ná að rétta við það ójafnvægi sem ríki milli þeirra og Ríkisútvarpsins. 5. febrúar 2019 12:44 Sjálfstæðismenn amast við fjölmiðlafrumvarpi Óánægjuraddir innan raða Sjálfstæðismanna með fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur. Þingmenn segja hafa komið á óvart þegar ráðherrann sagði einhug í ríkisstjórn um málið. Lilja segist ekki hafa heyrt af óánægju Sjálfstæðismanna. 5. febrúar 2019 06:45 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra útilokar ekki breytingar á fjölmiðlafrumvarpi sem hún kynnti fyrir viku og felur í sér ríkisstyrki til sjálfstæðra fjölmiðla. Nú er skoðað að fella einnig niður tryggingagjald á launakostnað ritstjórna sjálfstæðra miðla, líkt og Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, lagði til í Morgunblaðinu í gær. Tryggingagjald er gjald sem launagreiðendum ber að greiða af heildarlaunum launamanna. Hlutfallið er 6,6 prósent. „Ég útiloka ekki frekari stuðning við einkarekna fjölmiðla. Frumvarpið er heillaskref. Það tekur mið af því besta sem gerist á Norðurlöndum og er viðurkenning á vandanum sem einkareknir fjölmiðlar glíma við, en það er eins og með önnur frumvörp að þau taka oft breytingum í samráðsferli,“ segir Lilja. Áfram verði unnið að því að rétta stöðu sjálfstæðra fjölmiðla. „Ég hef sagt að þetta sé ágætis byrjun. Ég er opin fyrir öllum góðum hugmyndum.“ Þingmenn innan Sjálfstæðisflokks hafa gert athugasemdir við frumvarpið og gagnrýnt að ekkert sé tekið á umfangi RÚV á auglýsingamarkaði. Óli Björn sagðist enn fremur andvígur því að komið yrði á fót „millifærslu- og styrktarsjóði til að styðja við sjálfstæða fjölmiðla,“ í grein sinni og segir ríkisstyrkina sem lagðir eru til í frumvarpinu, sem liggur í samráðsgáttinni og er opið til umsagnar, verstu leiðina til að styrkja einkarekna miðla. Fleiri þingmenn flokksins hafa efasemdir um fyrirkomulagið. Aðgerð af þessu tagi gæti skapað meiri sátt um málið meðal stjórnarliða.
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Stj.mál Tengdar fréttir Páll Magnússon segir fjölmiðlafrumvarp ekki taka á yfirburðum RÚV Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir frumvarp menntamálaráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla ekki eitt og sér ná að rétta við það ójafnvægi sem ríki milli þeirra og Ríkisútvarpsins. 5. febrúar 2019 12:44 Sjálfstæðismenn amast við fjölmiðlafrumvarpi Óánægjuraddir innan raða Sjálfstæðismanna með fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur. Þingmenn segja hafa komið á óvart þegar ráðherrann sagði einhug í ríkisstjórn um málið. Lilja segist ekki hafa heyrt af óánægju Sjálfstæðismanna. 5. febrúar 2019 06:45 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Sjá meira
Páll Magnússon segir fjölmiðlafrumvarp ekki taka á yfirburðum RÚV Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir frumvarp menntamálaráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla ekki eitt og sér ná að rétta við það ójafnvægi sem ríki milli þeirra og Ríkisútvarpsins. 5. febrúar 2019 12:44
Sjálfstæðismenn amast við fjölmiðlafrumvarpi Óánægjuraddir innan raða Sjálfstæðismanna með fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur. Þingmenn segja hafa komið á óvart þegar ráðherrann sagði einhug í ríkisstjórn um málið. Lilja segist ekki hafa heyrt af óánægju Sjálfstæðismanna. 5. febrúar 2019 06:45