„Hættið að kúga þá sem eiga ekkert“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. febrúar 2019 16:10 Inga Sæland, þingmaður Flokks fólksins, segir flokkinn á móti veggjöldum. VÍSIR/VILHELM Inga Sæland, þingmaður Flokks fólksins, gerði samgönguáætlun og fyrirhuguð veggjöld að umræðuefni undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Alþingi ræðir nú samgönguáætlun og tillögu meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar þess efnis að innheimta veggjöld. Veggjöldin eru umdeild og hafa einhverjir haldið því sjónarmiði á lofti að þau munu koma sér sérstaklega fyrir tekjulága sem hafa nú þegar lítið á milli handanna. Þeirra á meðal er Inga og ítrekaði hún þetta sjónarmið sitt í ræðu sinni í dag. „Staðreyndin er sú að það er endalaust leitað hér logandi ljósi að auka álögum á almenning. Almenning sem í rauninni er skattlagður í sárri fátækt. Fólkið okkar sem er að greiða skatta sem er með tekjur langt undir 300 þúsund krónum útborgað á mánuði,“ sagði Inga og hélt áfram: „Á árinu 2019 verður ríkissjóður af sjö milljörðum vegna 63 prósenta lækkunar á hinum svokallaða bankaskatti. Hér er ég að tala um forgangsröðun fjármuna virðulegi forseti. Á árinu 2019 mun lækkun veiðigjalda lækka tekjur ríkissjóðs um 4,3 milljarða króna. Lækkun sem sérstaklega mun nýtast stórútgerðinni. Bara þetta tvennt skerðir tekjur ríkissjóðs um 11,3 milljarða á árinu. Þetta fé mátti nota í þágu allra landsmanna til uppbyggingar á hinu niðurnídda samgöngukerfi í stað þess að taka erlend lán og senda síðan reikninginn.“ Hún sagði að Flokkur fólksins segði nei við vegsköttum. „Hættið að kúga þá sem eiga ekkert. Sækið fjármagnið þangað sem það er að finna. Það er hin eina rétta forgangsröðun. Flokkur fólksins mótmælir harðlega þeirri grímulausu hagsmunagæslu sem ríkisstjórnin rekur til verndar þeim sem allt eiga á kostnað þeirra eiga ekkert. Bankarnir hafa efni á að greiða bankaskattinn, stórútgerðin hefur efni á að borga fullt verð fyrir aðgang að auðlindinni okkar. Fátækt fólk hefur ekki efni á að borga vegskatta eða fleiri gjöld eða nokkuð annað sem eykur við greiðslubyrði þeirra sem er óyfirstíganleg nú þegar,“ sagði Inga Sæland. Alþingi Flokkur fólksins Samgöngur Tengdar fréttir Veggjöld á helstu stofnleiðum samþykkt í samgöngunefnd Tillögu fulltrúa Samfylkingarinnar í nefndinni um að Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins léti af formennsku í nefndinni var vísað á vettvang þingflokksformanna. 29. janúar 2019 12:04 Hart tekist á um veggjöldin í síðari umræðu á Alþingi Síðari umræða um samgönguáætlanir til næstu fimm og fimmtán ára hófst á Alþingi í dag. 5. febrúar 2019 17:42 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Inga Sæland, þingmaður Flokks fólksins, gerði samgönguáætlun og fyrirhuguð veggjöld að umræðuefni undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Alþingi ræðir nú samgönguáætlun og tillögu meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar þess efnis að innheimta veggjöld. Veggjöldin eru umdeild og hafa einhverjir haldið því sjónarmiði á lofti að þau munu koma sér sérstaklega fyrir tekjulága sem hafa nú þegar lítið á milli handanna. Þeirra á meðal er Inga og ítrekaði hún þetta sjónarmið sitt í ræðu sinni í dag. „Staðreyndin er sú að það er endalaust leitað hér logandi ljósi að auka álögum á almenning. Almenning sem í rauninni er skattlagður í sárri fátækt. Fólkið okkar sem er að greiða skatta sem er með tekjur langt undir 300 þúsund krónum útborgað á mánuði,“ sagði Inga og hélt áfram: „Á árinu 2019 verður ríkissjóður af sjö milljörðum vegna 63 prósenta lækkunar á hinum svokallaða bankaskatti. Hér er ég að tala um forgangsröðun fjármuna virðulegi forseti. Á árinu 2019 mun lækkun veiðigjalda lækka tekjur ríkissjóðs um 4,3 milljarða króna. Lækkun sem sérstaklega mun nýtast stórútgerðinni. Bara þetta tvennt skerðir tekjur ríkissjóðs um 11,3 milljarða á árinu. Þetta fé mátti nota í þágu allra landsmanna til uppbyggingar á hinu niðurnídda samgöngukerfi í stað þess að taka erlend lán og senda síðan reikninginn.“ Hún sagði að Flokkur fólksins segði nei við vegsköttum. „Hættið að kúga þá sem eiga ekkert. Sækið fjármagnið þangað sem það er að finna. Það er hin eina rétta forgangsröðun. Flokkur fólksins mótmælir harðlega þeirri grímulausu hagsmunagæslu sem ríkisstjórnin rekur til verndar þeim sem allt eiga á kostnað þeirra eiga ekkert. Bankarnir hafa efni á að greiða bankaskattinn, stórútgerðin hefur efni á að borga fullt verð fyrir aðgang að auðlindinni okkar. Fátækt fólk hefur ekki efni á að borga vegskatta eða fleiri gjöld eða nokkuð annað sem eykur við greiðslubyrði þeirra sem er óyfirstíganleg nú þegar,“ sagði Inga Sæland.
Alþingi Flokkur fólksins Samgöngur Tengdar fréttir Veggjöld á helstu stofnleiðum samþykkt í samgöngunefnd Tillögu fulltrúa Samfylkingarinnar í nefndinni um að Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins léti af formennsku í nefndinni var vísað á vettvang þingflokksformanna. 29. janúar 2019 12:04 Hart tekist á um veggjöldin í síðari umræðu á Alþingi Síðari umræða um samgönguáætlanir til næstu fimm og fimmtán ára hófst á Alþingi í dag. 5. febrúar 2019 17:42 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Veggjöld á helstu stofnleiðum samþykkt í samgöngunefnd Tillögu fulltrúa Samfylkingarinnar í nefndinni um að Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins léti af formennsku í nefndinni var vísað á vettvang þingflokksformanna. 29. janúar 2019 12:04
Hart tekist á um veggjöldin í síðari umræðu á Alþingi Síðari umræða um samgönguáætlanir til næstu fimm og fimmtán ára hófst á Alþingi í dag. 5. febrúar 2019 17:42
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent