Már varar eindregið við því að laun verði hækkuð til muna Jakob Bjarnar skrifar 6. febrúar 2019 11:18 Nánast má fullyrða að verkalýðsleiðtogar munu túlka orð Más sem sprengju í kjaraviðræðurnar. Már Guðmundsson Seðlabankastjóri segir að launahækkanir umfram svigrúm yrðu mikið áfall fyrir þjóðarbúskapinn og vera ávísun á hærri vexti og atvinnuleysi. Telja má víst að orð hans muni ýfa burstir á herskáum verkalýðsleiðtogum sem nú standa í stórræðum við samningaborðið. Í morgun var tilkynnt sú ákvörðun Seðlabanka Íslands að hækka ekki stýrivexti. En með fylgja varnaðarorð Seðlabankastjórans. Mikill þungi er í máli Más sem leggur út af spurningunni hverjar séu efnahagshorfur og hver er ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans? „Breytingar frá síðustu spá Seðlabanka Íslands ganga í gagnstæðar áttir. Það dregur núna hratt úr hagvexti vegna samdráttar í ferðaþjónustu. Mun fleiri fyrirtæki vilja nú fækka starfsfólki en vilja fjölga. Verðbólguhorfur, þær hafa versnað vegna þess að gengi krónunnar lækkaði á haustmánuðum,“ segir Már í pistli eða ávarpi sem Seðlabankinn framleiðir. Launahækkanir yrðu áfall „Það eru hins vegar góðar fréttir að langtíma verðbólguvæntingar hafa lækkað nokkuð frá því sem þær risu hæst fyrir jól og af þeim sökum hafa raunvextir Seðlabankans hækkað,“ segir Már og beinir þá máli sínu með óbeinum hætti til þeirra sem nú standa í samningaviðræðum á vinnumarkaði: „Gagnstæðir kraftar birtast í þeirri ákvörðun okkar að halda vöxtum Seðlabankans óbreyttum. Nú slaknar á spennu í þjóðarbúskapnum en það er ekki samdráttur framundan nema að við veðrum fyrir nýjum áföllum. Verkföll og launahækkanir langt umfram svigrúm yrðu slíkt áfall. Afleiðingin yrði hærri vextir og meira atvinnuleysi. Reynum að forða því.“ Efnahagsmál Kjaramál Tengdar fréttir Seðlabankinn heldur vöxtum óbreyttum Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum verða því áfram 4,5%. 6. febrúar 2019 08:56 Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður óbreytta stýrivexti Tilkynnt var í morgun að meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verði áfram 4,5%. 6. febrúar 2019 09:45 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Már Guðmundsson Seðlabankastjóri segir að launahækkanir umfram svigrúm yrðu mikið áfall fyrir þjóðarbúskapinn og vera ávísun á hærri vexti og atvinnuleysi. Telja má víst að orð hans muni ýfa burstir á herskáum verkalýðsleiðtogum sem nú standa í stórræðum við samningaborðið. Í morgun var tilkynnt sú ákvörðun Seðlabanka Íslands að hækka ekki stýrivexti. En með fylgja varnaðarorð Seðlabankastjórans. Mikill þungi er í máli Más sem leggur út af spurningunni hverjar séu efnahagshorfur og hver er ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans? „Breytingar frá síðustu spá Seðlabanka Íslands ganga í gagnstæðar áttir. Það dregur núna hratt úr hagvexti vegna samdráttar í ferðaþjónustu. Mun fleiri fyrirtæki vilja nú fækka starfsfólki en vilja fjölga. Verðbólguhorfur, þær hafa versnað vegna þess að gengi krónunnar lækkaði á haustmánuðum,“ segir Már í pistli eða ávarpi sem Seðlabankinn framleiðir. Launahækkanir yrðu áfall „Það eru hins vegar góðar fréttir að langtíma verðbólguvæntingar hafa lækkað nokkuð frá því sem þær risu hæst fyrir jól og af þeim sökum hafa raunvextir Seðlabankans hækkað,“ segir Már og beinir þá máli sínu með óbeinum hætti til þeirra sem nú standa í samningaviðræðum á vinnumarkaði: „Gagnstæðir kraftar birtast í þeirri ákvörðun okkar að halda vöxtum Seðlabankans óbreyttum. Nú slaknar á spennu í þjóðarbúskapnum en það er ekki samdráttur framundan nema að við veðrum fyrir nýjum áföllum. Verkföll og launahækkanir langt umfram svigrúm yrðu slíkt áfall. Afleiðingin yrði hærri vextir og meira atvinnuleysi. Reynum að forða því.“
Efnahagsmál Kjaramál Tengdar fréttir Seðlabankinn heldur vöxtum óbreyttum Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum verða því áfram 4,5%. 6. febrúar 2019 08:56 Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður óbreytta stýrivexti Tilkynnt var í morgun að meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verði áfram 4,5%. 6. febrúar 2019 09:45 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Seðlabankinn heldur vöxtum óbreyttum Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum verða því áfram 4,5%. 6. febrúar 2019 08:56
Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður óbreytta stýrivexti Tilkynnt var í morgun að meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verði áfram 4,5%. 6. febrúar 2019 09:45