Saman á móti rest í stjórnarskrármálinu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 5. febrúar 2019 07:15 Bjarni og Sigmundur eru sammála um að ekki sé þörf á heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Fréttablaðið/Anton Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er sammála Bjarna Benediktssyni um að ekki sé þörf á heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Þetta kemur fram í fundargerð af fundi formanna stjórnmálaflokkanna um endurskoðun stjórnarskrárinnar 16. janúar síðastliðinn. Á fundi formannanefndarinnar í október lét Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, bóka að hann teldi ekki þörf á heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Þótt hann beri virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum formannanna um efnið teldi hann hópinn kominn á kaf í umræðu um efni sem standi fyrir utan það sem hann telji þörf á að ræða. Á janúarfundi formannanna hóf Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, umræðu um efnið í tilefni fyrrgreindrar bókunar Bjarna. Var bókað eftir Loga að spurningar vöknuðu um hvort forsendur fyrir áframhaldandi vinnu væru brostnar, enda væri skýrt tekið fram í minnisblaði forsætisráðherra um vinnu formannanefndarinnar að um heildarendurskoðun væri að ræða. Nokkur umræða fór fram um efnið meðal formanna flokkanna og í kjölfarið lagði forsætisráðherra fram bókun um mikilvægi þess að halda áfram því verkefni sem þau hefðu hafið sem fæli í sér heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar á tveimur kjörtímabilum. Undir bókun forsætisráðherra tóku formenn Viðreisnar, Flokks fólksins og Framsóknarflokksins. Formaður Miðflokksins kvaðst hins vegar vilja taka undir bókun formanns Sjálfstæðisflokksins frá fyrri fundi. „Það liggur fyrir að flokkarnir hafa ólíkar skoðanir um hversu miklu eigi að breyta en sú vinna sem hefur átt sér stað hefur gengið mjög vel og er á áætlun,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Hún telur forsendur fyrir vinnunni ekki brostnar þrátt fyrir bókanir formanna Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins og er sátt við framvinduna í vinnunni. „Það er auðvitað grafalvarlegt þegar það liggur fyrir fyrirkomulag sem forsætisráðherra leggur upp með og formaður flokks sem starfar með henni í ríkisstjórn sér ástæðu til að bóka gegn,“ segir Logi Einarsson um bókun sína. Hann segir mikilvægt að þeir sem komi að vinnunni hafi sameiginlegan skilning á verkefninu, ekki síst í ljósi þess hvernig vinnunni er forgangsraðað. „Ég get samt tekið undir með Katrínu að þetta er tilraunarinnar virði og það skiptir máli að reyna þetta,“ segir Logi. Vinna formanna flokkanna um endurskoðun stjórnarskrárinnar byggir á minnisblaði forsætisráðherra frá janúar 2018. Í því er vísað til stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar þar sem vikið er að endurskoðuninni með orðunum: „Ríkisstjórnin vill halda áfram heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar í þverpólitísku samstarfi með aðkomu þjóðarinnar og nýta meðal annars til þess aðferðir almenningssamráðs.“ Ljóst er að ekki eru allir formenn stjórnarflokkanna á einu máli um endurskoðunina, hvað sem stjórnarsáttmálanum líður. Birtist í Fréttablaðinu Stjórnarskrá Stj.mál Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er sammála Bjarna Benediktssyni um að ekki sé þörf á heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Þetta kemur fram í fundargerð af fundi formanna stjórnmálaflokkanna um endurskoðun stjórnarskrárinnar 16. janúar síðastliðinn. Á fundi formannanefndarinnar í október lét Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, bóka að hann teldi ekki þörf á heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Þótt hann beri virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum formannanna um efnið teldi hann hópinn kominn á kaf í umræðu um efni sem standi fyrir utan það sem hann telji þörf á að ræða. Á janúarfundi formannanna hóf Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, umræðu um efnið í tilefni fyrrgreindrar bókunar Bjarna. Var bókað eftir Loga að spurningar vöknuðu um hvort forsendur fyrir áframhaldandi vinnu væru brostnar, enda væri skýrt tekið fram í minnisblaði forsætisráðherra um vinnu formannanefndarinnar að um heildarendurskoðun væri að ræða. Nokkur umræða fór fram um efnið meðal formanna flokkanna og í kjölfarið lagði forsætisráðherra fram bókun um mikilvægi þess að halda áfram því verkefni sem þau hefðu hafið sem fæli í sér heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar á tveimur kjörtímabilum. Undir bókun forsætisráðherra tóku formenn Viðreisnar, Flokks fólksins og Framsóknarflokksins. Formaður Miðflokksins kvaðst hins vegar vilja taka undir bókun formanns Sjálfstæðisflokksins frá fyrri fundi. „Það liggur fyrir að flokkarnir hafa ólíkar skoðanir um hversu miklu eigi að breyta en sú vinna sem hefur átt sér stað hefur gengið mjög vel og er á áætlun,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Hún telur forsendur fyrir vinnunni ekki brostnar þrátt fyrir bókanir formanna Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins og er sátt við framvinduna í vinnunni. „Það er auðvitað grafalvarlegt þegar það liggur fyrir fyrirkomulag sem forsætisráðherra leggur upp með og formaður flokks sem starfar með henni í ríkisstjórn sér ástæðu til að bóka gegn,“ segir Logi Einarsson um bókun sína. Hann segir mikilvægt að þeir sem komi að vinnunni hafi sameiginlegan skilning á verkefninu, ekki síst í ljósi þess hvernig vinnunni er forgangsraðað. „Ég get samt tekið undir með Katrínu að þetta er tilraunarinnar virði og það skiptir máli að reyna þetta,“ segir Logi. Vinna formanna flokkanna um endurskoðun stjórnarskrárinnar byggir á minnisblaði forsætisráðherra frá janúar 2018. Í því er vísað til stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar þar sem vikið er að endurskoðuninni með orðunum: „Ríkisstjórnin vill halda áfram heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar í þverpólitísku samstarfi með aðkomu þjóðarinnar og nýta meðal annars til þess aðferðir almenningssamráðs.“ Ljóst er að ekki eru allir formenn stjórnarflokkanna á einu máli um endurskoðunina, hvað sem stjórnarsáttmálanum líður.
Birtist í Fréttablaðinu Stjórnarskrá Stj.mál Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent