Brottfall úr skóla að hluta rakið til ófullnægjandi íslenskukennslu Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 6. febrúar 2019 23:30 Brottfall barna úr framhaldsskólum má meðal annars tengja við ófullnægjandi íslenskukennslu upp menntastigann. Þetta segir Sigrún Ólafsdóttir, lektor á menntavísindasviði Háskóla Íslands. Hún segir að börn vanti orðaforða þegar námið þyngist. Samkvæmt könnunum kemur Ísland illa út hvað varðar málfærni barna með íslensku sem annað tungumál. Niðurstöður PISA-prófanna benda til að lesskilningur barna sem eru með annað tungumál en íslensku sem móðurmál fari hríðversnandi. Í fréttum okkar í síðustu viku sögðum við frá nýrri skýrslu Hagstofunnar þar sem fram kemur að brottfall barna innflytjenda eftir sautján ára aldur er töluvert meira en innlendra. „Að jafnaði eru leik- og grunnskólanemendur sem eru með íslensku sem annað mál ekki að ná stöðugum framförum í íslensku og þau bara hrökklast frá hinum og bilið eykst. Við erum í raun að standa okkur einna verst í þátttökulöndum PISA í því hvað mikill munur er á milli innfluttra og innfæddra nemenda fimmtán ára gamalla í lesskilningi,“ segir Sigrún.Hafa tífaldast á tuttugu árum Fjöldi barna innfluttra hefur tífaldast síðustu tvo áratugi. Í aðgerðaráætlun mennta- og menningarmálaráðherra fyrir árin 2019 til 2022 er stefnt á að auka stuðning við þennan hóp. En í aðalnámskrá grunnskóla er enginn rammi utan um hversu mörgum kennslustundum skuli varið sérstaklega til íslenskukennslu. Skólarnir geta því sjálfir valið hvernig eða hvort þeir sinni þessum hópi. Engin heildstæð stefna er um það. „Við þurfum að gæta þess að allir nemendur, þá er ég líka að tala um þá sem hafa íslensku sem móðurmál, fái að efla stöðugt og jafnt færni sína í að vera virkir málnotendur á íslenska tungu. Þannig að þeir geti lesið texta og skilið hann og unnið með textann á flóknari og flóknari hátt með hækkandi aldri. Líka að geta notað íslenska tungu um flókin málefni, um námið og líka í ritun,“ segir Sigrún. Börn og uppeldi Innflytjendamál Skóla - og menntamál Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira
Brottfall barna úr framhaldsskólum má meðal annars tengja við ófullnægjandi íslenskukennslu upp menntastigann. Þetta segir Sigrún Ólafsdóttir, lektor á menntavísindasviði Háskóla Íslands. Hún segir að börn vanti orðaforða þegar námið þyngist. Samkvæmt könnunum kemur Ísland illa út hvað varðar málfærni barna með íslensku sem annað tungumál. Niðurstöður PISA-prófanna benda til að lesskilningur barna sem eru með annað tungumál en íslensku sem móðurmál fari hríðversnandi. Í fréttum okkar í síðustu viku sögðum við frá nýrri skýrslu Hagstofunnar þar sem fram kemur að brottfall barna innflytjenda eftir sautján ára aldur er töluvert meira en innlendra. „Að jafnaði eru leik- og grunnskólanemendur sem eru með íslensku sem annað mál ekki að ná stöðugum framförum í íslensku og þau bara hrökklast frá hinum og bilið eykst. Við erum í raun að standa okkur einna verst í þátttökulöndum PISA í því hvað mikill munur er á milli innfluttra og innfæddra nemenda fimmtán ára gamalla í lesskilningi,“ segir Sigrún.Hafa tífaldast á tuttugu árum Fjöldi barna innfluttra hefur tífaldast síðustu tvo áratugi. Í aðgerðaráætlun mennta- og menningarmálaráðherra fyrir árin 2019 til 2022 er stefnt á að auka stuðning við þennan hóp. En í aðalnámskrá grunnskóla er enginn rammi utan um hversu mörgum kennslustundum skuli varið sérstaklega til íslenskukennslu. Skólarnir geta því sjálfir valið hvernig eða hvort þeir sinni þessum hópi. Engin heildstæð stefna er um það. „Við þurfum að gæta þess að allir nemendur, þá er ég líka að tala um þá sem hafa íslensku sem móðurmál, fái að efla stöðugt og jafnt færni sína í að vera virkir málnotendur á íslenska tungu. Þannig að þeir geti lesið texta og skilið hann og unnið með textann á flóknari og flóknari hátt með hækkandi aldri. Líka að geta notað íslenska tungu um flókin málefni, um námið og líka í ritun,“ segir Sigrún.
Börn og uppeldi Innflytjendamál Skóla - og menntamál Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira