Abdúlla verið konungur Jórdaníu í tuttugu ár Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. febrúar 2019 08:00 Abdúlla konungur Jórdaníu og hin vinsæla Rania drottning sitja fyrir eftir krýningarathöfnina í júní árið 1999. Nordicphotos/AFP Tuttugu ár eru í dag liðin frá því Hussein Jórdaníukonungur lést úr krabbameini og Abdúlla krónprins settist á hásætið fræga. Á þessum tuttugu árum hefur Jórdanía gengið í gegnum góðæri og hrun, og ófriður geisað allt í kring. Þótt Abdúlla hafi tekið við sem konungur þann 7. febrúar 1999 var hann ekki krýndur fyrr en 9. júní. Um 800 erindrekar ýmissa ríkja sóttu veislu af því tilefni í Raghadan-höllinni. Og þótt Abdúlla hafi verið nýkrýndur konungur má segja að Rania drottning hafi vakið mesta athygli. Hún var á þeim tíma 29 ára, yngsta drottning heims. Sem konungur Jórdaníu er Abdúlla ekki einvaldur heldur fara þingið og ríkisstjórnin með þó nokkur völd. Konungurinn er þó þjóðhöfðingi, æðsti yfirmaður hersins og hefur töluverð áhrif á gang mála í jórdanska stjórnkerfinu. Þegar Abdúlla tók við völdum var hagkerfi Jórdaníu illa statt vegna Persaflóastríðsins. Efasemdir voru um að hinn nýi konungur væri í stakk búinn til að takast á við það erfiða verkefni að endurreisa hagkerfið, að því er kom fram í grein í Economist í febrúar 1991. Abdúlla kom á töluverðum breytingum á jórdanska hagkerfinu. Fækkaði reglugerðum og jók frelsi. Það leiddi til þess að fjárfestar litu í auknum mæli til Jórdaníu og var hagvöxtur allt að átta prósent á milli 2004 og 2008. En þessi vöxtur gekk til baka við hrunið 2008 og óstöðugleika sem fylgdi Arabíska vorinu. Í raun setti Persaflóastríðið mark sitt að miklu leyti á fyrstu ár Abdúlla í embætti. Hussein hafði neitað þátttöku og álitu Vesturlönd þá afstöðu eiginlegan stuðning við Saddam Hussein, einræðisherrann í Írak. Þessari afstöðu sneri Abdúlla við þegar ráðist var inn í Írak árið 2003. Abdúlla heimilaði Bandaríkjamönnum til að mynda að setja upp eldflaugakerfi í Jórdaníu en tók ekki þátt að öðru leyti. Jórdanía átti svo eftir að hýsa um 800.000 írakska flóttamenn. Líkt og annars staðar í arabaheiminum létu mótmælendur í sér heyra um Arabíska vorið. Eftir röð mótmæla vegna versnandi efnahagsstöðu og jafnvel áköll um að lýðveldi yrði stofnað ákvað Abdúlla að sparka ríkisstjórninni og skipa Marouf Bakhit nýjan forsætisráðherra árið 2011. Mótmæli héldu hins vegar áfram og Abdúlla skipti aftur um forsætisráðherra vegna þess hversu illa honum þótti ganga að koma á umbótum. Awn Khasawneh varð forsætisráðherra. Þó ekki lengi, Fayez Tarawneh tók við skömmu síðar í starfsstjórn í þriðju uppstokkuninni á einu og hálfu ári. Með kosningum í janúar 2013 tókst svo að lægja mótmælaöldurnar að mestu. Konungssinnar höfðu betur, enda sniðgengu andstæðingar kosningarnar. Lýðræðisumbótum var komið á, vægi atkvæða jafnað og dregið úr miðstýringu í jórdönsku stjórnkerfi. Þrátt fyrir áköll um stofnun lýðveldis, stríð í grannríkjum, mótmæli og efnahagshrun situr Abdúlla sem fastast. Hann er í þriðja sæti á listanum yfir þá leiðtoga arabaheimsins sem lengst hafa setið. Birtist í Fréttablaðinu Jórdanía Tímamót Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Tuttugu ár eru í dag liðin frá því Hussein Jórdaníukonungur lést úr krabbameini og Abdúlla krónprins settist á hásætið fræga. Á þessum tuttugu árum hefur Jórdanía gengið í gegnum góðæri og hrun, og ófriður geisað allt í kring. Þótt Abdúlla hafi tekið við sem konungur þann 7. febrúar 1999 var hann ekki krýndur fyrr en 9. júní. Um 800 erindrekar ýmissa ríkja sóttu veislu af því tilefni í Raghadan-höllinni. Og þótt Abdúlla hafi verið nýkrýndur konungur má segja að Rania drottning hafi vakið mesta athygli. Hún var á þeim tíma 29 ára, yngsta drottning heims. Sem konungur Jórdaníu er Abdúlla ekki einvaldur heldur fara þingið og ríkisstjórnin með þó nokkur völd. Konungurinn er þó þjóðhöfðingi, æðsti yfirmaður hersins og hefur töluverð áhrif á gang mála í jórdanska stjórnkerfinu. Þegar Abdúlla tók við völdum var hagkerfi Jórdaníu illa statt vegna Persaflóastríðsins. Efasemdir voru um að hinn nýi konungur væri í stakk búinn til að takast á við það erfiða verkefni að endurreisa hagkerfið, að því er kom fram í grein í Economist í febrúar 1991. Abdúlla kom á töluverðum breytingum á jórdanska hagkerfinu. Fækkaði reglugerðum og jók frelsi. Það leiddi til þess að fjárfestar litu í auknum mæli til Jórdaníu og var hagvöxtur allt að átta prósent á milli 2004 og 2008. En þessi vöxtur gekk til baka við hrunið 2008 og óstöðugleika sem fylgdi Arabíska vorinu. Í raun setti Persaflóastríðið mark sitt að miklu leyti á fyrstu ár Abdúlla í embætti. Hussein hafði neitað þátttöku og álitu Vesturlönd þá afstöðu eiginlegan stuðning við Saddam Hussein, einræðisherrann í Írak. Þessari afstöðu sneri Abdúlla við þegar ráðist var inn í Írak árið 2003. Abdúlla heimilaði Bandaríkjamönnum til að mynda að setja upp eldflaugakerfi í Jórdaníu en tók ekki þátt að öðru leyti. Jórdanía átti svo eftir að hýsa um 800.000 írakska flóttamenn. Líkt og annars staðar í arabaheiminum létu mótmælendur í sér heyra um Arabíska vorið. Eftir röð mótmæla vegna versnandi efnahagsstöðu og jafnvel áköll um að lýðveldi yrði stofnað ákvað Abdúlla að sparka ríkisstjórninni og skipa Marouf Bakhit nýjan forsætisráðherra árið 2011. Mótmæli héldu hins vegar áfram og Abdúlla skipti aftur um forsætisráðherra vegna þess hversu illa honum þótti ganga að koma á umbótum. Awn Khasawneh varð forsætisráðherra. Þó ekki lengi, Fayez Tarawneh tók við skömmu síðar í starfsstjórn í þriðju uppstokkuninni á einu og hálfu ári. Með kosningum í janúar 2013 tókst svo að lægja mótmælaöldurnar að mestu. Konungssinnar höfðu betur, enda sniðgengu andstæðingar kosningarnar. Lýðræðisumbótum var komið á, vægi atkvæða jafnað og dregið úr miðstýringu í jórdönsku stjórnkerfi. Þrátt fyrir áköll um stofnun lýðveldis, stríð í grannríkjum, mótmæli og efnahagshrun situr Abdúlla sem fastast. Hann er í þriðja sæti á listanum yfir þá leiðtoga arabaheimsins sem lengst hafa setið.
Birtist í Fréttablaðinu Jórdanía Tímamót Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira