Akureyringar fá að segja álit sitt á breytingu á nafni bæjarins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. febrúar 2019 16:30 Akureyri. Fréttablaðið/Pjetur Meirihluti bæjarstjórnar á Akureyri samþykkti í gær tillögu fulltrúa minnihlutans þess efnis að undirbúin verði skoðanakönnun svo bæjarbúar fái tækifæri til þess að segja álit sitt á því að breyta nafni bæjarsins. Einn af bæjarfulltrúum Framsóknarflokksins, einn af flokkunum sem myndar meirihlutasamstarfið í bæjarstjórn, studdi tillögu minnihlutans sem varð til þess að hún var samþykkt.Tillaga um að breyta nafni bæjarins úr Akureyrarkaupstað í Akureyrarbæ hefur verið til umræðu í bæjarkerfinu að undanförnu. Nafnið Akureyrarbær hefur fest sig í sessi í daglegu tali á undanförnum árum og sjaldgæft að hið formlega nafn bæjarins, Akureyrarkaupstaður, heyrist nefnt.Samþykkt var á fundi bæjarráðs í síðasta mánuði að leggja fram tillögu til þess efnis að breyta nafninu. Þeirri tillögu var vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar sem tók málið fyrir á fundi sínum í gær. Þar lagði Guðmundur Baldvin Guðmundsson, oddviti Framsóknarflokksins til að málinu yrði vísað aftur til bæjarráðs til frekari umræðu og útfærslu. Svona er bæjarstjórnin á Akureyri mönnuð. L-listinn, Framsókn og Samfylkingin mynda sex manna meirihluta í bæjarstjórn.Minnihlutinn lagði meirihlutann Fimm fulltrúar Miðflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna, sem mynda minnihluta, greiddu atkvæði gegn tillögunni. Fimm af sex bæjarfulltrúum Framsóknarflokksins, L-listans og Samfylkingarinnar, sem mynda meirihluta greiddu atkvæði með tillögunni. Ingibjörg Ólöf Isaksen, fulltrúi Framsóknarflokksins sat hins vegar hjá og því féll tillagan á jöfnu. Sóley Björk Stefánsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna í bæjarstjórn lagði þá fram tillögu þess efnis að málinu yrði frestað en undirbúin yrði skoðanakönnun á vettvangi íbúagáttar á vef Akureyrarkaupstaðar undir þeim formerkjum að kæmi fram afdráttarlaus vilji meirihluta íbúa yrði tekið mið af honum. Sú tillaga var samþykkt með fimm atkvæðum minnihlutans og atkvæði Ingibjargar Ólafar sem fór þá gegn samstarfsfélögum sínum í meirihlutasamstarfinu. Í samtali við Vísi segir Ingibjörg að hennar skoðun sé sú að bæjarbúar eigi að fá einhverju ráðið um hvað bærinn þeirra heiti. „Við sitjum í umboði bæjarbúa og ég myndi halda að ef bæjarbúar muni vilja hafa skoðanir á einhverju þá væri það hvað bærinn okkar heitir,“ segir Ingibjörg.Ingibjörg Ólöf Isaksen er bæjarfulltrúi fyrir Framsóknarflokkinn.Mynd/Akureyrarbær.Afstaðan á ekki að hafa komið samstarfsfélögunum á óvart Þá segir hún að þarna hafi myndast tilvalið tækifæri til þess að kynna bæjarbúum fyrir íbúagátt á heimasíðu bæjarins þar sem hægt er að sinna ýmsum erindium og sækja sér þjónustu á rafænan hátt. Þá sé þarna einnig komið fram tækifæri til þess að kynna sögu bæjarins fyrir yngri bæjarbúum. „Ég sé þetta sem tilvalið tækifæri til þess að kynna sögu bæjarins, af hverju hann heitir Akureyrarkaupstaður og það væri til dæmis hægt að setja af stað skuggakosningar í grunnskólum bæjarins ef þeir hafa áhuga á því,“ segir Ingibjörg. Sem fyrr segir vekur athygli að Ingibjörg tók afstöðu með minnihluta bæjarstjórnar sem varð til þess að tillaga hans var samþykkt. Hún telur þó að þetta muni ekki hafa nein áhrif á meirihlutasamstarfið. „Við megum öll fylgja okkar sannfæringu og þarna fylgdi ég minni sannfæringu. Þetta var mín skoðun og mín ákvörðun og þau vissu það fyrirfram. Þetta var ekkert sem kom þeim á óvart.“ Akureyri Sveitarstjórnarmál Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Meirihluti bæjarstjórnar á Akureyri samþykkti í gær tillögu fulltrúa minnihlutans þess efnis að undirbúin verði skoðanakönnun svo bæjarbúar fái tækifæri til þess að segja álit sitt á því að breyta nafni bæjarsins. Einn af bæjarfulltrúum Framsóknarflokksins, einn af flokkunum sem myndar meirihlutasamstarfið í bæjarstjórn, studdi tillögu minnihlutans sem varð til þess að hún var samþykkt.Tillaga um að breyta nafni bæjarins úr Akureyrarkaupstað í Akureyrarbæ hefur verið til umræðu í bæjarkerfinu að undanförnu. Nafnið Akureyrarbær hefur fest sig í sessi í daglegu tali á undanförnum árum og sjaldgæft að hið formlega nafn bæjarins, Akureyrarkaupstaður, heyrist nefnt.Samþykkt var á fundi bæjarráðs í síðasta mánuði að leggja fram tillögu til þess efnis að breyta nafninu. Þeirri tillögu var vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar sem tók málið fyrir á fundi sínum í gær. Þar lagði Guðmundur Baldvin Guðmundsson, oddviti Framsóknarflokksins til að málinu yrði vísað aftur til bæjarráðs til frekari umræðu og útfærslu. Svona er bæjarstjórnin á Akureyri mönnuð. L-listinn, Framsókn og Samfylkingin mynda sex manna meirihluta í bæjarstjórn.Minnihlutinn lagði meirihlutann Fimm fulltrúar Miðflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna, sem mynda minnihluta, greiddu atkvæði gegn tillögunni. Fimm af sex bæjarfulltrúum Framsóknarflokksins, L-listans og Samfylkingarinnar, sem mynda meirihluta greiddu atkvæði með tillögunni. Ingibjörg Ólöf Isaksen, fulltrúi Framsóknarflokksins sat hins vegar hjá og því féll tillagan á jöfnu. Sóley Björk Stefánsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna í bæjarstjórn lagði þá fram tillögu þess efnis að málinu yrði frestað en undirbúin yrði skoðanakönnun á vettvangi íbúagáttar á vef Akureyrarkaupstaðar undir þeim formerkjum að kæmi fram afdráttarlaus vilji meirihluta íbúa yrði tekið mið af honum. Sú tillaga var samþykkt með fimm atkvæðum minnihlutans og atkvæði Ingibjargar Ólafar sem fór þá gegn samstarfsfélögum sínum í meirihlutasamstarfinu. Í samtali við Vísi segir Ingibjörg að hennar skoðun sé sú að bæjarbúar eigi að fá einhverju ráðið um hvað bærinn þeirra heiti. „Við sitjum í umboði bæjarbúa og ég myndi halda að ef bæjarbúar muni vilja hafa skoðanir á einhverju þá væri það hvað bærinn okkar heitir,“ segir Ingibjörg.Ingibjörg Ólöf Isaksen er bæjarfulltrúi fyrir Framsóknarflokkinn.Mynd/Akureyrarbær.Afstaðan á ekki að hafa komið samstarfsfélögunum á óvart Þá segir hún að þarna hafi myndast tilvalið tækifæri til þess að kynna bæjarbúum fyrir íbúagátt á heimasíðu bæjarins þar sem hægt er að sinna ýmsum erindium og sækja sér þjónustu á rafænan hátt. Þá sé þarna einnig komið fram tækifæri til þess að kynna sögu bæjarins fyrir yngri bæjarbúum. „Ég sé þetta sem tilvalið tækifæri til þess að kynna sögu bæjarins, af hverju hann heitir Akureyrarkaupstaður og það væri til dæmis hægt að setja af stað skuggakosningar í grunnskólum bæjarins ef þeir hafa áhuga á því,“ segir Ingibjörg. Sem fyrr segir vekur athygli að Ingibjörg tók afstöðu með minnihluta bæjarstjórnar sem varð til þess að tillaga hans var samþykkt. Hún telur þó að þetta muni ekki hafa nein áhrif á meirihlutasamstarfið. „Við megum öll fylgja okkar sannfæringu og þarna fylgdi ég minni sannfæringu. Þetta var mín skoðun og mín ákvörðun og þau vissu það fyrirfram. Þetta var ekkert sem kom þeim á óvart.“
Akureyri Sveitarstjórnarmál Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira