„Hættið að kúga þá sem eiga ekkert“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. febrúar 2019 16:10 Inga Sæland, þingmaður Flokks fólksins, segir flokkinn á móti veggjöldum. VÍSIR/VILHELM Inga Sæland, þingmaður Flokks fólksins, gerði samgönguáætlun og fyrirhuguð veggjöld að umræðuefni undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Alþingi ræðir nú samgönguáætlun og tillögu meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar þess efnis að innheimta veggjöld. Veggjöldin eru umdeild og hafa einhverjir haldið því sjónarmiði á lofti að þau munu koma sér sérstaklega fyrir tekjulága sem hafa nú þegar lítið á milli handanna. Þeirra á meðal er Inga og ítrekaði hún þetta sjónarmið sitt í ræðu sinni í dag. „Staðreyndin er sú að það er endalaust leitað hér logandi ljósi að auka álögum á almenning. Almenning sem í rauninni er skattlagður í sárri fátækt. Fólkið okkar sem er að greiða skatta sem er með tekjur langt undir 300 þúsund krónum útborgað á mánuði,“ sagði Inga og hélt áfram: „Á árinu 2019 verður ríkissjóður af sjö milljörðum vegna 63 prósenta lækkunar á hinum svokallaða bankaskatti. Hér er ég að tala um forgangsröðun fjármuna virðulegi forseti. Á árinu 2019 mun lækkun veiðigjalda lækka tekjur ríkissjóðs um 4,3 milljarða króna. Lækkun sem sérstaklega mun nýtast stórútgerðinni. Bara þetta tvennt skerðir tekjur ríkissjóðs um 11,3 milljarða á árinu. Þetta fé mátti nota í þágu allra landsmanna til uppbyggingar á hinu niðurnídda samgöngukerfi í stað þess að taka erlend lán og senda síðan reikninginn.“ Hún sagði að Flokkur fólksins segði nei við vegsköttum. „Hættið að kúga þá sem eiga ekkert. Sækið fjármagnið þangað sem það er að finna. Það er hin eina rétta forgangsröðun. Flokkur fólksins mótmælir harðlega þeirri grímulausu hagsmunagæslu sem ríkisstjórnin rekur til verndar þeim sem allt eiga á kostnað þeirra eiga ekkert. Bankarnir hafa efni á að greiða bankaskattinn, stórútgerðin hefur efni á að borga fullt verð fyrir aðgang að auðlindinni okkar. Fátækt fólk hefur ekki efni á að borga vegskatta eða fleiri gjöld eða nokkuð annað sem eykur við greiðslubyrði þeirra sem er óyfirstíganleg nú þegar,“ sagði Inga Sæland. Alþingi Flokkur fólksins Samgöngur Tengdar fréttir Veggjöld á helstu stofnleiðum samþykkt í samgöngunefnd Tillögu fulltrúa Samfylkingarinnar í nefndinni um að Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins léti af formennsku í nefndinni var vísað á vettvang þingflokksformanna. 29. janúar 2019 12:04 Hart tekist á um veggjöldin í síðari umræðu á Alþingi Síðari umræða um samgönguáætlanir til næstu fimm og fimmtán ára hófst á Alþingi í dag. 5. febrúar 2019 17:42 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Sjá meira
Inga Sæland, þingmaður Flokks fólksins, gerði samgönguáætlun og fyrirhuguð veggjöld að umræðuefni undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Alþingi ræðir nú samgönguáætlun og tillögu meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar þess efnis að innheimta veggjöld. Veggjöldin eru umdeild og hafa einhverjir haldið því sjónarmiði á lofti að þau munu koma sér sérstaklega fyrir tekjulága sem hafa nú þegar lítið á milli handanna. Þeirra á meðal er Inga og ítrekaði hún þetta sjónarmið sitt í ræðu sinni í dag. „Staðreyndin er sú að það er endalaust leitað hér logandi ljósi að auka álögum á almenning. Almenning sem í rauninni er skattlagður í sárri fátækt. Fólkið okkar sem er að greiða skatta sem er með tekjur langt undir 300 þúsund krónum útborgað á mánuði,“ sagði Inga og hélt áfram: „Á árinu 2019 verður ríkissjóður af sjö milljörðum vegna 63 prósenta lækkunar á hinum svokallaða bankaskatti. Hér er ég að tala um forgangsröðun fjármuna virðulegi forseti. Á árinu 2019 mun lækkun veiðigjalda lækka tekjur ríkissjóðs um 4,3 milljarða króna. Lækkun sem sérstaklega mun nýtast stórútgerðinni. Bara þetta tvennt skerðir tekjur ríkissjóðs um 11,3 milljarða á árinu. Þetta fé mátti nota í þágu allra landsmanna til uppbyggingar á hinu niðurnídda samgöngukerfi í stað þess að taka erlend lán og senda síðan reikninginn.“ Hún sagði að Flokkur fólksins segði nei við vegsköttum. „Hættið að kúga þá sem eiga ekkert. Sækið fjármagnið þangað sem það er að finna. Það er hin eina rétta forgangsröðun. Flokkur fólksins mótmælir harðlega þeirri grímulausu hagsmunagæslu sem ríkisstjórnin rekur til verndar þeim sem allt eiga á kostnað þeirra eiga ekkert. Bankarnir hafa efni á að greiða bankaskattinn, stórútgerðin hefur efni á að borga fullt verð fyrir aðgang að auðlindinni okkar. Fátækt fólk hefur ekki efni á að borga vegskatta eða fleiri gjöld eða nokkuð annað sem eykur við greiðslubyrði þeirra sem er óyfirstíganleg nú þegar,“ sagði Inga Sæland.
Alþingi Flokkur fólksins Samgöngur Tengdar fréttir Veggjöld á helstu stofnleiðum samþykkt í samgöngunefnd Tillögu fulltrúa Samfylkingarinnar í nefndinni um að Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins léti af formennsku í nefndinni var vísað á vettvang þingflokksformanna. 29. janúar 2019 12:04 Hart tekist á um veggjöldin í síðari umræðu á Alþingi Síðari umræða um samgönguáætlanir til næstu fimm og fimmtán ára hófst á Alþingi í dag. 5. febrúar 2019 17:42 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Sjá meira
Veggjöld á helstu stofnleiðum samþykkt í samgöngunefnd Tillögu fulltrúa Samfylkingarinnar í nefndinni um að Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins léti af formennsku í nefndinni var vísað á vettvang þingflokksformanna. 29. janúar 2019 12:04
Hart tekist á um veggjöldin í síðari umræðu á Alþingi Síðari umræða um samgönguáætlanir til næstu fimm og fimmtán ára hófst á Alþingi í dag. 5. febrúar 2019 17:42
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels