Akureyringar fá að segja álit sitt á breytingu á nafni bæjarins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. febrúar 2019 16:30 Akureyri. Fréttablaðið/Pjetur Meirihluti bæjarstjórnar á Akureyri samþykkti í gær tillögu fulltrúa minnihlutans þess efnis að undirbúin verði skoðanakönnun svo bæjarbúar fái tækifæri til þess að segja álit sitt á því að breyta nafni bæjarsins. Einn af bæjarfulltrúum Framsóknarflokksins, einn af flokkunum sem myndar meirihlutasamstarfið í bæjarstjórn, studdi tillögu minnihlutans sem varð til þess að hún var samþykkt.Tillaga um að breyta nafni bæjarins úr Akureyrarkaupstað í Akureyrarbæ hefur verið til umræðu í bæjarkerfinu að undanförnu. Nafnið Akureyrarbær hefur fest sig í sessi í daglegu tali á undanförnum árum og sjaldgæft að hið formlega nafn bæjarins, Akureyrarkaupstaður, heyrist nefnt.Samþykkt var á fundi bæjarráðs í síðasta mánuði að leggja fram tillögu til þess efnis að breyta nafninu. Þeirri tillögu var vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar sem tók málið fyrir á fundi sínum í gær. Þar lagði Guðmundur Baldvin Guðmundsson, oddviti Framsóknarflokksins til að málinu yrði vísað aftur til bæjarráðs til frekari umræðu og útfærslu. Svona er bæjarstjórnin á Akureyri mönnuð. L-listinn, Framsókn og Samfylkingin mynda sex manna meirihluta í bæjarstjórn.Minnihlutinn lagði meirihlutann Fimm fulltrúar Miðflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna, sem mynda minnihluta, greiddu atkvæði gegn tillögunni. Fimm af sex bæjarfulltrúum Framsóknarflokksins, L-listans og Samfylkingarinnar, sem mynda meirihluta greiddu atkvæði með tillögunni. Ingibjörg Ólöf Isaksen, fulltrúi Framsóknarflokksins sat hins vegar hjá og því féll tillagan á jöfnu. Sóley Björk Stefánsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna í bæjarstjórn lagði þá fram tillögu þess efnis að málinu yrði frestað en undirbúin yrði skoðanakönnun á vettvangi íbúagáttar á vef Akureyrarkaupstaðar undir þeim formerkjum að kæmi fram afdráttarlaus vilji meirihluta íbúa yrði tekið mið af honum. Sú tillaga var samþykkt með fimm atkvæðum minnihlutans og atkvæði Ingibjargar Ólafar sem fór þá gegn samstarfsfélögum sínum í meirihlutasamstarfinu. Í samtali við Vísi segir Ingibjörg að hennar skoðun sé sú að bæjarbúar eigi að fá einhverju ráðið um hvað bærinn þeirra heiti. „Við sitjum í umboði bæjarbúa og ég myndi halda að ef bæjarbúar muni vilja hafa skoðanir á einhverju þá væri það hvað bærinn okkar heitir,“ segir Ingibjörg.Ingibjörg Ólöf Isaksen er bæjarfulltrúi fyrir Framsóknarflokkinn.Mynd/Akureyrarbær.Afstaðan á ekki að hafa komið samstarfsfélögunum á óvart Þá segir hún að þarna hafi myndast tilvalið tækifæri til þess að kynna bæjarbúum fyrir íbúagátt á heimasíðu bæjarins þar sem hægt er að sinna ýmsum erindium og sækja sér þjónustu á rafænan hátt. Þá sé þarna einnig komið fram tækifæri til þess að kynna sögu bæjarins fyrir yngri bæjarbúum. „Ég sé þetta sem tilvalið tækifæri til þess að kynna sögu bæjarins, af hverju hann heitir Akureyrarkaupstaður og það væri til dæmis hægt að setja af stað skuggakosningar í grunnskólum bæjarins ef þeir hafa áhuga á því,“ segir Ingibjörg. Sem fyrr segir vekur athygli að Ingibjörg tók afstöðu með minnihluta bæjarstjórnar sem varð til þess að tillaga hans var samþykkt. Hún telur þó að þetta muni ekki hafa nein áhrif á meirihlutasamstarfið. „Við megum öll fylgja okkar sannfæringu og þarna fylgdi ég minni sannfæringu. Þetta var mín skoðun og mín ákvörðun og þau vissu það fyrirfram. Þetta var ekkert sem kom þeim á óvart.“ Akureyri Sveitarstjórnarmál Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Meirihluti bæjarstjórnar á Akureyri samþykkti í gær tillögu fulltrúa minnihlutans þess efnis að undirbúin verði skoðanakönnun svo bæjarbúar fái tækifæri til þess að segja álit sitt á því að breyta nafni bæjarsins. Einn af bæjarfulltrúum Framsóknarflokksins, einn af flokkunum sem myndar meirihlutasamstarfið í bæjarstjórn, studdi tillögu minnihlutans sem varð til þess að hún var samþykkt.Tillaga um að breyta nafni bæjarins úr Akureyrarkaupstað í Akureyrarbæ hefur verið til umræðu í bæjarkerfinu að undanförnu. Nafnið Akureyrarbær hefur fest sig í sessi í daglegu tali á undanförnum árum og sjaldgæft að hið formlega nafn bæjarins, Akureyrarkaupstaður, heyrist nefnt.Samþykkt var á fundi bæjarráðs í síðasta mánuði að leggja fram tillögu til þess efnis að breyta nafninu. Þeirri tillögu var vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar sem tók málið fyrir á fundi sínum í gær. Þar lagði Guðmundur Baldvin Guðmundsson, oddviti Framsóknarflokksins til að málinu yrði vísað aftur til bæjarráðs til frekari umræðu og útfærslu. Svona er bæjarstjórnin á Akureyri mönnuð. L-listinn, Framsókn og Samfylkingin mynda sex manna meirihluta í bæjarstjórn.Minnihlutinn lagði meirihlutann Fimm fulltrúar Miðflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna, sem mynda minnihluta, greiddu atkvæði gegn tillögunni. Fimm af sex bæjarfulltrúum Framsóknarflokksins, L-listans og Samfylkingarinnar, sem mynda meirihluta greiddu atkvæði með tillögunni. Ingibjörg Ólöf Isaksen, fulltrúi Framsóknarflokksins sat hins vegar hjá og því féll tillagan á jöfnu. Sóley Björk Stefánsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna í bæjarstjórn lagði þá fram tillögu þess efnis að málinu yrði frestað en undirbúin yrði skoðanakönnun á vettvangi íbúagáttar á vef Akureyrarkaupstaðar undir þeim formerkjum að kæmi fram afdráttarlaus vilji meirihluta íbúa yrði tekið mið af honum. Sú tillaga var samþykkt með fimm atkvæðum minnihlutans og atkvæði Ingibjargar Ólafar sem fór þá gegn samstarfsfélögum sínum í meirihlutasamstarfinu. Í samtali við Vísi segir Ingibjörg að hennar skoðun sé sú að bæjarbúar eigi að fá einhverju ráðið um hvað bærinn þeirra heiti. „Við sitjum í umboði bæjarbúa og ég myndi halda að ef bæjarbúar muni vilja hafa skoðanir á einhverju þá væri það hvað bærinn okkar heitir,“ segir Ingibjörg.Ingibjörg Ólöf Isaksen er bæjarfulltrúi fyrir Framsóknarflokkinn.Mynd/Akureyrarbær.Afstaðan á ekki að hafa komið samstarfsfélögunum á óvart Þá segir hún að þarna hafi myndast tilvalið tækifæri til þess að kynna bæjarbúum fyrir íbúagátt á heimasíðu bæjarins þar sem hægt er að sinna ýmsum erindium og sækja sér þjónustu á rafænan hátt. Þá sé þarna einnig komið fram tækifæri til þess að kynna sögu bæjarins fyrir yngri bæjarbúum. „Ég sé þetta sem tilvalið tækifæri til þess að kynna sögu bæjarins, af hverju hann heitir Akureyrarkaupstaður og það væri til dæmis hægt að setja af stað skuggakosningar í grunnskólum bæjarins ef þeir hafa áhuga á því,“ segir Ingibjörg. Sem fyrr segir vekur athygli að Ingibjörg tók afstöðu með minnihluta bæjarstjórnar sem varð til þess að tillaga hans var samþykkt. Hún telur þó að þetta muni ekki hafa nein áhrif á meirihlutasamstarfið. „Við megum öll fylgja okkar sannfæringu og þarna fylgdi ég minni sannfæringu. Þetta var mín skoðun og mín ákvörðun og þau vissu það fyrirfram. Þetta var ekkert sem kom þeim á óvart.“
Akureyri Sveitarstjórnarmál Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira