„Gunnlaugur Blöndal og nú ég“ Jakob Bjarnar skrifar 5. febrúar 2019 16:44 Skólameistari MÍ segir bara að málverkið hafi verið tekið niður og lítið meira um það að segja. Búið er að taka veglegt olíumálverk af þeim Bryndísi Schram og Jóni Baldvin Hannibalssyni, sem áratugum saman hékk í matsal Menntaskólans á Ísafirði, niður af veggjum þar. RÚV greindi frá þessu nú fyrr í dag. „Er búið að taka málverkið niður?“ spyr Pétur Guðmundsson listmálari á Ísafirði blaðamann Vísis. Og hlær dátt. En, hann málaði verkið einhvern tíma uppúr miðri síðustu öld samkvæmt pöntun frá útskriftarárgangi sem svo færði skólanum það að gjöf. „Ha? Gunnlaugur Blöndal og nú ég. Er það komið niður í kjallara eða stendur til að brenna það? Er ekki besta að ég fái það aftur og máli eitthvað annað yfir það?“Jafnvel horn og hala á Jón Baldvin?„Já, eða það gengur náttúrlega ekki að mála skrattann á vegginn,“ segir Pétur og ljóst er að honum þykir þetta bráðfyndið.Ekki hafði það hvarflað að listamanninum Pétri Guðmundssyni að mynd hans af Jóni og Bryndísi yrði umdeild. Honum finnst það eiginlega hið spaugilegasta mál.Pétur segir að myndin sé olíumálverk, 1,15 x 90 sentímetrar að hann minnir. „Ekki datt mér í hug að þessi mynd yrði umdeild,“ segir listamaðurinn. Hann málaði myndina eftir nokkrum ljósmyndum sem hann fékk sendar og splæsti saman.Skólameistaranum ekki skemmt En, skólameistaranum er ekki eins skemmt og Pétri. Reyndar virðist honum nokkur raun að svara spurningum blaðamanns um hvernig þetta sé til komið. „Það hvarflaði aldrei að mér að þetta yrði eitthvað mál,“ segir Jón Reynir Sigurvinsson, skólameistari MÍ. Hann vísar í frétt RÚV og vill sem minnstu við það bæta sem þar kemur fram. En þar segir að nemandi við skólann, Dagbjört Ósk Jóhannsdóttir, sem er í stjórn femínistafélags skólans, hafi farið þess á leit við starfsfólk skólans að verkið yrði tekið niður. Á þeim forsendum að það væri að valda nemendum óþægindum. Við því var brugðist samdægurs. „Það bara hvarf verkið og ekkert meira um það að segja. Það var bara gert,“ segir skólameistarinn. Þegar nefnd eru ákveðin líkindi við mál sem mjög var til umræðu fyrir skömmu, málverkin sem tekin voru niður í Seðlabankanum, segir Jón Reynir að þeir hefðu bara getað tekið þær myndir niður án þess að ræða við kóng eða prest. „Áttu þeir að ræða það við einhvern? Þetta bara gerðist.“ Skólameistarinn er helst á því að það komi í raun engum við. Ísafjarðarbær MeToo Myndlist Tengdar fréttir Birta 23 frásagnir af meintum kynferðisbrotum Jóns Baldvins Sögurnar spanna nokkra áratugi en konurnar sem rita tengjast Jóni Baldvin fjölbreyttum böndum. 4. febrúar 2019 10:13 Segir ásakanirnar rógsherferð til að stöðva útgáfu bókar um jafnaðarstefnuna Þá hafi fjölmiðlar tekið þátt í þeirri rógsherferð. 4. febrúar 2019 07:25 Seðlabankinn á 320 málverk Bankinn á alls sex málverk eftir Gunnlaug Blöndal. 22. janúar 2019 13:00 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Fleiri fréttir Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið á einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Sjá meira
Búið er að taka veglegt olíumálverk af þeim Bryndísi Schram og Jóni Baldvin Hannibalssyni, sem áratugum saman hékk í matsal Menntaskólans á Ísafirði, niður af veggjum þar. RÚV greindi frá þessu nú fyrr í dag. „Er búið að taka málverkið niður?“ spyr Pétur Guðmundsson listmálari á Ísafirði blaðamann Vísis. Og hlær dátt. En, hann málaði verkið einhvern tíma uppúr miðri síðustu öld samkvæmt pöntun frá útskriftarárgangi sem svo færði skólanum það að gjöf. „Ha? Gunnlaugur Blöndal og nú ég. Er það komið niður í kjallara eða stendur til að brenna það? Er ekki besta að ég fái það aftur og máli eitthvað annað yfir það?“Jafnvel horn og hala á Jón Baldvin?„Já, eða það gengur náttúrlega ekki að mála skrattann á vegginn,“ segir Pétur og ljóst er að honum þykir þetta bráðfyndið.Ekki hafði það hvarflað að listamanninum Pétri Guðmundssyni að mynd hans af Jóni og Bryndísi yrði umdeild. Honum finnst það eiginlega hið spaugilegasta mál.Pétur segir að myndin sé olíumálverk, 1,15 x 90 sentímetrar að hann minnir. „Ekki datt mér í hug að þessi mynd yrði umdeild,“ segir listamaðurinn. Hann málaði myndina eftir nokkrum ljósmyndum sem hann fékk sendar og splæsti saman.Skólameistaranum ekki skemmt En, skólameistaranum er ekki eins skemmt og Pétri. Reyndar virðist honum nokkur raun að svara spurningum blaðamanns um hvernig þetta sé til komið. „Það hvarflaði aldrei að mér að þetta yrði eitthvað mál,“ segir Jón Reynir Sigurvinsson, skólameistari MÍ. Hann vísar í frétt RÚV og vill sem minnstu við það bæta sem þar kemur fram. En þar segir að nemandi við skólann, Dagbjört Ósk Jóhannsdóttir, sem er í stjórn femínistafélags skólans, hafi farið þess á leit við starfsfólk skólans að verkið yrði tekið niður. Á þeim forsendum að það væri að valda nemendum óþægindum. Við því var brugðist samdægurs. „Það bara hvarf verkið og ekkert meira um það að segja. Það var bara gert,“ segir skólameistarinn. Þegar nefnd eru ákveðin líkindi við mál sem mjög var til umræðu fyrir skömmu, málverkin sem tekin voru niður í Seðlabankanum, segir Jón Reynir að þeir hefðu bara getað tekið þær myndir niður án þess að ræða við kóng eða prest. „Áttu þeir að ræða það við einhvern? Þetta bara gerðist.“ Skólameistarinn er helst á því að það komi í raun engum við.
Ísafjarðarbær MeToo Myndlist Tengdar fréttir Birta 23 frásagnir af meintum kynferðisbrotum Jóns Baldvins Sögurnar spanna nokkra áratugi en konurnar sem rita tengjast Jóni Baldvin fjölbreyttum böndum. 4. febrúar 2019 10:13 Segir ásakanirnar rógsherferð til að stöðva útgáfu bókar um jafnaðarstefnuna Þá hafi fjölmiðlar tekið þátt í þeirri rógsherferð. 4. febrúar 2019 07:25 Seðlabankinn á 320 málverk Bankinn á alls sex málverk eftir Gunnlaug Blöndal. 22. janúar 2019 13:00 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Fleiri fréttir Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið á einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Sjá meira
Birta 23 frásagnir af meintum kynferðisbrotum Jóns Baldvins Sögurnar spanna nokkra áratugi en konurnar sem rita tengjast Jóni Baldvin fjölbreyttum böndum. 4. febrúar 2019 10:13
Segir ásakanirnar rógsherferð til að stöðva útgáfu bókar um jafnaðarstefnuna Þá hafi fjölmiðlar tekið þátt í þeirri rógsherferð. 4. febrúar 2019 07:25